Ódyseifur

Hæð: 200m
Lengd leiðar: 400m
Tími: 6-8 tímar í klifri + tveir tímar niður
Aðkoma: 15 mín frá bíl
Útbúnaður: Léttur klettarakkur, hnetusett + 1/2 vinasett. Aðkoma er sunnan við Kambhorn, ekki hræðast blauta sanda, þeir eru harðari en sýnist…
Leiðin var unnin á árunum 1995-1998 af Guðjóni Snæ Steindórssyni og Snævarri Guðmundssyni. Einnig komu við sögu Björn Vilhjálmsson og Einar Steingrímsson auk Jóns Geirssonar en þeir tveir síðastnefndu tóku þátt þegar leiðin var klifin í heild, um verslunarmannahelgina 1998. Als voru farnar sex ferðir austur og í hverri ferð bættust ein til þrjár spannir við leiðina. Þegar upp var staðið var leiðin alls þrettán spannir. Höfðum við ekið alls um 7000km til að ljúka henni.
Í leiðina, sem er minnst 400m löng, voru settir inn meira en 40 boltar. Þá settum við samtímis og leiðin var leidd. Gabbróið í Vestrahorni er lítið sprungið og því vart hægt að tryggja me hnetum. Þar sem við boltuðum var ekki hægt að tryggja á annan hátt. Aðeins í tveim efstu spönnunnum eru engir boltar. Leiðin fylgir augljósustu línum, þ.e.a.s. sem við sáum út hverju sinni. Í hverri megintryggingu eru yfirleitt tveir boltar og því er auðvelt um vik að síga leiðina niður. Þó er bolti til þess að síga niður efstu 20m af toppinum en bergið þar er fremur varasamt. Eftir það er brölt niður brattar skriður og slöbb.
Leiðin byrjar við enda stóru syllunar og fylgir henni út að hryggnum. Þaðan liggur hún í stórum dráttum eftir honum. Erfiðasti kaflinn er spönn nr. 4 (5.8). Þar fyrir ofan eru horn og grófir klifraðar og í lokin upp í bogalaga grassprungu (spönn 7). Ofan hennar er farin grassylla sem liggur til vinstri (spönn 8). Þaðan er stefnan tekin á hornið. Á myndinni er leiðin merkt nokkuð nákvæmlega. Til þess að losna við það að villast er sniðugast að hafa myndina með þegar leiðin er klifuð til að forðast óþarfa tafir.
Snævarr Guðmundsson
Á seinni árum hefur nálægðin við sjóinn eitthvað farið illa með þessi 40 augu sem eru í leiðinni. Sögur herma að einhver þeirra hafi verið úr áli og að þau brotni nokkuð auðveldlega af veggnum. Núna eru þó nokkur ár liðin síðan leiðin var klifruð síðast og væri frábært ef einhver gæti skorið úr þessu fyrir okkur, ásamt því að gefa okkur ca gráður á spannirnar.
Klifursvæði | Vestrahorn |
Svæði | Kambhorn |
Tegund | Alpine |
Merkingar |