Rifið
Leið merkt sem 26.
Gráða III+/-IV, 200M, 1-4klst. FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson.
Fyrsta leiðin sem klifin var í NV Skessuhorns. Ein besta klettaleiðin í Skarðsheiði. Auðrötuð og sígild. Berg er misgott, en telst í heildina þokkalegt til klifurs. Leiðin er átta til tíu spannir með góðum megintryggingum.
Vestan megin í rifinu sem gengur neðst út úr meginveggnum, er greinileg kverk, sem liggur upp á rifið sjálft (III+). Eftir henni að meginveggnum.
Austan megin við rifið er afbrigði (26a), sem hefur verið klifrað að vetri til og vori, þegar snjór nær hátt upp á rifið. Er það greinilegur gilskorningur, eða gangur, auðklifinn í snjó en berg er afar laust. Nær gangurinn að meginveggnum.
Upp meginvegginn er rifinu fylgt og er það auðratað (hreyfingar af III. og IV. gráðu). Þegar háveggurinn (síðustu 40M) er klifinn er farið upp vinstra megin við rifið.
Góð ferðasaga frá fyrstu atrennu á Rifið árið 1979 með Bill Gregory og Birni Vilhjálmssyni finnst í Fréttariti nr 14. frá 1980 en þeir félagar neyddust til að snúa við eftir að hafa neyðst til að bívakka í 12 tíma stutt frá toppnum.
Crag | Skarðsheiði |
Sector | Skessuhorn |
Type | Alpine |