Vesturgróf

Leið merkt sem 27.

AD, WI4. 200M. Sirka 2-4klst. FF: Helgi Benediktsson og Arnór Guðbjartsson.

Fyrsta vetrarleið í NV-veggnum. Löng og samfelld ís og snjóleið sem er bröttust í neðsta hluta. Leiðin sameinasta leiðum nr. 24, 25 og 26 undir háveggnum og fylgir þeim seinustu spönnina. Átta til tíu spannir.
Vestan við Rifið (Nr. 26) er gróf eða hvilft sem gengur upp í vegginn. Lykilhluti leiðarinnar er upp 15m langt íshaft í neðri hluta en eftir það er klifrað upp grófina með stefnu til vinstri á háhluta Rifsins. Vinstra megin við rifið er íshaft, bratt og er það seinni lykilhluti allra leiðanna í NV-veggnum.

Á milli Vesturgróf og Rifið liggur leið upp á við sem svipar til Vesturgrófs en söguna vantar.

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Suðvesturhorn

Löng snjóleið. Geta verið nokkur auðveld íshöft sem auðvelt er að sneiða hjá. Efst er ýmist farið upp gilið eða, ef snjór er mikill, upp hamrabeltil sunnan þess. 400m. Leið nr. 50 á mynd.

Kistufell Suðvesturhorn

Ofarlega í leiðinni. Mynd: Árni Stefán

Crag Esja
Sector Kistufell
Type Alpine

Rifið

Leið merkt sem 26.

Gráða III+/-IV, 200M, 1-4klst. FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson.

Fyrsta leiðin sem klifin var í NV Skessuhorns. Ein besta klettaleiðin í Skarðsheiði. Auðrötuð og sígild. Berg er misgott, en telst í heildina þokkalegt til klifurs. Leiðin er átta til tíu spannir með góðum megintryggingum.
Vestan megin í rifinu sem gengur neðst út úr meginveggnum, er greinileg kverk, sem liggur upp á rifið sjálft (III+). Eftir henni að meginveggnum.
Austan megin við rifið er afbrigði (26a), sem hefur verið klifrað að vetri til og vori, þegar snjór nær hátt upp á rifið. Er það greinilegur gilskorningur, eða gangur, auðklifinn í snjó en berg er afar laust. Nær gangurinn að meginveggnum.
Upp meginvegginn er rifinu fylgt og er það auðratað (hreyfingar af III. og IV. gráðu). Þegar háveggurinn (síðustu 40M) er klifinn er farið upp vinstra megin við rifið.

Góð ferðasaga frá fyrstu atrennu á Rifið árið 1979 með Bill Gregory og Birni Vilhjálmssyni finnst í Fréttariti nr 14. frá 1980 en þeir félagar neyddust til að snúa við eftir að hafa neyðst til að bívakka í 12 tíma stutt frá toppnum.

Skessuhorn rifid

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Miðrif

Leið nr. 47 á mynd.

Erfið og alvarlegg leið upp ísaða kletta.

Leiðin var klifruð upprunalega þannig að hún sameinaðist leið 46. Virkinu undir lykilkaflanum. Árið 1986 kláruðu Jón og Snævarr leiðina beint upp og heitir hún Miðrif.

Í heild er Miðrif af lV. gráðu en með hreyfingum af V. gráðu og A1 í lykilkaflanum.

Miðrifsafbrygði er gráða: 4+, 200m

FF.: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 4. mars 1984.

Crag Esja
Sector Suðurbrúnir
Type Alpine

Skessuþrep

Leið merkt sem 25.

AD+, WI4+. 200M, sirka 5klst. FF: Broddi Magnússon og Páll Sveinsson.

Austurgrófin er í raun viðamikil hvilft í veggnum sem gefur kost á fleiri en einni leið. Beinusut og reglulegustu línurnar eru leiðir 24 og 25. Leið 25 er vestar. Lykilkaflarnir eru tvær fyrstu spannirnar en eftir það sameinast hún leið 24.

 

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Dúett WI 4

Mynd óskast

25m

Fyrst farin Jan. ´90: Jón Þorgrímsson, Stefán S Smárason
Hæsti fossinn í austurhlíðum Þórnýjartinds. Fjöldi
styttri fossa í léttari kantinum er á þessu svæði og
henta vel fyrir þá sem eru að byrja að spreyta sig í
sportinu.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Uno WI 4

Lengst til hægri á mynd, í endanum á Tríó hvelfingunni.

20m

Þægileg leið í litlu gili beint á móti Tríó (í sömu hvelfingu).

FF: Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Heiða Jónsdóttir og Skarphéðinn Halldórsson, desember 2008.

 

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Tríó WI 5

Leið merkt inn sem B1, a), b) og c) á mynd

60m

Fyrst farin Jan. ´88: Guðmundur H Christensen, Snævarr Guðmundss., Páll Sveinsson
Í áberandi gili norðan við snjóleið á Þórnýjartind,
miðja leið inn dalinn. Fossinn skiptist í tvö ísþil og
er það efra hærra og erfiðara. Fossinn klofnar í þrjár
greinilega súlur.

a) vinstra kertið er venjulega erfiðast , WI5 í
venjulegu árferði og vantar oft í efsta partinn.
FF: Einar Stefánsson og Kristján Maack

b) orginallinn (miðjukertið) er WI4+/5

c) hægra kertið er svipað erfitt og b).
FF: PS og GHC
NB varasamur snjóflóðafarvegur liggur niður
afbrigði c) og ber því að varast hana ef snjóalög eru
ótraust.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Eystri gróf

Leið merkt sem 24.

AD, WI4. 200M, 2-4klst. FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson.

Farið er upp íslænuna austan við leið nr. 25. Tvö íshöft eru í fyrstu spönninni. Áfram upp lænuna og lítið eitt til vinstri, að brattri ísrennu. Upp hana og næsta íshaft, þá með hliðrun til hægri. Þar fyrir ofan er sveigt upp grófina til hægri uns leiðin sameinast leið nr. 26 á áberandi snjóskafli. Upp þá leið.

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Ópið M 5

Leið merkt inn sem A10 á mynd

100m WI 6 M 5

Fyrst farin 8. mar ´09: Róbert Halldórsson, Sigurður T. Þórisson, Guðjón S Steindórsson
Leiðin liggur hægra megin í hvelfingunni hjá
Þilinu. Fyrri spönnin er 50-60m upp allt slabbið
undir stóra slúttinu (WI4+). Seinni spönnin þræðir
klakabunka ofan slabbsins (15m), þaðan í um 5m
(tortryggða) mixklifurhliðrun (M5) og út á
dinglandi kertið. Kertinu er fylgt upp fyrir slúttið
um 5m í ágætis hvíld bakvið kertið. Síðustu 10-15m
eru svo klifraðir utan á lóðréttu kertinu og í bröttu
frauði/snís upp á brún.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Mix Climbing

Þilið WI 5

Leið merkt inn sem A9 á mynd

100m

Fyrst farin Feb ´91: Páll Sveinsson, Guðmundur H Christensen
Überklassík. Leið sem allir málsmetandi ísklifarar
verða að fara. Yfirleitt farin í þremur spönnum,
40m WI4 fyrsta spönn, svo 30m WI4-5 önnur
spönn og svo 30m WI5 lokaspönn sem endar í
bröttu snjóklifri upp á brún.
NB oft er stór hellir í lok 2. spannar, þar sem
þægilegt er að gera stans.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Video

(Icelandic)