Laus sæti í stjórn

Fjögur sæti eru laus í stjórn, formaður, gjaldkeri og tvö sæti fyrir meðstjórnendur. Ert þú næsti (eða veistu um einhvern) stjórnarmeðlimur Ísalp?
Stjórnarseta er ekki mikið vinnuálag og stjórnin er ávalt skipuð frábæru fólki sem vill stuðla að framgangi og uppbyggingu fjallamennsku á Íslandi.
Framboð má senda á uppstillingarnefnd, Rúna, Sissi og Freysi (runathor@gmail.com, sissi@askur.org, freskur@gmail.com) og/eða stjorn@isalp.is

Comments

Skildu eftir svar