Við Ágúst fórum í Villingadal sl laugardag. Þar var var gott að klifra og rákumst við á tvö önnur teymi þegar leið á daginn. Við vorum mættir við sólarupprás enda sólgnir í góðan ís. Klifruðum Hades í góðum aðstæðum og tókum efstu spannirnar líka sem voru frábærar. Þetta urðu 240 metrar af ánægulegu ísklifri, reyndar bætti Ágúst 50 metrum við hjá sér þar sem línan fraus í v-þræðingunni á þriðja síginu og Ágúst fór upp á prússik til að greiða úr því. Það var lærdómsríkt.