(Icelandic) Jólaklifur í Múlafjalli

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Jólaklifurdagur Ísalp er orðinn fastur liður klifrarans í jólaundirbúningnum. Á laugardagsmorguninn fylltu Ísalp meðlimir bensínstöðina við Ártúnshöfða, gripu með sér kaffibolla og héldu inn í Hvalfjörð. Litla bílaplanið neðan við Múlafjall var fullt af bílum en þegar mest lét voru bílarnir 21 talsins.

Þrátt fyrir rok var góð stemning í fjallinu og aðstæður nokkuð góðar. Flestir héldu sig í leiðunum í niðurgöngugilinu þar sem ofanvaðslínum frá ÍFLM var komið fyrir og byrjendur fengu að spreyta sig. Aðrir héldu í önnur svæði í fjallinu en hópar klifruðu bæði Rísanda og Stíganda

Talið er að milli 40 og 50 manns hafi látið sjá sig á laugardaginn sem verður að teljast mjög góð mæting. Sérstaklega var gaman að sjá hve margar stelpur mættu.

Um kvöldið fjölmenntu Ísalp meðlimir á Sólón í útgáfupartí til að fagna nýju ársriti Ísalp. Ársritið fékk góðar viðtökur og þótti einkar glæsilegt.

Íslenski Alpaklúbburin þakkar öllum sem mættu.