Sólei

Leið merkt sem 31

AD+, WI4. 250M FF: Björgvin Richardsson og Óskar Þorbergsson, 1986.

Sólei er alvarleg og erfið ísklifurleið í eystri hluta Skarðshorns. Með því að tengja hana við efri hluta leiðar nr. 31, Austurrif fæst einhver albesta ísklifurleið á Íslandi (sjá leiðarlýsingar fyrir Dreyra og Austurrif).
Neðri hluti Sólei inniheldur meginerfiðleikana auk leiðarvals í fyrstu spönn. Ísskrúfur eru notaðar í megintryggingar. Hafa skal meðferðis 2-3 bergfleyga. Leiðin er 3-4 spannir, auðveldari í efri hluta.
Úr miðgilinu er haldið upp vinstra megin í fyrstu, upp brött höft og svo upp á við til hægri, undir klettarifið hægra megin við gilið. Eftir það er augljóst ísgil með nokkrum íshöftum, uns það eyðist út í efri hluta og gengur að lokum út á háöxlina undir Austurrifi. Af henni er tilvalið að halda áfram upp rifið eftir leið 31. Að öðrum kosti er hliðrað út undir austurhluta rifsins.

 

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skarðshorn
Tegund Alpine
Merkingar

8 related routes

Jóka póka WI 5

Leið merkt sem 31b.

Gráða WI5, FF: Páll Sveisson, Guðmundur Helgi og Jórun Harðardóttir, Örugglega eitthvað í kringum 1990.

Næsta skál/gil til hægri/vestur miðað við Sóley og Dreyra. Flott leið og alls ekki síðri heldur en Dreyri.

Mestu erfiðleikarnir eru í fyrstu tveim spönnunum sem geta verið allt að 5 gráðu ísklifur, oft er þó hægt að krækja frá helstu erfiðleikum. Síðan kemur snjóklifur með nokkrum íshöftum upp á hrygginn sjálfan þar sem leiðin sameinast öðrum leiðum á svæðinu (Dreyra, Sóley, Austurrif, Skarðshryggur o.s.fr.) síðasta spönninn getur oft verið frauð sem erfitt getur verið að tryggja. Ef mönnum lýst ekki á síðustu spönnina þá er auðvelt að hliðra út í niðurgöngugilið til austurs. Ekki er hægt að komast út úr fyrstu tveim spönnunum nema síga niður.

Ef það er mikill ís þá er hægt að tryggja alla leiðina með ísskrúfum. Annars koma snjóhælar sér vel og bergtryggingar.

Jóka Póka

 

Kanínan

Leið merkt inn sem 30b.

FF: Guðjón Snær og Haraldur Ólafsson, páskana 1991.

Liggur hún upp hvilft vinstra megin við Sólei.

Vesturrif

Leið merkt sem 34.

AD+, 200M. FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn Guðjónsson. 1986.

Skemmtileg klifurleið, erfiðust í efsta hluta. Augljós, 2 spannir upp höfuðvegginn.
Vesturrifinu er fylgt að eigin vali í neðri hluta. Þegar að höfuðveggnum kemur er haldið vestur með að greinilegu snjógili. Fremur neðarlega í því er farið út á rif vinstra megin og upp skorning sem leiðir upp að hengjunni. Yfir hana á léttasta stað.

Hrollur

Leið merkt sem 33

Gráða AD+ 200M. FF: Björgvin Richardsson, Snævarr Guðmundsson 1983.

Fyrsta uppferð að vetrarlagi í maí 1984 af Björgvini og Óskari Þorbergssyni. Inniheldur V. og VI. gráðu klifur, en 5. og 6. að vetrarlagi. Mjög erfið og alvarleg klettaleið. Fyrsta leiðin í Skarðshorni. Vandrötuð í efsta hluta. Berg laust og skal því klifrað í frostveðrum. 7-8 spannir með slæmum megintryggingum.
Frá hæsta punkti snjóskaflsins undir megingilinu leiða 3-4 spannir upp á miðrifið í Skarðshorni. Því er fylgt vinstra megin, upp undir höfuðvegginn, þá er hliðrun til hægri eftir breiðri syllu um ca. eina fulla spönn. Eftir brölt upp 2 klettabelti tekur við gróf í höfuðveggnum sem inniheldur 6. gr. hreyfingar í efsta hluta. Af mjórri syllu til hægri upp í horn með stefnu til vinstri. Af syllunni þar fyrir ofan er haldið vestur fyrir efsta klettabeltið og upp þar á augljósum stað.

Austurrif

Leið merkt sem 32

AD+, WI4. 250m. FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson 1985.

Löng og alvarleg snjó og ísleið. Getur verið snjóflóðahætta í megingilinu sem og í undirhlíðum Skarðshorns. 2 spannir upp Austurrifið. Augljós leið í neðri hluta, flókið leiðarval í efri hluta.
Upp meðfram Hnitbjörgum í megingilinu. 2-3 brött íshöft. Efst í gilinu er hliðrað upp á við til vinstri upp á öxlina undir austurrifinu.
Upp vinstra megin á rifinu og upp á snjósyllu á vinstri hönd. Þaðan upp þröngan skorning með hliðrun til vinstri ofarlega og svo upp á brún.

Dreyri WI 5

Leið merkt sem 31a.

Gráða WI5, 40M. FF: Björn Vilhjálmsson, Páll Sveinsson og Snævarr Guðmundsson, 1987.

Þetta nýja afbrigði gerir Sólei og Austurrif enn fallegri og beinni. Jafnframt því er spönnin erfið og mjög krefjandi. Að öðru leyti vísast til leiðarlýsingar á Sólei og Austurrifi.

 

Sólei

Leið merkt sem 31

AD+, WI4. 250M FF: Björgvin Richardsson og Óskar Þorbergsson, 1986.

Sólei er alvarleg og erfið ísklifurleið í eystri hluta Skarðshorns. Með því að tengja hana við efri hluta leiðar nr. 31, Austurrif fæst einhver albesta ísklifurleið á Íslandi (sjá leiðarlýsingar fyrir Dreyra og Austurrif).
Neðri hluti Sólei inniheldur meginerfiðleikana auk leiðarvals í fyrstu spönn. Ísskrúfur eru notaðar í megintryggingar. Hafa skal meðferðis 2-3 bergfleyga. Leiðin er 3-4 spannir, auðveldari í efri hluta.
Úr miðgilinu er haldið upp vinstra megin í fyrstu, upp brött höft og svo upp á við til hægri, undir klettarifið hægra megin við gilið. Eftir það er augljóst ísgil með nokkrum íshöftum, uns það eyðist út í efri hluta og gengur að lokum út á háöxlina undir Austurrifi. Af henni er tilvalið að halda áfram upp rifið eftir leið 31. Að öðrum kosti er hliðrað út undir austurhluta rifsins.

 

Skarðshryggur

AI3+, 350M. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 2015.

Leiðin fylgir NA-hrygg Skarðshorns sem allra mest og byrjar alveg neðst. Flöktir eilítið til að elta áhugavert klifur og góða tryggingastaði. Ekki var sneitt hjá erfiðleikum. Loka kaflinn (hrímið) var klifrað í hálfgerðum spíral frá hryggnum sjálfum til að elta veikleika og tryggingarstaði. Í honum eru mestu erfiðleikar leiðarinnar og fremur slæmar tryggingar.

Klifraðar voru fjórar 40-55m spannir, löng hlaupandi spönn og loks 2 spannir í höfuðveggnum, samtals um 350 metrar. Víða væri hægt að flýja úr leiðinni í gil austan við hana.

Tryggt var með bergtryggingum (hnetur, vinir, fleygar), skrúfum (5 stk., hefðu mátt vera fleiri) og snjóhæl.

sissiskarshorn

 

Mynd eftir Andra Bjarnason.

Skildu eftir svar