Súlutindur

Súla (694 m) stendur vestan megin í Skeiðarárjökli. Súlutindur er fallegur 60 m hár tindur en er víst úr alveg gífulega rotnu og ótraustu bergi.

Tindurinn hefur aðeins verið klifinn einu sinni, lýsing teymisins var: Ekki reyna þetta!

FF: Ari Hauksson,  Björgvin Richardsson, Jón Haukur Steingrímsson og Valdimar Harðarson, sumar 1990.

SÚLA 1990 – Eftir Björgvin Richardsson

Einn af frægari klettadröngum landsins er Súla í Súlutindum. Ferðamenn sem stóðu við Lómagnúp og horfðu yfir Skeiðarársand, þegar Skeiðará og Gígja ólmuðust fram með miklu jakareki, hafa eflaust hvílt augun á vatnsflaumnum og skondrað sjónum til Súlutinda. Súlutindar standa næst sporði Skeiðarárjökuls að vestan og halda honum í horfinu þeim megin. Súla, sem tindarnir draga nafn sitt af, er sextíu metra hár drangur sem stendur í einu skarðinu er myndast hefur í tindaranann. Ekki eru nú berglögin merkileg til klifurs þarna, eins og víða annars staðar í nágrenninu skiptast á blágrýtis- og móbergslög ýmiskonar, með grotnum millilögum og innskotum í bland. Súla stendur fremst á rana sem gengur út frá fjallinu. Hægt er að ganga í kringum hana á stalli sínum, allavega þeir sem ekki eru mjög lofthræddir. Stallurinn hallar frá berginu og víða er laust undir fæti. Allt að þrjú hundruð metra fall niður í jökul eða skriður eru ekki beint vænlegur kostur, þannig að betra er að fara varlega.

Við félagarnir þekktum Súlu eingöngu af afspurn þegar við ákváðum að reyna að klifra hana í fyrsta skipti. Eitthvað höfðum við frétt af öðrum sem höfðu reynt sig við hana. Ekki höfðu þeir sömu nú komist langt og skyldist okkur að þar væri mest lausu bergi um að kenna. Við töldum okkur alvana við slíkar aðstæður og ætluðum að taka þetta með trompi. Í haustferð hjálparsveitarinnar var ekið sem leið lá í Núpsstaðaskóg, en þaðan er tveggja tíma ganga að Súlu. Nokkrir félagar fylgdu með sem ekki ætluðu að klifra, en voru óspart notaðir sem burðarmenn. Nokkur búnaður fylgdi með í ferðinni, fimm klifurlínur, talsvert magn fleyga og annarra festingartóla og mikið af spottum til að bregða utan um snaga og steina. Við vorum álíka þungir og veðrið, þegar við komum að Súlu var komin slydda og hráslagalegt veður. Klifrið hófum við samt sem áður en gekk hægt. Kristján Maack klifraði með mér og fékk þann heiður að hefja klifrið.

Fyrsta haftið er áberandi breiðasti hluti súlunnar, um tuttugu metra hátt. Gert úr einhverju sem mætti sjálfsagt kalla móberg en er mikið brotið. Upp komst Kristján og á stóra öxl sem stóð út úr, tilvalin til að skipta um fyrsta mann. Ég fékk þann heiður að taka næstu spönn. Hliðraði eftir syllu og spennti mig inn í gróf á milli tveggja rifa sem voru viðkomu eins og rauðamöl. Enda þorði ég ekki að ýta fast við þeim, þetta dúaði allt saman. En upp á næstu syllu komst ég með harmkvælum og þarnæstu meira að segja líka. Er þangað var komið taldist okkur til að við hefðum klifið um fjörtíu og fimm hæðarmetra. Vegalengdin var þó töluvert lengri. En þetta var líka búið að taka átta klukkutíma í leiðinda veðri. Nú voru ekki nema fimmtán metrar eftir upp á topp. En þeir voru ansi strembnir.

Hugtakið laust berg fær alveg nýja vídd á Súlu. Fram að þessu höfðum við verið að klifra í venjulegu lausu íslensku bergi. En síðustu fimmtán metrarnir á Súlu eru martröð fjallamannsins. Við reyndum eins og við gátum að finna færa leið en varð lítið ágengt. Það var sama hvað togað var í, allt lét undan. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessi hluti Súlu skuli standa undir eigin þyngd. Ekki var heldur mikið öryggi yfir aðgerðum okkar, við þorðum varla að setjast í tryggingar þær sem við höfðum þó komið inn. Engin sylla var til að standa á, aðeins flái sem hægt var að halla sér uppað. Ekki margt hægt að gera í stöðunni. Eða eins og góður maður skrifaði nokkru síðar:

“En þar sem við stóðum norpandi efst í súlunni, skíthræddir vegna lélegra trygginga og grjóthruns og alveg að koma myrkur, varð okkur ljóst að ekki yrði þessi ferð til fjár og héldum því niður með skottið lafandi”.

Þremur árum síðar vorum við búnir að gleyma lausu berginu og hengifluginu fyrir neðan. Harðir á því að við værum orðnir miklu klárari en síðast og færum létt með þetta núna. Var haldið af stað í annað sinn. Aftur hlupu sveitarfélagar undir bagga með aðföng, en í þetta sinn var veður eins gott og hægt var að hugsa sér. Í sól og sumaryl vorum við snöggir að komast jafn hátt og síðast. Jón Haukur Steingrímsson hafði bæst í hópinn og saman komum við inn eins miklu af festingum og við gátum undir síðasta hjallanum. Síðan var farið í að reyna að finna færa leið upp það litla sem eftir var. En þrátt fyrir góðan vilja og margar tilraunir sá Súlan við okkur aftur. Allt sem tekið var á kom út og það eina sem vannst var að gera leiðina brattari með því að moka hálfgerðan stall í hlíðina.

En það er ekki í orðaforða okkar að gefast upp. Ári síðar vorum við komnir upp í Súlu í þriðja sinn. Kristján var ekki með í þetta sinn, en ásamt okkur Jón Hauk voru þarna þeir Ari Hauksson og Valdimar Harðarson. Nú átti að gera úrslitatilraun. Eitt af því sem hafði háð okkur hvað mest við toppatilraunirnar var lausa bergið. Ekki eingöngu vegna þess hvað það var ótryggt til klifurs, heldur miklu frekar að varla var nokkur leið að koma inn festingum sem gætu haldið ef sá sem var að klifra félli niður. Nú átti að gera allt sem hægt var til að gera toppatilraun öruggari. Við skildum Valda eftir á næstu syllu fyrir neðan og settum inn fleyga og hnetur og lykkjur um steina. Þetta var tengt upp á þann stað sem við höfðum komist hæst áður með stálvír. Þar uppi settum við síðan inn allt það sem hægt var til tryggingar. Við vorum að vona, að ef forgöngumaður dytti, gætu þeir tveir sem næst sátu stöðvað fallið. Ef ekki átti stálvírinn niður á næstu syllu að gera það og fallið á öllum þremur átti því ekki að verða nema fimmtán metrar í viðbót. Við myndum allavega ekki lenda niðri í jökli. Jón Haukur var best stemmdur til klifurs þennan daginn og var því sjálfkjörinn til að reyna við toppinn. Hann var lengi að munda sig við upphafið og týndi út hvern steininn á fætur öðrum eins og sannur jarðfræðingur áður en hann lagði af stað. Hann segir sjálfur svo frá:

Ári síðar. Ætlar þú að byrja eða á ég að prófa fyrst? Yngri fyrir eldri var svarið, nokkrum hreyfingum seinna var ég kominn út á hornið þar sem fyrri tilraunum lauk. Grjótið hafði lítið breyst síðan síðast, en eitthvað var meira komið inn af tryggingum þar sem strákarnir sátu. Eftir um klukkutíma grjótnám úti á horninu voru tvær litlar hnetur komnar inn á milli steina sem ekki var hægt að losa með berum höndum, steinarnir voru ekki fastari en svo að með litlu átaki hefði verið hægt að losa þá. En til þess átti helst ekki að koma. Efstu fimmtán metrarnir eru úr fremur smágerðu kubbabergi, sem auðveldlega er hægt að tína í sundur. Allt var þetta spurning um eina hreyfingu og svo var ekki aftur snúið. Úti á horninu sá ég ekki framhaldið, en við vissum að það væri ekki alveg lóðrétt fyrir ofan og hlyti því að vera léttara. Eftir að hafa talið í mig kjark voru tvær snöggar hreyfingar og þá faðmaði ég 80° brattan hrygg úr kubbabergi. Blóðið nánast fraus þegar ég byrjaði að taka í hugsanlegar handfestur því allar enduðu þær 300 metrum neðar í Skeiðarárjökli. Í góða stund stóð ég á viðnáminu og jafnvæginu einu saman, það var bókstaflega ekki hægt að taka í neitt. Eftir drjúgan tíma var ég búinn að moka holur fyrir handfestur, ennþá var ekki hægt að taka í neitt, í stað þess ýtti ég mér áfram á höndunum. Það mátti reyndar ekki seinna vera því fótfesturnar voru rétt að liðast í sundur undan öllu bröltinu í mér. Á þennan hátt náði ég smátt og smátt að mjakast upp eftir hryggnum, með því að moka út handfestur og ýta mér upp á þeim áður en fótfesturnar liðuðust í sundur. Um þrjá metra undir toppnum breytti um berggerð, þar voru stærri steinar og smá stallur sem hægt var að standa á án þess að vera með lífið gjörsamlega og bókstaflega í lúkunum. Þar náði ég að koma inn fyrstu hnetunni sem hugsanlega gat haldið falli. Þaðan var nánast formsatriði að komast upp á toppinn. Toppurinn er sundurlaus grjóthrúga sem hæfir ágætlega að sitja klofvega á, eftir smá púst sveiflaði ég línunni tvo hringi í kringum toppinn og batt allt fast, “það skiptir þá minna máli í hvaða átt maður dettur fram af þessu hrúgaldi”. Smá hvíld meðan hjartað hægði á sér og svo ógurlegt öskur. Strákarnir sögðu seinna að þeir hefðu haldið að ég væri á leiðinni niður ásamt nokkur hundruð kílóum af grjóti.

Þegar við Ari heyrðum stríðsöskrið ofanfrá, litlum við skelfdir hvor á annan, hafði hann komist upp eða var hann að detta? Við kýttum í herðarnar eins og svo oft áður og héldum fast í línuna. Við vorum búnir að vera þarna vel á annan tíma í stöðugu grjóthruni. Fláinn sem við vorum á var ekki skjólbetri en svo fyrir grjóthruninu frá Jón Hauk að steinarnir lentu stundum á tánum á okkur, sem voru sem betur fer vel varðar inni í plastskónum. En drengnum hafði tekist langþráð ætlunarverk, hann var kominn á toppinn. Skömmu síðar var hann búinn að tryggja línuna og við gátum lagt af stað. Þegar ég klifraði upp til hans varð mér um og ó. Ég skildi vel af hverju allt þetta grjótmagn hafði streymt niður fjallið undan honum, þarna stóð varla steinn yfir steini. Eða eins og Jón Haukur hafði kallað, skömmu áður en hann kom á sjálfan tindinn: “Ég held að það sé hægt að horfa í gegnum hana.”

Svipurinn á félögum okkar, þeim Ara og Valda var líka ekki beint frýnilegur þegar þeir komu upp línuna, líkt og við Jón Haukur voru þeir skíthræddir við bergið, það var sama hvar maður rak sig í, allsstaðar hrundi eitthvað niður. Það skyldi það í raun enginn hvernig Jón Haukur hafði farið að þessu, öll eðlisfræðilögmál mæltu gegn því að hægt væri að klífa þennan síðasta hluta.

Við nutum stundarinnar, komnir á langþráðan tind Súlu. Kannski var sigurgleðin mest, þegar úti í skarðinu birtust félagar okkar, sem höfðu aðstoðað við burðinn en skroppið í göngutúr að Grænalóni í millitíðinni. Mikil fagnaðaróp rufu fjallakyrðina.
Eftir hefðbundnar toppamyndatökur var síðasti, og jafnframt einn hættulegasti hluti ferðarinnar þó eftir, að komast niður. Ég leit á Valda og spurði hvað hann langaði mest til núna. Svarið sem kom er orðið að hálfgerðum frasa hjá okkur við svipaðar aðstæður síðar: “Komast niður aftur”. Að síga sextíu metra nær lóðrétt niður, í mjög lausu bergi, er langt frá því að vera hættulaust. Alltaf er hætta á því að línan ýti við lausum steinum og hendi þeim niður. Við sigum niður efsta hlutann og stoppuðum á syllunni þar sem Valdi hafði beðið. Á leiðinni tókum við út allar festurnar sem við höfðum sett inn. Það var ekki sjón að sjá stálvírinn. Þetta var sex millimetra stálvír, þríþættur. Tveir þættir af honum voru í sundur og einn hékk á bláþræði. Það var ljóst að hann hefði ekki haldið neinu falli. Grjóthrunið hafði farið svo illa með hann að hann hefði hrokkið í sundur við minnsta álag.

En við komumst niður í tveimur sigum til viðbótar. Það var þó ekki fyrr en við stóðum á hryggnum hjá félögum okkar í öruggri fjarlægð frá drangnum að við önduðum léttar og þorðum að slaka á. Þó hann hryndi allur núna gæti hann ekki skaðað okkur. Sigurvíman bjó lengi með okkur og það var kannski eins gott að tveggja stunda gangur var niður í Núpsstaðaskóg að tjöldunum til að losna við allt adrenalínið. Það sem okkur þótti þó best var að þurfa aldrei aftur að klífa Súlu, þeim kafla var lokið.

Við vorum ekki kallaðir landsliðið í drulluspíruklifri fyrir ekki neitt – taki nú aðrir við!

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skeiðarárjökull
Tegund Alpine
Merkingar

1 related routes

Súlutindur

Súla (694 m) stendur vestan megin í Skeiðarárjökli. Súlutindur er fallegur 60 m hár tindur en er víst úr alveg gífulega rotnu og ótraustu bergi.

Tindurinn hefur aðeins verið klifinn einu sinni, lýsing teymisins var: Ekki reyna þetta!

FF: Ari Hauksson,  Björgvin Richardsson, Jón Haukur Steingrímsson og Valdimar Harðarson, sumar 1990.

SÚLA 1990 – Eftir Björgvin Richardsson

Einn af frægari klettadröngum landsins er Súla í Súlutindum. Ferðamenn sem stóðu við Lómagnúp og horfðu yfir Skeiðarársand, þegar Skeiðará og Gígja ólmuðust fram með miklu jakareki, hafa eflaust hvílt augun á vatnsflaumnum og skondrað sjónum til Súlutinda. Súlutindar standa næst sporði Skeiðarárjökuls að vestan og halda honum í horfinu þeim megin. Súla, sem tindarnir draga nafn sitt af, er sextíu metra hár drangur sem stendur í einu skarðinu er myndast hefur í tindaranann. Ekki eru nú berglögin merkileg til klifurs þarna, eins og víða annars staðar í nágrenninu skiptast á blágrýtis- og móbergslög ýmiskonar, með grotnum millilögum og innskotum í bland. Súla stendur fremst á rana sem gengur út frá fjallinu. Hægt er að ganga í kringum hana á stalli sínum, allavega þeir sem ekki eru mjög lofthræddir. Stallurinn hallar frá berginu og víða er laust undir fæti. Allt að þrjú hundruð metra fall niður í jökul eða skriður eru ekki beint vænlegur kostur, þannig að betra er að fara varlega.

Við félagarnir þekktum Súlu eingöngu af afspurn þegar við ákváðum að reyna að klifra hana í fyrsta skipti. Eitthvað höfðum við frétt af öðrum sem höfðu reynt sig við hana. Ekki höfðu þeir sömu nú komist langt og skyldist okkur að þar væri mest lausu bergi um að kenna. Við töldum okkur alvana við slíkar aðstæður og ætluðum að taka þetta með trompi. Í haustferð hjálparsveitarinnar var ekið sem leið lá í Núpsstaðaskóg, en þaðan er tveggja tíma ganga að Súlu. Nokkrir félagar fylgdu með sem ekki ætluðu að klifra, en voru óspart notaðir sem burðarmenn. Nokkur búnaður fylgdi með í ferðinni, fimm klifurlínur, talsvert magn fleyga og annarra festingartóla og mikið af spottum til að bregða utan um snaga og steina. Við vorum álíka þungir og veðrið, þegar við komum að Súlu var komin slydda og hráslagalegt veður. Klifrið hófum við samt sem áður en gekk hægt. Kristján Maack klifraði með mér og fékk þann heiður að hefja klifrið.

Fyrsta haftið er áberandi breiðasti hluti súlunnar, um tuttugu metra hátt. Gert úr einhverju sem mætti sjálfsagt kalla móberg en er mikið brotið. Upp komst Kristján og á stóra öxl sem stóð út úr, tilvalin til að skipta um fyrsta mann. Ég fékk þann heiður að taka næstu spönn. Hliðraði eftir syllu og spennti mig inn í gróf á milli tveggja rifa sem voru viðkomu eins og rauðamöl. Enda þorði ég ekki að ýta fast við þeim, þetta dúaði allt saman. En upp á næstu syllu komst ég með harmkvælum og þarnæstu meira að segja líka. Er þangað var komið taldist okkur til að við hefðum klifið um fjörtíu og fimm hæðarmetra. Vegalengdin var þó töluvert lengri. En þetta var líka búið að taka átta klukkutíma í leiðinda veðri. Nú voru ekki nema fimmtán metrar eftir upp á topp. En þeir voru ansi strembnir.

Hugtakið laust berg fær alveg nýja vídd á Súlu. Fram að þessu höfðum við verið að klifra í venjulegu lausu íslensku bergi. En síðustu fimmtán metrarnir á Súlu eru martröð fjallamannsins. Við reyndum eins og við gátum að finna færa leið en varð lítið ágengt. Það var sama hvað togað var í, allt lét undan. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessi hluti Súlu skuli standa undir eigin þyngd. Ekki var heldur mikið öryggi yfir aðgerðum okkar, við þorðum varla að setjast í tryggingar þær sem við höfðum þó komið inn. Engin sylla var til að standa á, aðeins flái sem hægt var að halla sér uppað. Ekki margt hægt að gera í stöðunni. Eða eins og góður maður skrifaði nokkru síðar:

“En þar sem við stóðum norpandi efst í súlunni, skíthræddir vegna lélegra trygginga og grjóthruns og alveg að koma myrkur, varð okkur ljóst að ekki yrði þessi ferð til fjár og héldum því niður með skottið lafandi”.

Þremur árum síðar vorum við búnir að gleyma lausu berginu og hengifluginu fyrir neðan. Harðir á því að við værum orðnir miklu klárari en síðast og færum létt með þetta núna. Var haldið af stað í annað sinn. Aftur hlupu sveitarfélagar undir bagga með aðföng, en í þetta sinn var veður eins gott og hægt var að hugsa sér. Í sól og sumaryl vorum við snöggir að komast jafn hátt og síðast. Jón Haukur Steingrímsson hafði bæst í hópinn og saman komum við inn eins miklu af festingum og við gátum undir síðasta hjallanum. Síðan var farið í að reyna að finna færa leið upp það litla sem eftir var. En þrátt fyrir góðan vilja og margar tilraunir sá Súlan við okkur aftur. Allt sem tekið var á kom út og það eina sem vannst var að gera leiðina brattari með því að moka hálfgerðan stall í hlíðina.

En það er ekki í orðaforða okkar að gefast upp. Ári síðar vorum við komnir upp í Súlu í þriðja sinn. Kristján var ekki með í þetta sinn, en ásamt okkur Jón Hauk voru þarna þeir Ari Hauksson og Valdimar Harðarson. Nú átti að gera úrslitatilraun. Eitt af því sem hafði háð okkur hvað mest við toppatilraunirnar var lausa bergið. Ekki eingöngu vegna þess hvað það var ótryggt til klifurs, heldur miklu frekar að varla var nokkur leið að koma inn festingum sem gætu haldið ef sá sem var að klifra félli niður. Nú átti að gera allt sem hægt var til að gera toppatilraun öruggari. Við skildum Valda eftir á næstu syllu fyrir neðan og settum inn fleyga og hnetur og lykkjur um steina. Þetta var tengt upp á þann stað sem við höfðum komist hæst áður með stálvír. Þar uppi settum við síðan inn allt það sem hægt var til tryggingar. Við vorum að vona, að ef forgöngumaður dytti, gætu þeir tveir sem næst sátu stöðvað fallið. Ef ekki átti stálvírinn niður á næstu syllu að gera það og fallið á öllum þremur átti því ekki að verða nema fimmtán metrar í viðbót. Við myndum allavega ekki lenda niðri í jökli. Jón Haukur var best stemmdur til klifurs þennan daginn og var því sjálfkjörinn til að reyna við toppinn. Hann var lengi að munda sig við upphafið og týndi út hvern steininn á fætur öðrum eins og sannur jarðfræðingur áður en hann lagði af stað. Hann segir sjálfur svo frá:

Ári síðar. Ætlar þú að byrja eða á ég að prófa fyrst? Yngri fyrir eldri var svarið, nokkrum hreyfingum seinna var ég kominn út á hornið þar sem fyrri tilraunum lauk. Grjótið hafði lítið breyst síðan síðast, en eitthvað var meira komið inn af tryggingum þar sem strákarnir sátu. Eftir um klukkutíma grjótnám úti á horninu voru tvær litlar hnetur komnar inn á milli steina sem ekki var hægt að losa með berum höndum, steinarnir voru ekki fastari en svo að með litlu átaki hefði verið hægt að losa þá. En til þess átti helst ekki að koma. Efstu fimmtán metrarnir eru úr fremur smágerðu kubbabergi, sem auðveldlega er hægt að tína í sundur. Allt var þetta spurning um eina hreyfingu og svo var ekki aftur snúið. Úti á horninu sá ég ekki framhaldið, en við vissum að það væri ekki alveg lóðrétt fyrir ofan og hlyti því að vera léttara. Eftir að hafa talið í mig kjark voru tvær snöggar hreyfingar og þá faðmaði ég 80° brattan hrygg úr kubbabergi. Blóðið nánast fraus þegar ég byrjaði að taka í hugsanlegar handfestur því allar enduðu þær 300 metrum neðar í Skeiðarárjökli. Í góða stund stóð ég á viðnáminu og jafnvæginu einu saman, það var bókstaflega ekki hægt að taka í neitt. Eftir drjúgan tíma var ég búinn að moka holur fyrir handfestur, ennþá var ekki hægt að taka í neitt, í stað þess ýtti ég mér áfram á höndunum. Það mátti reyndar ekki seinna vera því fótfesturnar voru rétt að liðast í sundur undan öllu bröltinu í mér. Á þennan hátt náði ég smátt og smátt að mjakast upp eftir hryggnum, með því að moka út handfestur og ýta mér upp á þeim áður en fótfesturnar liðuðust í sundur. Um þrjá metra undir toppnum breytti um berggerð, þar voru stærri steinar og smá stallur sem hægt var að standa á án þess að vera með lífið gjörsamlega og bókstaflega í lúkunum. Þar náði ég að koma inn fyrstu hnetunni sem hugsanlega gat haldið falli. Þaðan var nánast formsatriði að komast upp á toppinn. Toppurinn er sundurlaus grjóthrúga sem hæfir ágætlega að sitja klofvega á, eftir smá púst sveiflaði ég línunni tvo hringi í kringum toppinn og batt allt fast, “það skiptir þá minna máli í hvaða átt maður dettur fram af þessu hrúgaldi”. Smá hvíld meðan hjartað hægði á sér og svo ógurlegt öskur. Strákarnir sögðu seinna að þeir hefðu haldið að ég væri á leiðinni niður ásamt nokkur hundruð kílóum af grjóti.

Þegar við Ari heyrðum stríðsöskrið ofanfrá, litlum við skelfdir hvor á annan, hafði hann komist upp eða var hann að detta? Við kýttum í herðarnar eins og svo oft áður og héldum fast í línuna. Við vorum búnir að vera þarna vel á annan tíma í stöðugu grjóthruni. Fláinn sem við vorum á var ekki skjólbetri en svo fyrir grjóthruninu frá Jón Hauk að steinarnir lentu stundum á tánum á okkur, sem voru sem betur fer vel varðar inni í plastskónum. En drengnum hafði tekist langþráð ætlunarverk, hann var kominn á toppinn. Skömmu síðar var hann búinn að tryggja línuna og við gátum lagt af stað. Þegar ég klifraði upp til hans varð mér um og ó. Ég skildi vel af hverju allt þetta grjótmagn hafði streymt niður fjallið undan honum, þarna stóð varla steinn yfir steini. Eða eins og Jón Haukur hafði kallað, skömmu áður en hann kom á sjálfan tindinn: “Ég held að það sé hægt að horfa í gegnum hana.”

Svipurinn á félögum okkar, þeim Ara og Valda var líka ekki beint frýnilegur þegar þeir komu upp línuna, líkt og við Jón Haukur voru þeir skíthræddir við bergið, það var sama hvar maður rak sig í, allsstaðar hrundi eitthvað niður. Það skyldi það í raun enginn hvernig Jón Haukur hafði farið að þessu, öll eðlisfræðilögmál mæltu gegn því að hægt væri að klífa þennan síðasta hluta.

Við nutum stundarinnar, komnir á langþráðan tind Súlu. Kannski var sigurgleðin mest, þegar úti í skarðinu birtust félagar okkar, sem höfðu aðstoðað við burðinn en skroppið í göngutúr að Grænalóni í millitíðinni. Mikil fagnaðaróp rufu fjallakyrðina.
Eftir hefðbundnar toppamyndatökur var síðasti, og jafnframt einn hættulegasti hluti ferðarinnar þó eftir, að komast niður. Ég leit á Valda og spurði hvað hann langaði mest til núna. Svarið sem kom er orðið að hálfgerðum frasa hjá okkur við svipaðar aðstæður síðar: “Komast niður aftur”. Að síga sextíu metra nær lóðrétt niður, í mjög lausu bergi, er langt frá því að vera hættulaust. Alltaf er hætta á því að línan ýti við lausum steinum og hendi þeim niður. Við sigum niður efsta hlutann og stoppuðum á syllunni þar sem Valdi hafði beðið. Á leiðinni tókum við út allar festurnar sem við höfðum sett inn. Það var ekki sjón að sjá stálvírinn. Þetta var sex millimetra stálvír, þríþættur. Tveir þættir af honum voru í sundur og einn hékk á bláþræði. Það var ljóst að hann hefði ekki haldið neinu falli. Grjóthrunið hafði farið svo illa með hann að hann hefði hrokkið í sundur við minnsta álag.

En við komumst niður í tveimur sigum til viðbótar. Það var þó ekki fyrr en við stóðum á hryggnum hjá félögum okkar í öruggri fjarlægð frá drangnum að við önduðum léttar og þorðum að slaka á. Þó hann hryndi allur núna gæti hann ekki skaðað okkur. Sigurvíman bjó lengi með okkur og það var kannski eins gott að tveggja stunda gangur var niður í Núpsstaðaskóg að tjöldunum til að losna við allt adrenalínið. Það sem okkur þótti þó best var að þurfa aldrei aftur að klífa Súlu, þeim kafla var lokið.

Við vorum ekki kallaðir landsliðið í drulluspíruklifri fyrir ekki neitt – taki nú aðrir við!

Skildu eftir svar