Svartagjárfoss WI 4

Svartagjá

Leið staðsett í botni Svörtugjáar í Botnsdal, nálægt Glymsgili.

Fyrirtaks leið sem á skilið miklu fleiri heimsóknir.

Leiðin hefst á stuttum þrist sem leiðir mann inn í mjótt gljúfur. Svolítill gangur tekur mann í botn gljúfursins þar sem laglegur 60 metra hár foss tekur á móti manni. Hægt er að klifra hann í tveimur 30 metra spönnum og búa til þægilegan stans í litlum helli hægra meginn í fossinum.

Myndir frá heimsókn í gljúfrið má finna hér.

FF. Óþekkt, en margir um hituna.

Myndir: Bjartur Týr frá klifri 30. desember 2020

Klifursvæði Glymsgil
Svæði Svartagjá
Tegund Ice Climbing

Hnjúkaþeyr

Blá lína á mynd

Hnjúkaþeyr var frumfarin 13. október 2020. Hugmyndin var að fara upp vesturvegginn eftir eins beinni línu (direct) og mögulegt er.

Aðkoman var farin eftir Hnappavallaleið á skíðum og tók um fimm klukkustundir. Líkt og þegar Italian Job var klifruð hliðruðu klifrararnir inn á vegginn til að halda hæð og spara tíma. Ef aðkoman er tekin frá Svínafellsjökli er vel hægt að fylgja sömu leið og Beina Brautin inn á vegginn.

Í frumferðinni sam-klifruðu strákarnir allan fyrr helming fjallsins og yfir þriðju gráðu íshaft og upp að „gatnamótum“ leiðanna Beina Brautin og Vinamissis. Þar hafði myndast fallegur ísfoss, um 100 metra langur, sem lá beinustu leið upp á topp.

Á Íslandi er orðið hnjúkaþeyr upprunnið úr Skaftafellsýslum þar sem hnjúkaþeyr var skilgreindur á þennan hátt: „Nær vindur er á útnorðan um vetur og stendur af Öræfajökli þeyjar snjór á Hnappavöllum, þó alls staðar sé frost annars staðar, og kallast það hnúkaþeyr“ (Sæmundur Hólm). ;Frá Vísindarvefnum

Lesa meira

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hvannadalshnjúkur
Tegund Alpine

Myndbönd

Eilífð WI 3

Leið 5 í Skálinni

Stutt og þægilegt haft hægra meginn við Pilar Pillar. Þaðan tekur við snjóbrekka upp að nokkrum léttum höftum til þess að toppa. Niðurgöngugil hægra meginn við leiðina þegar horft er á hana.

WI3, 160 m

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 16. apríl 2020

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Ice Climbing

Pilar Pillar WI 5

Leið 4 í Skálinni

Brattur pillar hægra meginn við Skálina í Eilífsdal. Aðalhaftið í kringum 30 metra. Þaðan tekur við snjóbrekka og síðan styttri íshöft upp á topp sem tekin voru á hlaupandi trygginum.

WI5, 160 m

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 16. apríl 2020

 

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Ice Climbing

Gjörgæsla WI 4+

Leið B10a

Hefst á bröttu hafti á þunnum ís. Lokahreyfingarnar í haftinu eru mjög snúnar þar sem klifrað er innan úr litlum helli undir regnhlíf á mjög þunnum ís.  Eftir það tekur við þægileg snjóbrekka með sem endar með stuttu íshafti.

WI4+/5-

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing