(Icelandic) Varhugaverðar aðstæður á Öræfajökli

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

bjarturFélagi okkar í Alpaklúbbnum hrapaði 20 metra ofan í sprungu í Hvannadalshnjúk á fimmtudaginn síðasta. Hér má lesa viðtal við hann. Það eru greinilega óvenjulegar aðstæður á Öræfajökli á þessum árstíma. Galopnar sprungur og glerhart færi. Förum varlega.

 

 

Pinnacle Club / BMC International Womens Climbing Meet

Mynd frá BMC International Winter Meet 2016. Það var of hlýtt í fjöllunum fyrstu daganna svo leitað var til strandarinnar í dótaklifur.
Mynd frá BMC International Winter Meet 2016. Það var of hlýtt í fjöllunum fyrstu daganna svo leitað var til strandarinnar í dótaklifur.

Íslenska Alpaklúbbnum hefur boðist að senda tvo meðlimi á einstakan viðburð í Bretlandseyjum 12.-19. júní næstkomandi. Kvennaklifurfélag Bretlands The Pinnacle heldur í samstarfi við The British Mountaineering Council alþjóðlegt dótaklifur festival í Llanberis Pass, einum þekktasta klettaklifurvettvangi Bretlands. Þetta er kjörið tækifæri fyrir konur sem vilja læra meira í klettaklifri og sér í lagi dótaklifri þar sem bretar eru einna þekktastir fyrir dótaklifur.

Alþjóðleg klifurfestivöl eru líka einstök tækifæri til að kynnast klifrurum frá öðrum löndum en þar koma saman klifrarar frá öllum heimshornum, aldursflokkum og hæfileikastigum. Festivalið stendur yfir í 6 daga og verður gist í klifurskálanum Ynys Ettws Hut sem er í eigu The Pinnacle. Klifrað verður alla daga ef veður leyfir og að venju þá er erlendum klifrurum parað með breskum sem þekkja svæðið. Bresku klifrararnir eru þó ekki leiðsögumenn heldur klifurfélagar og eru ákvarðanir um klifurleiðir teknar í sameiningu sem og klifrið sjálft. Í lokin er svo haldið gott partí.

Mælt er með því að umsækjendur hafi reynslu af náttúrulegum bergtryggingum og að setja upp akkeri. Haldið verður kliník í því fyrsta morguninn á festivalinu en betra er að koma ekki alveg af fjöllum í þeim efnum.

Umsóknir skulu berast isalp@isalp.is fyrir 26. mars og endilega hafið samband ef óskað er eftir frekari upplýsingum.

Hér er blog um seinasta alþjóðlega kvennafestivalið árið 1984 og myndband frá seinasta alþjóðlega dótaklifurfestivali BMC árið 2013

(Icelandic) Ísklifurpartý í Gufunesi á morgun, föstudag!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Nú er Gufunesturninn dottinn í aðstæður og því tilvalið að stökkva á hann áður en að næsta lægð kemur.

Planið er að byrja klukkan 19:00 á föstudagskvöldið, teknir verða tímar á þeim sem vilja til klukkan 20:30. Um 21:00 verður útsláttarkeppni milli einstaklinganna með átta bestu tímana, þar til einn stendur eftir sem hraðaklifurmeistari Ísalp.

Til stendur að vera með grill í gangi, pulsur og meðlæti og einnig skemmuna við hliðina á og klósettaðstöðu.

Stjórn lofar partýmússík, flóðlýsingu og gógó-dönsurum.

Ekki láta þig vanta á þennan magnaða viðburð!

Ísklifurfestival 2016: gott veður og góðir vinir

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

12698483_10153552352664302_6334417868836987156_o

Nú er helgin liðin og árlega ísklifurfestival ÍSALP afstaðið. Um það bil 37 klifrar mættu í Kaldakinn helgina 12. – 14. febrúar og nutu þar einstakrar gestrisni heimamanna við býlið Björg.

Spáin hans Hlöðvers um gott veður stóðst að venju og lék veðrið við okkur alla helgina. Hitastigið var oftast rétt um frostmark yfir daginn og stöku sinnum sást meira að segja til sólar. Meðan maður stóð við ströndina og sleikti sólina mátti maður spyrja sig hvort hér væri í raun um ísklifurfestival að ræða. Gildir klifrið ef maður drepst ekki úr naglakuli á leiðinni? Reynsla klifraranna náði yfir allan skalann, allt frá grænum byrjendum í vetrarklifur ofurhetjur og skemmtu sér allir konunglega enda um nóg að velja í Kaldakinn.

Klifrað var alla daga og í öllum sektorum svæðisins. Vinsælast var fjöruborðið við svæðið Glassúr þar sem nærri allar mögulegar leiðir og afbrigði voru farin um helgina. Helst má nefna þar frumferðir Albert Leichtfried og Benedikt Purner á ísfossunum sem liggja út í sjóinn. Þar tímasettu þeir sig vel og sprettu á milli alda til að ná upp í Sex on the Beach WI5+ og Shooters WI4+. Matteo Meucci og Halldór Fannar reyndu einnig við nokkrar frumferðir á svæðinu en að góðri íslenskri venju kom í ljós að þetta hafði allt verið farið fyrir langa löngu.

Af öðrum svæðum má helst nefna frumferðir Albert Leichtfried og Benedikt Purner á X-files WI6/M6 í Stekkjastaur sektor og frumferð Arnars Þór Emilssonar og Sveins Eydals á Stönthrút WI4 meðan Freyr Ingi Björnsson og Haukur Már Sveinsson frumfóru Salómon Svarti WI4/5. Stekkjastaur sjálfur var klifraður einu sinni yfir hátíðina af Albert og Benedikt enda í mjög þunnum aðstæðum. Gáfu þeir honum WI6/6+ í núverandi ástandi. Sektor Girnd fékk fáar en góðar heimsóknir og voru þar frumfarnar tvær nýjar leiðir. Matteo Meucci og Halldór Fannar fóru leið sem þræðir nýtt kerti hægra megin við Upprisu Svínanna og fékk leiðin gráðuna WI5+. Albert og Benedikt létu sig ekki vanta og fóru nýja leið á milli Kostulega Postula og E300 sem nefnist Have no fear, have a skyr M7. Einnig má nefna að farnar voru leiðirnar Drífa, Íssól, Hlæjandi Fýlar, Faðir og Sonur, Dramb, Heimasætan ofl. fengu allar heimsóknir.

Á kvöldin var boðið upp á ljúffengan mat að Björgum og á laugardagskvöldið var einnig boðið upp á harmónikku- og gítar undirspil. Eftir að kláruð voru 6 lambalæri og öllu skolað niður með Kalda í boði Kalda þá hélt Albert fyrir okkur myndasýningu úr seinustu ferð hans og Benedikts til Tíbet en myndirnar voru teknar af ljósmyndaranum Elias Holzknecht sem var einnig á svæðinu.

Kærar þakkir til Hlöðvers, Jónu og allra á Björgum sem og allra sem lögðu leið sína norður til að njóta helgarinnar með okkur.

 

(Icelandic) Skráning á Ísklifurfestival 12.-14.feb hafin

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

 

Mynd: Arnar Emilsson
Mynd: Arnar Emilsson

Ísklifurfestival klúbbsins verður haldið í Kaldakinn. Skráning er hafin og fer fram á þessum umræðuþræði. Þar koma einnig fram verð fyrir gistingu og mat. Við mælumst til þess að fólk skrái sig sem fyrst svo staðarhaldarar geti undirbúið sig sem best. Eins og alltaf munu aðstæður á endanum ráða hvort af festivalinu verður. Skráningin gildir því með þeim fyrirvara að að festivalinu verði.

Verði aðstæður óhagstæðar verður fundinn annnar staður með stuttum fyrirvara.

(Icelandic) Jólaklifur í Múlafjalli

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Jólaklifurdagur Ísalp er orðinn fastur liður klifrarans í jólaundirbúningnum. Á laugardagsmorguninn fylltu Ísalp meðlimir bensínstöðina við Ártúnshöfða, gripu með sér kaffibolla og héldu inn í Hvalfjörð. Litla bílaplanið neðan við Múlafjall var fullt af bílum en þegar mest lét voru bílarnir 21 talsins.

Þrátt fyrir rok var góð stemning í fjallinu og aðstæður nokkuð góðar. Flestir héldu sig í leiðunum í niðurgöngugilinu þar sem ofanvaðslínum frá ÍFLM var komið fyrir og byrjendur fengu að spreyta sig. Aðrir héldu í önnur svæði í fjallinu en hópar klifruðu bæði Rísanda og Stíganda

Talið er að milli 40 og 50 manns hafi látið sjá sig á laugardaginn sem verður að teljast mjög góð mæting. Sérstaklega var gaman að sjá hve margar stelpur mættu.

Um kvöldið fjölmenntu Ísalp meðlimir á Sólón í útgáfupartí til að fagna nýju ársriti Ísalp. Ársritið fékk góðar viðtökur og þótti einkar glæsilegt.

Íslenski Alpaklúbburin þakkar öllum sem mættu.

(Icelandic) Jólaklifur og Úgáfupartí!

Jolaklifur2015

ISALP’s Christmas Ice Climbing on Saturday 19th of December. We will gather up at 09.00 at Shell gas station in Ártúnshöfði and from there drive to Múlafjall in Hvalfjörður.

Everyone is welcome. We will put up a few top-ropes.

At 20.00 there will be an ISALP party at Solon (Bankastræti) top floor. Free beer for the first ones to come. Pub-quiz at 21.00. The new Annual (Ársrit) will be there!

(Icelandic) Jólahlaðborð Fjallakofans

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Tom King í ölpunum.

Fjallakofinn ætlar að halda jólin hátíðleg með félagsmönnum ÍSALP næsta fimmtudag (3.12.)

Góður afsláttur verður í boði fyrir þá sem hyggja á að gefa vinum og vandamönnum góða fjallapakka um jólin! Nú eða bara fyrir þá sem vantar meira dót!
Guð má vita að maður getur alltaf átt meira dót.
Hér má lesa skemmtilega grein frá félagsmanni Tom King um jólagjafalista klifrara.

20% afsláttur verður á ÖLLUM fjallafatnaði!
20% afsláttur verður á ÖLLUM járnavörum!
25% afsláttur verður á ÖLLUM klifurtúttum!
25% afsláttur verður á ÖLLUM ísöxum og broddum!!

Hvílíkar tölur! Mér er strax illt í veskinu..

Jólahlaðborð

(Icelandic) Dry-tool reglur Klifurhússins

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

ÍSALP-arar geta klifrað á ísöxum í Klifurhúsinu og hafa gert það í mörg ár. Nú er loks búið að negla niður reglur um hvenær megi klifra, hverjir eigi forgang í leiðir, hvaða útbúnaðar sé krafist o.s.frv. Reglurnar eru hér að neðan.  Við biðjum félagsmenn að fylgja þessum reglum.

Hinar heilögu BÍS reglur Klifurhússins

1. BÍSklifur er leyfilegt á eftirfarandi tímum:

  o Mánudagar 21:30 – 23:00

  o Miðvikudagar 21:00 -23:00

o Alla virka daga frá 12:45-13:30

2. Til þess að hægt sé að klifra eftir 22:00 (hefðbundinn opnunartíma) þarf að vera ábyrgðarmaður í hópnum.

o Ábygðarmaður þarf að vera samþykktur af framkvæmdastjóra og listi yfir ábyrgðarmenn er á skrá hjá vaktmanni.

o Vaktmaður gengur úr skugga um að ábyrgðarmaður sé á staðnum og skráir ábyrgðamann hverju sinni.

3. BÍSklifur er afmarkað við hellasvæði og klifurvegginn vinstra megin við leiðsluklifurvegginn.

o Engar bísleiðir annars staðar, til að lágmarka snertifleti milli klifrara og bísklifrara

4. Bísklifrarar verða alltaf með mottu undir þegar þeir klifra, til að vernda dýnuna.

5. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að það sé skilgreindur tími fyrir BÍSklifur þá þýðir það ekki að BÍS hafi forgang. Hér gildir sama regla og áður, klifrari bíður þar til komið er að honum/henni að klifra.

o Aftur á móti, skyldi vera sérstaklega fjölmennt í Klifurhúsinu, fá klifrarar forgang.

(Icelandic) Æsispennandi fjallamynd sýnd í Bíó Paradís

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd sem segir frá fjallamennskuleiðangri á Svalbarða verður frumsýnd í Bíó Paradís 10.nóv.

Um er að ræða mynd frá The North Face og Xavier de le Rue. Kíkið endilega á trailerinn. Hér er event á Facebook https://www.facebook.com/events/537407866409035/

(Icelandic) BÍS mót (Dry-tool) á morgun, laugardaginn 24.okt

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd: Guðlaugur Ingi Þórisson
Mynd: Guðlaugur Ingi Þórisson

Marga er farið að klæja í fingurna eftir að grípa almennilega í axirnar enda farið að kólna í veðri. Því verður haldið fyrsta fyrsta BÍS mót vetrarins laugardaginn 24. október kl. 18 í Klifurhúsinu, Ármúla. Fullt af leiðum verða settar upp og eru allir hvattir til þess að taka þátt og vera með. Eftir klifrið verður dreypt á öli og hetjusögur sagðar frá síðasta vetri.

(Icelandic) Búnaðarbasar í kvöld!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

GrandBazaar-1
Frægasti basar í heimi (Gran bazaar í Istanbúl)

Í kvöld, fimmtudaginn 22 október kl. 20 verður hinn árlegi Búnaðarbasar Ísalp haldinn í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Reykjavík. Nú er tækifærið til að gera góð kaup – eða selja útivistarbúnaðinn sem þú hefur aldrei notað! Seljendum er bent á að mæta hálftíma fyrr og stilla upp tímanlega fyrir opnun. Allir velkomnir, ekki missa af þessu og muna að koma með reiðufé. Látið orðið ganga!

(Icelandic) Háfjallaskíði – myndasýning Halla Kristins

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Halli Kristins í fullum skrúða

Á miðvikudaginn í næstu viku, 21.október. Mun Hallgrímur Kristinsson halda myndasýningu fyrir Ísalpara og aðra gesti. Hallgrimur Kristinsson hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína (7.600 m) og dvaldi þar í mánuð. Það sem meira er: Hallgrímur (Halli) reyndi að toppa fjallið á fjallaskíðum. Í ferðinni skíðaði hann hærra en nokkur annar Íslendingur.  Miðvikudaginn næsta mun hann bjóða félögum ÍSALP og öðrum upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Allir að mæta!

Uppfært: Myndasýningin tókst afar vel. Rúmlega 30 manns mættu og smituðust af ævintýraanda Hallgríms.

 

Gestabók Hraundrangans komin til byggða

 

Bókasafni ÍSALP var nýverið afhent gestabók af tindi Hraundrangans í Öxnadal. Í bókina eru skráð nöfn þeirra sem komu við á tindinum frá jóladegi 1993 og til 24.júní 2001, en þá var blautri bókinni bjargað úr gestabókarkassanum sem hafði gefið sig. Fremst í bókinni eru upplýsingar um allar uppgöngur fram til þess að bókin var sett upp.
Bókin endaði í góðu yfirlæti hjá bjargvætti sínum, Jökli Bergmanni um árabil þar til það varð til tíðinda að Bjarni E. Guðleifsson líffræðingur, skrifaði kafla um Hraundrangann í bók sína Hraun í Öxnadal og hafði upp á gestabókinni góðu hjá Jökli. Bjarni afhenti stjórn ÍSALP síðan bókina, eftir að hafa nýtt hana sem heimild í skrif sín. Bjarni gaf klúbbnum einnig nýútkomna og glæsilega bók sína og kunnum við honum bestu þakkir fyrir!

Nú þarf að koma nýrri gestabók upp á Drangann. Stjórn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkið.

IMG_5343

Bókarhöfundurinn Bjarni E. Guðleifsson og Helgi Egilsson, formaður ÍSALP á góðri stundu

 

Annar í Bratta

Sunnudaginn 6. september héldu nokkrir vaskir garpar út í góða veðrið með það í huga að grafa holur fyrir nýjum undirstöðum undir Bratta. Með í för voru 22 álhólkar, skóflur og járnkarlar, sleggja, öll rúnstykkin á Select, guðsveigar og samkomutjald. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð þó að lítið hafi náðst að grafa holur sökum erfiðleika í jarðveginum. Hjáleið var gerð framhjá stóra steininum sem lokaði veginum í seinustu ferð og undirstöður gamla Bratta voru hreinsaðar og jafnaðar jörðu. Ekki gekk vel að tjalda. Verkefninu er hvergi nærri lokið en Helgi, Gísli, Jonni, Árni og Þorsteinn þakka fyrir sig.