Nú styttist í að ársrit Ísalp 2020 fari á flakk um landið og skili sér í póstkassa meðlima. Forsíðu ársritsins príðir ein af þremur vinningsmyndunum úr ljósmyndakeppni klúbbsins, að þessu sinni var það sigurmynd klifurflokksins. Úr nægu var að velja af ótal glæsilegum myndum sem meðlimir sendu okkur í nóvember, en sjóuð dómnefnd skar úr um þær þrjár bestu myndir í hverjum flokki og má sjá þær hér að neðan ásamt nöfnum ljósmyndara og lýsingum. Að sjálfsögðu hljóta þessar myndir sínar síður i ársritinu, ásamt nokkrum fleiri vel völdum myndum úr keppninni sem skreyta blaðið.
(Icelandic) Ljósmyndakeppni ÍSALP 2020
Ljósmyndakeppni Ísalp 2020
Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki ásamt því að besta myndin mun prýða komandi ársrit klúbbsins.
Reglurnar eru eftirfarandi:
- Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
- Keppandi þarf að vera meðlimur í klúbbnum
- Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2019)
- Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
- Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
- Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
- Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins
Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi 15. nóvember 2020!
(Icelandic) Aðalfundur Ísalp 23. september kl. 20:00
–Dagskrá vetrarins 2020-2021
Ársritið 2019 aftur á netið
Við vonum að vel fari um fólk og að allir séu við góða heilsu þessa dagana. Þar sem við erum vonandi sem flest að fylgja ráðleggingum og höldum okkur heima viljum við opna aftur fyrir vefútgáfu ársrits 2019 þar sem ekki hefur þótt ráðlegt af gefnu tilefni að póstleggja riti til hundruða einstaklinga, auk þess að ekki er hægt að nálgast ritin í Klifurhúsinu vegna lokana. Við bindum vonir við að geta póstlagt ársritin þegar fer að kyrrast, en fram að því verður hægt að glugga í ritið hér að neðan
Banff canceled due to gathering ban
Due to the Covid19 world outbreak, the Banff World Tour shows in Bíó Paradís next week will be cancelled.
Banff Mountain Film Festival World Tour 2020
The Icelandic Alpine Club (ISALP) will celebrate the Banff Centre Mountain Film Festival on March 17th and 19th at Bíó Paradís, Hverfisgata at 20:00. The Banff in Iceland is made possible with the support of GG sport and Icelandic Mountain Guides. The festival includes films focusing on rock climbing, alpine climbing, skiing, mountain biking, running and more.
See more info about the shows and tickets at the Banff Website
Ljósmyndakeppni og Leið ársins 2019
Þó vantað hafi sjálft ársritið á prentuðu formi, gekk útgáfa ársrit ÍSALP 2019 með eindæmum vel og var góð mæting og stemning á KEX hostel síðasta föstudagskvöld. Þar voru m.a. kynnt efstu sætin í ljómyndakeppninni, og má hér sjá fimm efstu sætin í hverjum flokki, en í blaðinu sjálfu fengu efstu þrjú sætin sína síðu hvert. Sigurmynd skíðaflokks, tekin af Martin Voigt, príðir forsíðu blaðsins, en sigurvegarar hinna flokkanna voru Egill Örn Sigurpálsson í klifurflokki og Virgil Reglioni í mannlíf á fjöllum.
Keppnin um leið ársins var haldin í annað sinn, og útvegaði Matteo verðlaunin í boði GG Sport. Fór keppnin þannig fram að tólf leiðir voru kynntar til leiks, og fengu viðstaddir meðlimir tækifæri til að kjósa um hver leiðanna hlyti verðlaunin. Úrslitin voru eftirfarandi: þriðja sætinu deildu leiðirnar Brattasti þristur landsins (WI4+) og Gnar for breakfast (AD+, WI3), í öðru æti var klettaleiðin Stefnið (5.10+), en fyrsta sætið og verðlaunin hreppti leiðin Jólatré, 180m WI5 frumfarin af þeim Bjarti Tý og Rory Harrison.
Leið ársins:
Klifur:
Skíði:
Mannlíf á fjöllum:
Útgáfuhóf Ársrits Ísalp 2019
Ice climbing festival 2020

Jólaklifur ÍSALP 2019
Hið árlega jólaklifur ÍSALP verður haldið í Múlafjalli laugardaginn 21. desember!
Eins og á hverju ári fer alveg að vera komið að Jólaklifri Ísalp. Stefnan er sett á Múlafjall eins og hefð er fyrir.
Byrjað verður í Testofunni http://www.isalp.is/crag/
Góð skemmtun rétt fyrir jólin, ætluð bæði byrjendum og lengra komnum.
Sjá facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/290052408558279/
Kv, Stjórn
Wool blankets in Tindfjallaskáli
The Icelandic Alpine club (ÍSALP) has now with the help of good benefactors collected wool blankets which will soon be put in the mountain cabin in Tindfjöll mountains.
This gives travelers the opportunity to travel lighter in order to access the cabin when staying there over night.
Now guests only need to carry with them a sleeping bag liner instead of carrying a sleepingbag.
The idea comes from what is common in the Alps and is considered to be the first Icelandic cabin that offers this luxurious accommodation.
ÍSALP hopes that many in the future will be able to use the hut and looks forward to see you in the mountains.
More information about Tindfjallaskála cabin are at the ÍSALP webside under Cabins.
Ljósmyndakeppni ÍSALP 2019
Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka; Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Kosnir verða sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2019!
Myndirnar þurfa að vera teknar eftir ljósmyndakeppni seinasta árs (frá og með nóvember 2018) og er öllum velkomið að taka þátt. Reglurnar eru eftirfarandi:
-Þátttakendur mega senda að hámarki þrjár myndir hver
-Ekki skiptir máli í hvaða flokk hver mynd fer, en t.a.m. er hægt að senda eina mynd í hvern flokk eða allar þrjár í sama flokkinn
-Hver mynd getur einungis tekið þátt í einum um flokki
-Sú/sá sem tekur þátt þarf sjálf/ur að hafa tekið myndina
Taka skal fram í hvaða flokki hver mynd tekur þátt og helst skal fylgja stutt lýsing (ein setning).
Myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir miðnætti 15. nóvember!
Jeff Mercier slideshow
On Friday the 8th November we are going to have a slideshow with Jeff Mercier.
The event is going to be in Klifurhusid, will start at h18.00 with some dry tooling then a little rest for dinner and then at h20 the pictures.
Jeff Mercier is a world class iceclimber, part of the generation that developed dry tooling and brought it up on the mountain. He is visiting icelandic glacier and before leaving is going to climb with us and then taking a slideshow.
Niðurstöður aðalfundar
Nýafstaðinn aðalfundur samþykkti samhljóða að veita Ferðafélagi Íslands leyfi til að nýta Bratta sem stendur í Kópavogi sem skálavarðahús í Nýjadal. Þegar að tilskilin leyfi fást til að setja upp skála í Súlnadal þá hefur FÍ skuldbundið sig til þess að byggja nýan skála sem mun henta enn betur til notkunar bæði fyrir félagsmenn Ísalp og FÍ.
Litlar breytingar urðu á stjórn. Sif Pétursdóttir lét af stjórnarstörfum eftir árs setu sökum þess að vera flutt út í nám. Fráfarandi stjórn vill þakka henni fyrir vel unnin og gott samstarf störf síðasta árið. Í stað Sifjar var Elísabet Atladóttir kjörin inn í staðinn. Elísabet hefur starfað með klúbbnum síðastliðin tvö ár og er auk þess jöklaleiðsögumaður og undanfari í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Stjórn vill bjóða Elísabetu velkomna til starfa og við hlökkum til komandi mánaða.
Annað hefðbundið fór fram á aðalfundi, skýrsla stjórnar var kynnt, reikningar klúbbsins voru samþykktir samhljóða og Karl Ingólfs fékk umboð klúbbsins til að starfa í SAMÚT að málum vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Mæting var með besta móti, um 20 manns.
Aðalfundur Ísalp 26. september
Stjórn vill mynna á aðalfund Ísalp sem verður haldinn klukkan 20:00 26. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í Ísalp salnum í Klifurhúsinu.
Fyrst á dagskrá er kynning FÍ á möguleikum til nýtingar á núverandi Bratta
Næst er kostning nýrrar stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Yfirferð ársreikninga
Stutt kynning á nýafstaðinni Ísalp ferð til Písa.
(Icelandic) Bætt vinnubrögð við boltun!
Upp á síðkastið virðist það hafa færst í aukana að klifrarar verði varir við nýja múrbolta af ýmsum toga á ótrúlegustu stöðum, oftar en ekki boltar sem hafa engan augljósan tilgang. Ekki er nóg með það að þessir boltar eru villandi og síður en svo öruggir í öllum tilfellum, heldur eiga þeir líka til að finnast á svæðum þar sem boltun er óheimil. Þ.a.l. viljum við koma eftirfarandi áherslum á framfæri, og fara fram á að fólk kynni sér rétt og vönduð vinnubrögð við uppsetningu klifurleiða og almenna boltun í náttúru Íslands:
- Fá leyfi hjá landeigendum/hagsmunaaðilum! Sama hver tilgangur boltunar er, eru það óhjákvæmilega landeigendur sem eiga síðasta orðið um boltun á þeirra landi (hvort sem landeigendur eru ríkið eða einkaaðilar). Því er nauðsynlegt að öðlast tilskilin leyfi áður en lagt er í að bora fyrir boltum.
- Þó svo að tiltekið svæði sé þegar boltað (t.d. sportklifursvæði) þýðir það ekki að enn sé leyfi fyrir að reka inn fleiri bolta, og þarf því að ganga úr skugga um að slíkt sé enn leyfilegt.
- Stranglega bannað er að bolta á friðlýstum svæðum, nema skírt leyfi hafi verið fengið fyrir boltun á slíku svæði.
- Á sumum svæðum er almennt samþykki um að halda boltalausum (t.d. Stardalur og Gerðuberg) og verða því allir boltar fjarlægðir fyrirvara- og undantekningalaust nema breyting hafi orðið á slíku samkomulagi.
- Þekkja og hafa reynslu af öruggri boltun! Margskonar vinnubrögð, misörugg, þekkjast við boltun í ýmsum tilgangi, og nauðsynlegt er að fólk kynni sér RÉTT og VÖNDUÐ vinnubrögð, sér í lagi á svæðum þar sem fólk gæti í gáleysi reitt sig á tryggingar í öðrum tilgangi en þær voru settar upp fyrir. Greinargóðar leiðbeiningar og siðferðisreglur við boltun í íslensku bergi má finna í viðamikilli grein Jóns Viðars Sigurðssonar frá 2012, sem hægt er að nálgast á PDF formi með eftirfarandi tengli, og mælum við eindregið með að allir sem hafa hug á að bolta hérlendis kynni sér hann sem og að öðlast reynslu frá reyndum leiðasmiðum: https://klifurhusid.is/wp-content/uploads/2012/04/Boltun-klifurlei%C3%B0a.pdf
- Ekki reka inn bolta sem hafa áhrif á þegar uppsettar klifurleiðir! Aðeins ætti að bolta í námunda við klifurleiðir ef tilgangur þess er að auka öryggi í þeirri klifurleið, t.d. ef skipta þarf út gömlum boltum (að sjálfsögðu í samráði við frumfarendur eða umsjónafólk). Annað getur verið villandi, verið klifrurum til vandræða og jafnvel skapað hættu ef slíkt er ekki vel ígrundað.
- Er nauðsynlegt að koma fyrir varanlegum tryggingum? Oft er nóg í boði af öruggum náttúrulegum tryggingum sem gera boltun óþarfa. Á þetta sérstaklega við á svæðum þar sem dótaklifur er stundað, og oftar en ekki er mjög óvinsælt meðal klifrara að leiðir séu boltaðar sem eru auðtryggðar á öruggan hátt með náttúrulegum tryggingum. Sömuleiðis er ekki í lagi að bolta klifurleiðir sem þegar hafa verið klifraðar með slíkum tryggingum, nema frumfarendur hafa gefið leyfi fyrir slíku.
Annars vonum við að sumarið hefur nýst klifrurum vel, og er frábært að sjá allar þær nýju og gömlu leiðir sem settar eru upp og haldið við á víð og dreif um landið. Það er einmitt ástæða þess að við viljum áfram sjá góð vinnubrögð og halda öllum á góðu nótunum, svo við getum haldið áfram á sömu braut í framtíðinni 😉
(Icelandic) Aðalfundur Ísalp 2019
Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbsins 2019 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, fimmtudaginn 26. september, kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
- Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
- Lagabreytingar.
- Kjör meðstjórnenda.
- Kjör uppstillingarnefndar.
- Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
- Ákvörðun árgjalds næsta árs.
- Önnur mál
– Staðan á Bratta
– Dagskrá vetrarins 2019-2020
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.
Í ár lýkur kjörtímabilum hjá Védísi Ólafsdóttur (kjörin til eins árs), Sif Pétursdóttur (kjörin til eins árs), Sigurði Ými Richter (kjörinn til tveggja ára) og Matteo Meucci (kjörinn til tveggja ára). Þau gefa öll kost á sér áfram fyrir utan Sif Pétursdóttur.
Framboð skulu hafa borist fyrir 19. september.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 19. september.
(Icelandic) Önnur klettaklifurferð til Toskana
Í ár stefnir Ísalp aftur á klettaklifur í kringum Písa ásamt alpaklúbbi heimamanna þann 6. til 13. September.
Meðlimum Ísalp er að sjálfsögðu boðið í ferðina en áhugasamir geta sent umsókn í tölvupósti á stjorn@isalp.is. Betra er að taka fram með umsókninni hvers konar klifri áhugi er fyrir (sportklifur, fjölspanna sport, fjölspanna dótaklifur o.þ.h.).
Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst n.k.
(Icelandic) Ritnefnd ársrits ÍSALP 2019!
Skipulagning ársrits ÍSALP 2019 er núna að hefjast af fullum krafti, og viljum við því hóa í öfluga félaga til þess að vera með í ritnefnd ársritsins, og/eða skrifa greinar af líðandi árum.
Ef þú hefur áhuga á að vera með í ritnefndinni eða langar að fá grein frá þér í næsta ársrit, þá skaltu ekki hika við að hafa samband (á stjorn(at)isalp.is), öll aðstoð er ómetanleg og ársritið verður aldrei áhugaverðara en það sem meðlimir hafa fram að bera!
(Icelandic) Stardalsdagurinn 2019 (& dótaklifurkynning)
Nú ættu allir að vera búnir að skafa af sér hrím vetrarins og liðamótin vonandi fengið að liðkast í sólinni seinustu vikur. Þó veður seinasta sumars hafi haft okkur að leiksoppi, tókst dagurinn vel til og stefnum við því á að endurtaka leikinn í ár og halda Stardalsdaginn hátíðlegan aftur.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurviðundur landsins fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er glæsilegt dótaklifursvæði, með yfir 90 skráðar klifurleiðir frá 5.1 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 20 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.
Dagurinn sjálfur verður haldinn laugardaginn 29. júní (með 30. júní til vara ef veður ætlar í hart) og er brottför verður í Stardal klukkan 10:00 frá Orkunni við Vesturlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir).
Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og lágmarksbúnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks þekkingu á leiðsluklifri (t.d. sportklifri).
Til að hita upp fyrir laugardaginn, ætlar Ísalp og klifurfélag reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri fimmtudagskvöldið 27. júní. Fyrir þá sem leggja stund á klifur og vilja víkka sjóndeildarhringinn og kitla taugarnar með eigin bergtryggingum, þá er þetta tilvalið tækifæri til að kynnast betur dótaklifri.
Kynningin hefst klukkan 20:00 á efri hæð Klifurhússins (Ármúla 23, Reykjavík), og munum við fara yfir öll helstu atriði sem hafa þarf í huga í dótaleiðslu, sem og að leyfa þátttakendum að munda sínar eigin bergtryggingar.
Meðlimum ÍSALP og Klifurhússins er velkomið að mæta, kynningin er meðlimum félaganna að kostnaðarlausu og verður boðið upp á kaffi og kleinur. Svo það er um að gera að kíkja við, og hlökkum við til að sjá sem flesta.
Endilega meldið ykkur á viðburðina á FB að neðan
Stardalsdagurinn: https://www.facebook.com/events/2262399440675940/
Dótaklifurkynningin: https://www.facebook.com/events/435004757075268/
Ath! við viljum ítreka það að þessi kynning kemur EKKI í stað vottaðra fjallamennsku- og línuvinnunámskeiða, og meðlimir eru á eigin ábyrgð í Stardal.