Rísandi vestari WI 4

Leið númer 2 (D2).

Rísandi vestari (hægri) var fyrsti stóri ísfossinn sem klifinn var í Múlafjalli. Eftir fyrsta haftið greinist ísfossinn í tvær rásir. Leiðin liggur upp hægri greinina sem er öllu erfiðara að klifra heldur en þá vinstri.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 21. apríl 1983

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Ice Climbing

Brynjudalur

Brynjudalur er annar tveggja dala innst í Hvalfirði. Dalurinn afmarkast af Múlafjalli í norðri en í suðri af Þrándarstaðarfjalli og Suðurfjalli. Botnsúlur blasa svo við enda dalsins í austri. Hér hefur verið klifrað allan hringinn í dalnum en þó mest í norðurhlíð dalsins. Norðurhlíð dalsins er suðurhlíð Múlafjalls en því má þó ekki rugla saman við klifursvæðið Múlafjall en það er í norðurhlíð fjallsins og snýr út í Botnsdal.

Tveir leiðarvísar hafa verið gefnir út fyrir Brynjudal. Sá fyrri var skrifaður af Snævarri Guðmundssyni og birtist hann í ársriti Ísalp árið 1990. Hann fjallaði um Hvalfjörð og Kjós, þar á meðal Brynjudalinn en aðeins Flugugil og Ýring. Hinn leiðarvísirinn skrifuðu Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson og kom hann fyrst út í kringum 2010 en hefur verið uppfærður nokkrum sinnum síðan. Sá leiðarvísir nær aðeins yfir Nálaraugað og Skógræktina. Eins og stendur nær enginn leiðarvísir yfir öll svæði í dalnum.

Svæðin í Brynjudal, talin upp í réttsælis röð, eru:

D. Stórihjalli
C. Ingunnarstaðir
B. Nálaraugað
Þ. Þyrnigerðið
A. Skógrækt
H. Hestagil
S. Sunnan til í dalnum
Ý. Ýringur
F. Flugugil

D – Stórihjalli

Back to top

Ysti sectorinn í Brynjudal, utan við Ingunnarstaði. Hér er búið að klifra eitthvað í gegnum tíðina en lítið sem ekkert hefur verið skráð.

D0 Baðöndin – WI 3
D1 Vegasaltið – WI 2
D2 Tokyo – WI 2+
D3 New York – WI 3
D4 Bahamas – WI 3
D5 Haraldsleið – WI 3
D6 Húsasundið – WI 2
D7 Kjötveisla – WI 3+
D8 Hawaiian – WI3+
D9 Minn tími er kominn – WI 4

 

C- Ingunnarstaðir

Back to top

Allt vestan við svæðií Byrynjudalsleiðavísinum og út að næsta hjalla. Hér er hellingur af léttum leiðum í WI 2 – 3 erfiðleikum. Eftir því sem nær dregur Nálaraugasectornum verða klettarnir brattari og nokkrar áhugaverðar línur er þar að finna. Hér á eftir að skrá nánast allt, svo að upplýsingar um klifur á þessum slóðum eru vel þegnar.

C1 Hvamm-Þórir – WI3
C2 Brynja – WI 3
C3 Refur hinn gamli – WI 3+
C4 Vatn og vellíðan – WI 5
C5
C6 Kvistlingur – WI 4
C7
C8 Með fjóra tigu nauta – WI- 3

 

B- Nálaraugað

Back to top

Svæði í Brynjudalsleiðavísi. Hér eru nokkrar klassískar leiðir eins og Snati og Nálaraugað en einnig eitthvað af nýrri leiðum eins og mixleiðin Svartur á leik.

B1. Árnaleið – WI 4
B2. Blindauga – WI 4+
B3. Þunnt milli þilja – WI 5+ R
B4. Svartur á leik – M 10
B5. Nálaraugað – WI 5
B6. Nálaraugað-afbrigði – M?
B7. Snati – WI 5+

 

Þ – Þyrnigerðið

Back to top

Tiltölulega nýtt svæði með tilkomu mixleiðarinnar Þyrnigerðisins og svo Tollheimtumanns tízkunar. Þessar tvær mixleiðir skiptu Nálaraugasvæðinu upp í tvennt og núna tilheyra Kisi, Hvutti og Seppi Þyrnigerðinu.

 

A – Skógrækt

Back to top

Svæðið sem er merkt í Brynjudalsleiðavísi

A1. Tappi – WI 3+
A2. Korkur – WI 3+
A3. Pilsner – WI 4+
A4. Kópavogsleiðin – WI 4
A5. Stout – WI 4+
A6. Porter – WI 4+
A7. Kútur – WI 3+
A8. Stútur – WI 3+
A9. Gambri – WI 3+
A10. Landi – WI 4
A11. Spíri – WI 4

 

H – Hestagil (Innst í dalnum)

Back to top

Hestagil er ís og mixklifursvæði í botni Brynjudals og er alls ekki augljóst. Það bíður upp a margar leiðir sem flestar eru ófarnar enn sem komið er. Erfiðleikar eru frá WI3 upp í mjög erfiðar mixaðar leiðir. Jafnvel má segja að Hestagil sé fyrsta ,,íssportklifursvæðið“ sem hér er að finna. Svæðið er mjög fallegt og fjölbreytilegt með mjög góðu bergi (eins og i Valshamri) og býður upp á erfiðar, ófarnar klettaklifurleiðir (5.11a-5.12b/c.). Rauðar línur á myndum eru ófarnar leiðir sem lofa góðu.

1. Ivan grimmi – WI 5+
2. Pétur mikli – WI 5
3. Hestafoss – WI 3
4. Pegasus – WI 5
5. Glófaxi – WI 5

 

S – Sunnan til í dalnum

Back to top

Sunnan til í dalnum eru fínustu leiðir sem gætu dottið í aðstæður fyrr en aðrar leiðir í Brynjudal þar sem þær snúa í norður. Innarlega og ofarlega eru leiðirnar Óli, Pétur og Stubbur. Utar í dalnum má svo finna Þrándarstaðarfossa rétt á undan Húsagili þar sem Ýringur er. Fyrir ofan leiðirnar Óla, Pétur og Stubb eru síðan nokkur auðveld og stutt þil sem hafa ekki verið skráð.

 

Ý – Ýringur

Back to top

Ýringur er stök leið í áberandi gili beint suður af Þrándarstöðum. Stutt aðkoma og sívinsæl leið.

 

F – Flugugil

Back to top

Stórt og djúpt gil sem hefur alskonar leiðir að geyma. Frægust af þeim er Óríon.

Austan til í Flugugili:

22. Skrekkur – WI 4
23. Rás 1 – WI 3
24. Rás 2 –  W 2
24a. Blómabörn – Gráða IV
25. Lensan – WI 3
26. Riddarinn – WI 3+
27. Snjórásin – WI 3
28. Óríon – WI 5
28a. Myoplex vöðvaflex – WI 5+
29. Litli Risinn – WI 3+

Vestantil í Flugugili:

Kertasnýkir – WI 5+

Rétt austan við Flugugil

Morgundögg – WI 4
Kvöldroði – WI 4+

Rétt vestan við Flugugil

Sólstafir – WI 3+/4
Tíbrá – WI 3+/4