(Icelandic) Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins fyrir liðið tímabil. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
  2. Keppandi þarf að vera meðlimur í Íslenska alpaklúbbnum
  3. Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2020)
  4. Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
  5. Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
  6. Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
  7. Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins

Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi sunnudaginn 14. nóvember 2021.

Leave a Reply