Ísklifuraðstæður 2025-2026

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2025-2026

  • Author
    Posts
  • #98695
    Halldór Fannar
    Participant

    Eitthvað gengur erfiðlega að koma þessari umræðu af stað. Sennilega er það vegna þess að veturinn fer rólega af stað.

    #98699
    Halldór Fannar
    Participant

    Við Ágúst fórum í Villingadal sl laugardag. Þar var var gott að klifra og rákumst við á tvö önnur teymi þegar leið á daginn. Við vorum mættir við sólarupprás enda sólgnir í góðan ís. Klifruðum Hades í góðum aðstæðum og tókum efstu spannirnar líka sem voru frábærar. Þetta urðu 240 metrar af ánægulegu ísklifri, reyndar bætti Ágúst 50 metrum við hjá sér þar sem línan fraus í v-þræðingunni á þriðja síginu og Ágúst fór upp á prússik til að greiða úr því. Það var lærdómsríkt.

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.