Að gerast félagi ÍSALP

Að gerast félagi í Íslenska alpaklúbbnum

Það að ganga í Ísalp er mjög einfalt, allt sem þú þarft að gera er að fylla út formið hér að neðan og við sendum þér reikning fyrir árgjaldinu beint á bankareikninginn þinn. Árgjaldið breytist lítillega á milli ára en er ávalt í hófi, sem stendur er það 6024 kr. Saga fjallamennsku á Íslandi er í stórum dráttum sú sama og saga Ísalp. Klúbburinn var stofnaður árið 1977 og stendur fyrir fjölda viðburða á hverju ári. Klúbburinn á einn fjallaskála í Tindfjöllum sem hann rekur og viðheldur. Einnig á Ísalp annan skála sem vonast er til að komist upp í Botnsúlur sem fyrst. Á hverju ári gefur klúbburinn árlega út ársrit um fjallamennsku á Íslandi. Á meðan klúbburinn er drifinn áfram af áhuga og ástríðu félaga sinna, þá ber það ekki eitt og sér uppi kostnað við þessi verkefni svo að við erum ávalt þakklát fyrir stuðning nýrra meðlima. Athugið að við þörfnumst kennitölu til að geta sent reikning í heimabanka og heimilisfang til að hægt sé að senda ársritið.

ÍSALP

Hlunnindi meðlima Ísalp