Nemesis

Fyrst farin í júlí 1982 af Birni Vilhjálmssyni og Einari Steingrímssyni.
Í frumferð leiðarinnar sóló klifraði teymið upp “Gráu slöbbin”, merkt inn II, III og III. Slöbbin leiða upp á hrygg, þar sem að aðal klifurhluti Nemisis fer fram. Klifrað er austan megin við hrygginn.
Frá hryggnum er farið í skorstein og stefnt að öðru gráu slabbi við “Eyrað”. Gráa slabbið rétti lygilega úr sér þegar að því er komið og er lúmskt erfitt, líkist helst skíðastökkbretti. Er farið upp vinstra megin, inn í stóra horninu og stefnt á stóran stein, sem húkir undir stóru þaki, sem krýnir Gráa slabbið. Þaðan er haldið skáhalt út til vinstri upp á brúnina. Upp á topp er farið eftir gróf (ca 80-100m).
Spönn 1 – Gráða II – “Gráu slöbbin”
Spönn 2 – Gráða III – “Gráu slöbbin”
Spönn 3 – Gráða III – “Gráu slöbbin”
Spönn 4 – 5.5 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 5 – 5.8 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 6 – 5.4 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 7 – 5.4 – “Undir Gráa slabbinu”
Spönn 8 – 5.7 – “Gráa slabbið”
Spönn 9 – 5.8 – “Gráa slabbið”
Spönn 10 – Létt klifur upp á topp – “Ofan við Eyrað”
Útbúnaður: Leiðin er boltalaus og vel gróin. Taka þarf með sér hefðbundinn búnað fyrir sportklifur, auk þess að taka hjálm, hnetusett og vinasett, jafnvel hexur, fleyga og fleyghamar. Mikið er af grónu landslagi, torf og börð, það er því alls ekki vitlaust að hafa með sér klifurísexi og jafnvel létta brodda. Einhverjir hafa stungið upp á golfskóm, með litlum oddum undir.
Frá 1982 hefur leiðin aðeins fengið eina uppferð og það var frumferðin. Frumferðar teymið á víst að hafa mælt með því að enginn myndi leika þessa leið eftir, þar sem að hún var á köflum illtryggjanleg og lítið um grip, nema bara í grasi. Hafið það í huga ef einhver ákveður að reyna að endurtaka þessa leið.
Klifursvæði | Vestrahorn |
Svæði | Kambhorn |
Tegund | Alpine |
Merkingar |