Ísklifuraðstæður 2023-2024

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2023-2024

  • Höfundur
    Svör
  • #84014
    Otto Ingi
    Participant

    Ég og Palli fórum í Múlafjall 4. nóvember. Komnar fínar mixaðstæður fyrir boltuðu leiðirnar.

    #84215
    Halldór Fannar
    Participant

    Við Bergur fórum í Villingadal í gær. Bæði Kerberos og Hades voru í góðum gír. Við tókum Kerberos þar sem annað teymi var á Hades. Það var lítill snjór í gilinu og klifruðum við því fyrst eina aðkomu spönn til að komast að meginfossinum. Síðan tókum við allan fossinn í einni 60m langri spönn sem var frábær. Til þess að forðast vatn sem draup báðum megin í fossinum þá var best að klifra hann upp miðjan sem gerði klifrið aðeins meira krefjandi. Það var 7 stiga frost og áin við veginn vel frosin en áin upp í gilið var allt annað en frosin. Það vakti furðu okkar þar sem hún er vatnsminni. Sennilega rennur heitara vatn í þeirri á. Sömu sögu er að segja um fossana. Það seytlaði ennþá töluvert vatn í þeim og þeir eiga eftir að vaxa umtalsvert á næstu vikum ef fram heldur sem horfir. Það var nægur ís fyrir tryggingar og margar skiluðu þurrum ískjarna.

    V-þræðing frá toppnum var nakinn þar sem ísinn þar var þurr. Vegna frosts og seytlandi vatns þá myndaðist nokkur brynja utan á línunum og lentum við í því að Sterling Hollowblock fraus fastur utan um línurnar á síginu (tvær 8.1mm Beal Ice Line). Eina lausnin var að skrúfa sig inn, fjarlæga autuoblock uppsetninguna og síga án þess. Það er í fyrsta sinn á löngum ferli sem undirritaður upplifir slíkt. Eftir að hafa Googlað aðeins þá er þetta þekkt vandamál með Hollowblock í ísklifri og algeng lausn er að sleppa þessari uppsetningu við svona aðstæður. Önnur lausn er að nota grennri spotta fyrir autoblock eða prussik.

    #84219
    Gunnar Már
    Participant

    Wierd Girls í Skálafelli var ágætum aðstæðum 9.12. Ísinn tók vel við skrúfum en síðasta haftið virkaði tæpt og laust frá berginu

    #84220
    Bjarki
    Participant

    Fór í Brynjudal og klifraði Afmælisgjöfin í fínum aðstæðum 9.12. Annað á svæðinu leit út fyrir að vera þunt eða þurfa meiri tíma

    #84242
    Bergur
    Participant

    Dauðsmannsfoss 10/12 með prokop – vel klifralegur en talsvert vatnsflæði bakvið ísinn, slepptum stutta haftinu efst þar sem það var mígandi blautt og virtist ekkert tengt við bergið á bakvið.

    talsverður ís í kjósinni, hrynjandi og allt þar í kring og spori litu vel út frá veginum.

    #84246
    Sissi
    Moderator

    Fór í Múlafjall 3. desember ásamt Freysa og Ága. Þar var þvílíkt teymi, Robbi, Siggi Tommi, Stebbi Kalli, Ottó, Palli og Hallgrímur. Tvö til viðbótar sem ég þekkti ekki. Boltuðu leiðirnar mjög fínar, og eitthvað þarna lengst til vinstri klifranlegt með skrúfum.

    Fórum aftur 9. des, ég, Freysi, Eyvi, Haukur Már, Ági og Þórhildur. Stígandi virkaði mjög ræfilslegur frá vegi. Fórum aftur í Testofuna, aðstæður eiginlega nákvæmlega eins. Virðist lítið sem ekkert rennsli vera þessa dagana.

    Freyr setti tvo hringi fyrir ofan Helga, topp akkeri þar. Einnig setti hann hring fyrir ofan bratta kaflann í Fyrirburanum (ef ég les þetta rétt).

    Skemmtilegt að þið fóruð í Weird Girls Gunnar Már, lítið farin leið sem er skemmtileg á skemmtilegum stað. Við vorum í spotta-öryggisgæslu fyrir danshópinn Weird Girls á þakinu á Höfðatorgi heilan dag fyrir ca. 15 árum í skítakulda og skutumst svo í hana í enn meiri skítakulda um kvöldið og skráðum, hún var fyrst farin löngu fyrr samt af öðrum (sjá topo).

    Sá líka að Palli og Hallgrímur fóru í Grafarfoss á sunnudag, svo hún virðist vera dottin inn. En eftir morgundaginn spáir rigningu og hita.

    • This reply was modified 4 months, 2 weeks síðan by Sissi.
    • This reply was modified 4 months, 2 weeks síðan by Sissi.
    #84287
    Halldór Fannar
    Participant

    Lengi lumar Hvalfjörðurinn á meiri skemmtun. Við Ágúst fórum á nýtt svæði við Hvalfjarðareyri 10. desember. Við uppgötvuðum þennan ís í lok síðasta tímabils og höfðum einfaldlega ekki tíma til að fara í þetta áður en vorið kom. En um helgina gafst tækifærið og mikið var þetta gaman.

    Ég er búinn að bæta þessu við á Hvalfjarðarsíðuna. Eins og sést þá er annar sektorinn ófarinn, þ.e. Sigurjón. Vonumst við til að aðrir ísalparar geri sér ferð – þetta er frábært æfingasvæði í afar kósí umhverfi. Reyndar sýndist okkur að Gunnar Már hefði farið í gær og því fögnum við innilega.

    #84296
    Gunnar Már
    Participant

    Jú mikið rétt við sáum þennan kósí sector á instagram og stukkum af stað áður en topo-ið kom á vefinn. Skröltum niður einhverja brekku sem er kannski ekkert endilega besta leiðin en líkega sú stysta. Mjög gott æfingasvæði, við leiddum upp einhverja WI 3+/4 línu nálægt miðjunni, settum upp toprope og fórum endalaust af ferðum á stuttum tíma. Geggjuð æfing eftir vinnu og komnir heim í kvöldmat.

    #84339
    Matteo
    Keymaster

    Went to Mulafjall today and climbed Scottish Leader M7 and Íste with mixed start M6
    Looks conditions are good all over the crag but lines are forming

    #84563
    Matteo
    Keymaster

    Climbed Kleifarfoss in Hvalfjordur. ok conditions.
    went checking in Brynjudalur: looks Orion and Yringur are ok but the rest of the valley looks very thin and only easy grades are climbable (not WI4 and above).
    Some lines in Mulafjall looks ok
    Eilifsdalur also looks to have ice but could not understand well because the sun was just above the lines and couldn’t see much.
    Vestrurbrunir Esja looks dry

    #84657
    Matteo
    Keymaster

    Climbed yesterday in Eastern part of Hlaðhamrar in Mulafjall.
    Some lines are ok, ice was wet and was snowing. a lot of umbrellas formed. we started exploring a new sector of the cliff more east then Musarindill A1 after the gully.

    #84659
    Matteo
    Keymaster

    Climbed yesterday in Eastern part of Hlaðhamrar in Mulafjall.
    Some lines are ok, ice was wet and was snowing. a lot of umbrellas formed. we started exploring a new sector of the cliff more east then Musarindill A1 after the gully.

    #84778
    Gunnar Már
    Participant

    55 gráður voru í ágætum en sólbökuðum aðstæðum í gær, fórum direct leiðina. Oliver loðflís leit út fyrir að vera klifranlegur. Tvíburagil er fullt af ís.

    Attachments:
    #85217
    Otto Ingi
    Participant

    Veturinn er ekki alveg búin, fór láglendisleiðina https://www.isalp.is/problem/fall-er-fararheill um helgina, en hún á nú bara örfáa daga eftir. Gæti trúað að leiðir í fullkomnum skugga og hátt uppi séu í góðum gír.

14 umræða - 1 til 14 (af 14)
  • You must be logged in to reply to this topic.