Svartagjárfoss WI 4
Leið staðsett í botni Svörtugjáar í Botnsdal, nálægt Glymsgili.
Fyrirtaks leið sem á skilið miklu fleiri heimsóknir.
Leiðin hefst á stuttum þrist sem leiðir mann inn í mjótt gljúfur. Svolítill gangur tekur mann í botn gljúfursins þar sem laglegur 60 metra hár foss tekur á móti manni. Hægt er að klifra hann í tveimur 30 metra spönnum og búa til þægilegan stans í litlum helli hægra meginn í fossinum.
Myndir frá heimsókn í gljúfrið má finna hér.
FF. Óþekkt, en margir um hituna.
Myndir: Bjartur Týr frá klifri 30. desember 2020
Klifursvæði | Glymsgil |
Svæði | Svartagjá |
Tegund | Ice Climbing |