(Icelandic) Greinar í ársrit Ísalp 2022

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ágæti Ísalpari

Hefur þú sögu að segja? Eitthvað magnað, fyndið, erfitt, lærdómsríkt og/eða rosalega áhugavert tengt háfjallamennsku, sportklifri, fjallaskíðum, ísklifri, dótaklifri eða grjótglímu?

Ritstjórn Ísalp leitar að greinahöfundum til að skrifa greinar í ársrit Ísalp 2022 og við ætlum okkur stóra hluti. Ríkur vilji er til þess að birta greinar sem sýna dýpt og breidd íslenskar fjallamennsku sem höfðar til stærri hóps en venjulega. Þannig viljum við fá skrif frá reynsluboltum og nýliðum, ungum sem öldnum, harðkjörnum og kósíklifrurum frá öllum kynjum og allt þar á milli.

Við viljum heyra hetjusögur, klaufabárðasögur, tilfinningarússíbana, viðtöl, græjuhorn, fræðslu, hugljómarnir, upplifanir og fleira.

Það er stefna ritstjórnar að veita greinahöfundum stuðning í gegnum allt ferlið, þannig að þau sem hafa góða sögu að segja en eru feimin við að skrifa geta fengið stuðning og uppbyggilega ritstjórn í gegnum allt ferlið. Allt með það endanlega markmið að fá margar og vandaðar greinar í ársritið.

Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að allar greinar sem birtast munu taka þátt í greinakeppni Ísalp, sem er nýjung. Hlutlaus og fagleg þriggja manna dómnefnd mun lesa greinarnar og velja eina sem mun hljóta verðlaun og birtingu fremst í blaðinu.

Ritstjórn mun taka við tillögum að greinum fram til 22. nóvember og lokaskil á greinum er um miðjan desember. Allar tillögur skal senda í gegnum skráningarform hér: https://forms.gle/Cqy9JpfXXajCkxJY7

Comments

Leave a Reply