Vestrahorn

Vestrahorn er fjallgarður austan við Almannaskarð, um 10km austar en Höfn í Hornafirði og stendur milli Hornsvíkur og Papóss. Fjallgarðurinn er sérstakur í íslenskri jarðfræði þar sem þetta er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem finna má gabbró og annað djúpberg. Klettarnir þar henta því vel til klifurs og er að finna einhverja hæstu klettaveggi landsins þar.  Í fjörunni neðan við hamrana eru steinblokkir sem fallið hafa úr klettunum í fjallinu. Grjótin eru allt frá því að vera smásteinar upp í að vera á stærð við margra hæða blokkir. Frekari upplýsingar um grjótglímu (boulder) á svæðinu má finna á https://www.klifur.is/crag/vestrahorn.

Helstu tindar á svæðinu eru:

Húsadalstindur

Klifatindur

Rustanöf

  1. Rustanöf

Litla horn

Leitishamar

  1. Leitishamar – gráða III

Kambhorn

Veggurinn sem gnæfir yfir öllum grjótglímusteinunum og sá sem hefur flestar leiðir á svæðinu. Hér má finna leiðirnar

  1. Vesturveggur – III, 5.6
  2. Boreal – III, 5.7
  3. Suðurkantur – III
  4. Suðurkantur – afbrygði – III
  5. Bifröst – III, 5.9
  6. Nemesis – III, 5.8
  7. Ódyseifur – III, 5.8
  8. Saurgat satans (Hrappsleið) – III, 5.10b
  9. Dirty Rainbow – 5.10a

Brunnhorn

Afskaplega formfagurt fjall sem fær því miður fáar heimsóknir. Hér er bergið ásættanlega gott og því eru miklir möguleikar fyrir nýjar leiðir.

  1. Brunnhorn – AD+ III 5.4

ÍSALP 40 ára

Íslenski Alpaklúbburinn er 40 ára á árinu og því ber að fagna. Þann 17. nóvember næstkomandi verður slegið til veislu þar sem grill og glundur verður í boði fyrir afmælisgesti.

Miðaverð: 3000kr fyrir Ísalpara, 5000kr fyrir aðra.

Tryggðu þér miða með því að leggja inn á reikning ÍSALP: rn 0111-26-001371 kt. 580675-0509 og senda greiðslukvittun á heidaj@gmail.com

Takmarkað rými er í partýsalnum svo það borgar sig að tryggja sér miða sem fyrst.

Sjáumst

Bís Kvöld – Dry Tooling evening

Vetur konungur er handan við hornið og því tilvalið dusta rykið af ísöxunum og hefja æfingar. Ísalp ætlar að efna til BÍS kvölds í klifurhúsinu föstudaginn 13. október klukkan 20:00.

Byrjendur jafnt sem lengra komnir er hvattir til að mæta. Vonumst til að sjá sem flesta!

Fréttir úr starfi ÍSALP með tveimur fréttaglefsum

Frétt Morgunblaðsins um fjallaskálann Bratta

 

Aðalfundur Alpaklúbbsins var haldinn síðasta miðvikudag.

Helgi Egilsson situr ár í viðbót sem formaður. Með honum í stjórn eru Bjartur Týr Ólafsson, Jónas G. Sigurðsson, Sigurður Ýmir Richter, Baldur Þór Davíðsson, Matteo Meucci og Ottó Ingi Þórisson. Úr stjórn fara Heiða Aðalbjargar, SIgurður Ragnarsson og Þorsteinn Cameron og þökkum við þeim kærlega fyrir óeigingjarnt framlag til klúbbsins undanfarin ár!

Skýrsla stjórnar klúbbsins fyrir árið 2017 er komin á heimasíðuna, undir liðinn „fundargerðir“

Við undirbúum nú spennandi dagskrá fyrir haustið og stefnum meðal annars á að halda upp á fertugsafmæli Alpaklúbbsins í nóvember.

Næsta fréttaglefsa er úr Eyjafréttum og fjallar um Alpaklúbbsferð Páls Sveinssonar, Bjart Týs, Ottós Inga og Rúnu Thorarensen til Ítalíu í september:

Hönnun á nýjum skála ÍSALP

Teikning af nýja Bratta

Nú styttist í að Nýi-Bratti verði fluttur upp í Botnssúlur. Björgunarsveit Akraness og vinir hafa unnið gríðarmikla undirbúningsvinnu í Súlnadal í sumar og þar er núna allt tilbúið fyrir komu skálans.
Næstu skref snúast um að gera skálann sjálfan tilbúinn til flutnings.
Nú leitum við að hugmyndum um hvernig skálinn myndi best nýtast klúbbnum. Ef þú ert með hugmynd að einhverju sem við kemur skálanum, hvort sem það er alsherjarhönnun, eða bara eitt lítið smáatriði, þá viljum við gjarnan heyra af því.

Hvað þarf að vera svefnpláss fyrir marga? Hvernig er best að raða kojum? Hvernig á að haga kyndingu? Hvernig lit viljum við á klósettsetuna?

Áætlað er að september og október fari í hönnunarvinnu en þar á eftir byrji smíðavinna og frágangur á skála fyrir flutning.

Tökum við hugmyndum á stjorn@isalp.is og stofnaður umræðuþráður hér á vefnum.

Nýi skálinn að utan

…Og innan

Aðalfundur 2017

Kæru félagar,

Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbisns verður haldinn í Klifurhúsinu, Ármúla 23, miðvikudaginn 27. september kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.

Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.

Framboð skulu hafa borist fyrir 20. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.

Helgi Egilsson formaður, Þorsteinn Cameron meðstjórnandi, Heiða Jónsdóttir meðstjórnandi og Sigurður Ragnarsson meðstjórnandi eru öll að kveðja stjórn og því nóg af lausum sætum fyrir framboð.

Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 20. september.
Sjá lög klúbbsins hér.

F.h. stjórnar, Þorsteinn Cameron

 

John Snorri toppar K2

Núna síðastliðinn föstudag, þann 28. júlí komst John Snorri fyrstur Íslendinga á topp fjallsins K2 í Pakistan. Fjallið nær 8611 m yfir sjávarmál og er þar með það næst hæðsta í heimi og er aðeins Mt. Everst hærra.

Mynd fengin af facebook síðu Lífsspors styrktarfélags

Enginn hefur náð á topp K2 síðan 2014 og verður þessi leiðangur því að teljast mikið afrek, sértaklega í ljósi hinnar frægu K2-tölfræði.

Fyrr í sumar var John Snorri einnig fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi Lhotse sem er 8561 m yfir sjávarmáli en Lhotse er fjórða hæðsta fjall heims.

Magnað sumar hjá John Snorra. Íslenski alpaklúbburinn óskar honum innilega til hamingju með afrekin!

Frítt dótaklifurnámskeið og STARDALSDAGURINN 2017

Mynd úr Stardal – fengin að láni frá Ágústi

Alpaklúbburinn býður klúbbfélögum upp á frítt dótaklifurnámskeið (e. Trad climbing) í Stardal laugardaginn 24.júní. Þátttakendur skrái sig til leiks með nafni, símanúmeri og netfangi í gegnum stjorn@isalp.is . Skráning er nauðsynleg til að hægt sé að áætla fjölda leiðbeinenda. Farið verður úr bænum kl. 09.00 á laugardagsmorgun og má gera ráð fyrir að námskeið standi til ca. 18.00.

Daginn eftir (sunnudaginn 25.júní) verður hinn árlegi Stardalsdagur haldinn. Dagurinn er með frjálslegu sniði og gengur út á það að Ísalparar fjölmenni í Stardal og klifri saman. Verðlaun veitt fyrir besta búninginn. Skyldumæting fyrir alla nýliða og alla ofurhuga í klúbbnum.

-Stjórnin

Klifur í Valshamri

Vegna ábendinga frá stjórn sumarhúsaeigenda í Eilífsdal er rétt að ítreka fyrir klifrurum sem koma með hunda að hafa stjórn á þeim, hafa þá helst í bandi og láta þá ekki gelta óstjórnanlega. Minnum einnig á að það á ekki að ganga upp að hamrinum gegnum sumarhúsaland heldur út með girðingunni, tekur enga stund og er bara góð upphitun.
Höldum friðinn, sýnum tillitssemi og höldum áfram að klifra í Valshamri.

 

Vilborg á tindi Everest

Vilborg Arna kláraði málið með glæsibrag síðastliðinn sunnudag.

Þetta var ekki gefins hjá henni og skrifuðu menn um mikinn vind á fjallinu. Vilborg og Tenji Sherpa þurftu að hætta við tilraun sína 20. maí og bíða í 4. búðum eftir færi. Þau lögðu svo aftur í hann og komust á toppinn. Skv. fésbókarsíðu hennar gekk allt vel.

Vilborg reyndi við fjallið 2014 og 2015 en þurfti frá að hverfa í bæði skiptin vegna jarðskjálfta og snjóflóðs.

Þetta þýðir að Vilborg hefur lokið tindunum sjö, er fyrst íslenskra kvenna á Everest, auk þess að vera eina konan sem hefur einfarið 8 þúsund metra tind (Cho Oyu) og pól (Suðurpólinn) ef fréttaritara skjátlast ekki.

Við óskum Vilborgu til hamingju og bendum á greinina í síðasta ársriti fyrir þá sem vilja lesa meira um þessa öflugu fjallakonu. Einnig er hægt að skoða heimasíðu hennar, og facebook.

Mynd af Instagram Vilborgar Örnu: Vilborg Arna á Everest 2017

Leiðangur á Gunnbjörn

Bjöggi og Peter nálgast toppinn á Kaldbaki daginn áður en þeir héldu til Grænlands

Bjöggi og Einar frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum eru nú staddir á Grænlandi að leiðsegja í þriggja tinda leiðangri fyrir Adventure Consultants.

Markmiðið var að fara á Gunnbjörn 3.994 metrar, Cone 3.669 metrar og Dome 3.682 metrar. Þrjú hæstu fjöll Grænlands sem sagt. Eftir það á svo að klifra og skíða.

Skemmst er frá því að segja að þeir eru búnir með öll þrjú aðalmarkmið ferðarinnar. Ljómandi flott hjá þeim.

Hægt er að fylgjast með hér:

http://www.adventureconsultants.com/adventure/Greenland3Peaks_Dispatches2017/

Minni svo á hina Íslendingana á Grænlandi, en það er sennilega skemmtilegasta blogg internetsins þessa dagana, 109 km dagar, bacon og viský er þemað. http://expeditions.mountainguides.is/

Rupp

Leið númer 13 á mynd

Gráða I/II, 90-100 m.

Farið er upp breitt gil, sem er beint norðan undir hátindi Miðsúlunar. Klettahaft getur verið farartálmi, ef farið er beint upp úr gilinu. Efst má því fara á ská til vesturs út á vesturhrygginn, er þar jafnan samfelldur snjór. Þaðan er haldið áfram vesturhrygginn og efst sameinast Rupp bróðurleiðum sínum Ripp og Rapp (nr. 11 og 12).

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine

Ripp

Leið númer 11 á mynd

Gráða I/II, 90-100 m.

Gengið er upp að gili sem liggur niður af austurhrygg Miðsúlunar og klifrað þar upp á hrygginn. Upp úr gilinu getur verið smáhengja. Nú er farið á ská til vesturs fyrir neðan hátindinn og út á vesturhrygginn rétt neðan við tindinn. Smá klettahaft er efst á hryggnum, en það er yfirleitt lagt ísi eða snjó.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine

Sveigjan

Leið númer 10 á mynd. Suðausturhlíð Miðsúlu.

Gráða I, lengd 50-60 m.

Þessi leið liggur um 20-30 m vestar en Direct (nr. 9) og er auðveldari. Hér eru engin íshöft eða hengjur. Lagt er af stað úr Miðsúludal og komið upp á suðurhrygginn rétt fyrir neðan tindinn.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine

Direct

Leið númer 9 á mynd. Suðausturhlíð Miðsúlu

Gráða II/III, 50-60 m.

Leiðin byrjar úr Miðsúludal og tekur stefnu beint á tindinn upp ísi- og snjólagt gil í klettabelti fyrir neðan tindinn. Engar hengjur eru á leiðinni, en gilið sem er um 30 m lang er oft ísilagt og mjög bratt, varla fært nema við góð skilyrði. Þegar upp úr gilinu er komið, er haldið áfram upp á tindinn, og eru þar engir farartálmar.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Miðsúla
Tegund Alpine

Norðurgil

Leið númer 8. á mynd (byrjar hinu megin).

Gráða II, 150 m.

Farið er norður fyrir Háusúlu. Þaðan er klifrað upp breitt gil (norðurgilið), sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Smáhengja er efst, en annars er leiðin greið. Þessi leið sameinast Vesturgili (nr. 7), þegar upp á hrygginn er komið.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Háasúla
Tegund Alpine

Vesturgil

Leið númer 7 á mynd.

Gráða II, 150 m.

Gengið er norður úr skarðinu milli Háu og Vestursúlu, í vesturhlið Háusúlu, að gili, sem gengur niður úr vesturhrygg Háusúlu. Þegar að gilinu er komið, skal fara í línu og síðan leggja af stað upp gilið, sem er auðfarið. Gilið er af I. gráðu snjóklifurs og um 90 m langt. Þegar komið er upp á vesturhrygginn, skal reka niður tryggingu, áður en haldið er áfram.

Frá hryggnum á tindinn eru um 60 m. Fyrstu 10-15 metrana er brattinn um 60-65° og upp ísí- eða snjólagt berg. Bergið er „sæmilegt“ en þessi kafli getur verið snjólaus. Þegar upp fyrir klettahaftið er komið, tekur við samfelld snjóbrekka, um 50° brött, upp á tindinn.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Háasúla
Tegund Alpine

Dráttur

Leið númer 6 á mynd.

Gráða II, 200 m

Ein langsta snjó og ísklifurleið í Botnsúlum. Lagt er af stað upp úr Súlnadal neðst í klettabeltinu norðvestan undir hátindinum. Farið er beint upp gilin, sem er um 10m breitt neðst. Gilið breikkar eftir um 25 m, en greinist jafnframt í að minnsta kosti þrjú snjófyllt gil. Haldið er áfram upp gilið, sem er lengst til hægri (vesturs). Áður en haldið er áfram, er best að reka niður tryggingu, því nú eykst brattinn og er á köflum rúmlega 50°. Gilið mjókkar jafnframt og verður um 2m breitt. Þegar um 100 m eru að baki, skiptist leiðin í tvennt. Sé haldið beint áfram og síðan upp á norðurhrygg Syðstusúlunar, eru engin íshöft á leiðinni. Þá telst leiðin af I. gráðu, en skemmtilegast er þó að fara upp til vinstri (austurs) upp 4 m, 60° bratt íshaft og áfram upp mjótt og bratt gil, sem síðan hverfur út í vesturhlíðina á norðurhrygg Syðstusúlunnar. Gæta þarf fyllstu varúðar þegar komið er upp fyrir gilið, því að klifrið er ekki búið, auk þess er mikill bratti og mikil vegalengd niður í Súlnadal. Efst við norðurhrygginn getur verið smá hengja.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Syðstasúla
Tegund Alpine