
The new webpage includes a guidebook for ice-, alpine- and mixed climbing in Iceland. 400 routes already.
To recover your account, press login and then “forgot your password”. We will send you a reply with a new password.
Bókasafni ÍSALP var nýverið afhent gestabók af tindi Hraundrangans í Öxnadal. Í bókina eru skráð nöfn þeirra sem komu við á tindinum frá jóladegi 1993 og til 24.júní 2001, en þá var blautri bókinni bjargað úr gestabókarkassanum sem hafði gefið sig. Fremst í bókinni eru upplýsingar um allar uppgöngur fram til þess að bókin var sett upp.
Bókin endaði í góðu yfirlæti hjá bjargvætti sínum, Jökli Bergmanni um árabil þar til það varð til tíðinda að Bjarni E. Guðleifsson líffræðingur, skrifaði kafla um Hraundrangann í bók sína Hraun í Öxnadal og hafði upp á gestabókinni góðu hjá Jökli. Bjarni afhenti stjórn ÍSALP síðan bókina, eftir að hafa nýtt hana sem heimild í skrif sín. Bjarni gaf klúbbnum einnig nýútkomna og glæsilega bók sína og kunnum við honum bestu þakkir fyrir!
Nú þarf að koma nýrri gestabók upp á Drangann. Stjórn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkið.
Bókarhöfundurinn Bjarni E. Guðleifsson og Helgi Egilsson, formaður ÍSALP á góðri stundu
Sunnudaginn 6. september héldu nokkrir vaskir garpar út í góða veðrið með það í huga að grafa holur fyrir nýjum undirstöðum undir Bratta. Með í för voru 22 álhólkar, skóflur og járnkarlar, sleggja, öll rúnstykkin á Select, guðsveigar og samkomutjald. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð þó að lítið hafi náðst að grafa holur sökum erfiðleika í jarðveginum. Hjáleið var gerð framhjá stóra steininum sem lokaði veginum í seinustu ferð og undirstöður gamla Bratta voru hreinsaðar og jafnaðar jörðu. Ekki gekk vel að tjalda. Verkefninu er hvergi nærri lokið en Helgi, Gísli, Jonni, Árni og Þorsteinn þakka fyrir sig.
Laugardaginn 29.ágúst fóru Gísli, Rúna og Helgi upp í Botnssúlur að kanna aðstæður og undirbúa smíði á undirstöðum fyrir Bratta, sem verður fluttur upp eftir í vor.
Skálastæðið og hliðar skálans afmarkaðar af tveimur mönnum. Continue reading