Mountain huts

 

Íslenski Alpaklúbburinn á og rekur tvo fjallaskála, Tindfjallaskála og Bratta í Botnssúlum.

Tindfjallaskáli sem stendur í land Fljótshlíðar.  Skálinn er staðsettur vestan við Tindfjallajökul, í 850 metra hæð yfir sjávarmáli og efsti skálinn í röð þriggja skála sem þar eru.  Skálinn var smíðaður 1941 en árið 2008 var skálinn fluttur í heilu lagi til Reykjavíkur og endurgerður í sinni upprunalegri mynd og fluttur til baka á heimslóðir að ári liðnu.

Skálinn tekur 9 manns í rúm og er útbúinn olíukyndingu og gashellu.  Tindfjallaskáli er mikið nýttur á veturna og sækja Hjálparsveitir á suður- og vesturlandi í skálann til að halda námskeið og æfingar.

Nánari upplýsingar um Tindfjallaskála.

Bratti er í Súlnadal í Botnssúlum. Skálinn hefur verið í niðurníðslu árum saman og var fluttur í bæinn árið 2011 til lagfæringar. Árið 2014 fékk klúbburinn nýjan og veglegan skála að gjöf frá bílaframleiðandanum Land Rover og kemur sá skáli til með að leysa Gamla-Bratta af hólmi. Til stendur að flytja nýja skálann upp í Botnsúlur næsta vetur.