Öræfasýn

Öræfasýn AI4 200m – N – NW hlið Tindaborgar

Aðkoma um hnappavallaleið. Keyrt upp í 700m og skinnað upp á skíðum upp að vestari hnapp. Svo yfir sléttuna og norður fyrir hnjúkinn. Niður upptakasvæði svínafellsjökul og að tindaborg. Aðkoman tók um 5klst. Skíði skilin eftir neðan við normal leiðina. Farið í brodda og labbað niður fyrir.

Frekar sprungið landslag til að komast að leiðinni og vísara að fara með gát. Leiðin byrjar á stóru bergshrundi sem þarf að fara yfir. Þetta reyndist ansi snúið þar sem lítið hald var í snjónum fyrir axir og þetta var mjög stórt skref. Settur var niður snjóhæll ofan við sprunguna og togað í hann til þess að komast yfir.
Fyrsta spönn var um 55m að áberandi stein í rennuni. 60-70° ís með 3-4m lóðréttum höftum af og til. Continue reading

Crag Öræfajökull
Sector Tindaborg
Type Alpine

Kambshryggur

Leið númer 16a á mynd

AI3 M3/4, 600 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 2.maí 2021.

Leiðin liggur úr Kaldárdal, austan við Skessuhorn, upp klettabelti í upphafi og fylgir síðan löngum og áberandi hrygg á Miðfjallskamb. Veiklekar í neðsta klettabeltinu voru eltir upp á hrygginn og honum síðan fylgt að langmestu leyti alla leið upp á topp.
Mestu erfiðleikarnir voru í mixhöftum í byrjun leiðar, sérstaklega í fyrstu spönn, og í næstsíðustu spönn við toppinn. Ís var víða að finna en yfirleitt býsna þunnur. Þá var töluvert mikið af snjóklifri
í leiðinni.

Continue reading

Crag Skarðsheiði
Sector Kaldárdalur
Type Alpine

BANFF 2021!

The Icelandic Alpine Club ISALP celebrates the Banff Centre Mountain Film Festival on May 4th and 6th at Bíó Paradís, Hverfisgata. The festival includes films focusing on rock climbing, alpine climbing, skiing, mountain biking, running and more.
Note: Due to COVID-19 regulations, there is only limited number of tickets available. It is therefore important to guarantee your tickets early. Tickets can only be purchased online via tix.is
Isalp club members can seek their discount at stjorn@isalp.is
Films:
Tuesday, 4. may 20:00
Charge 2
Free As Can Be
Ocean to Asgard
The Chairlift
Pretty Strong: Fernanda
K2: The Impossible Descent
Thursday, 6. may 20:00
The Legend of Tommy G
FKT
Climbing Blind
One Star Reviews: National Park
Mount Logan
Slack Sisters
The Secret of Bottom Turn Island
The Ghosts Above