Svartagjárfoss WI 4

Svartagjá

Leið staðsett í botni Svörtugjáar í Botnsdal, nálægt Glymsgili.

Fyrirtaks leið sem á skilið miklu fleiri heimsóknir.

Leiðin hefst á stuttum þrist sem leiðir mann inn í mjótt gljúfur. Svolítill gangur tekur mann í botn gljúfursins þar sem laglegur 60 metra hár foss tekur á móti manni. Hægt er að klifra hann í tveimur 30 metra spönnum og búa til þægilegan stans í litlum helli hægra meginn í fossinum.

Myndir frá heimsókn í gljúfrið má finna hér.

FF. Óþekkt, en margir um hituna.

Myndir: Bjartur Týr frá klifri 30. desember 2020

Klifursvæði Glymsgil
Svæði Svartagjá
Tegund Ice Climbing
Merkingar

1 related routes

Svartagjárfoss WI 4

Leið staðsett í botni Svörtugjáar í Botnsdal, nálægt Glymsgili.

Fyrirtaks leið sem á skilið miklu fleiri heimsóknir.

Leiðin hefst á stuttum þrist sem leiðir mann inn í mjótt gljúfur. Svolítill gangur tekur mann í botn gljúfursins þar sem laglegur 60 metra hár foss tekur á móti manni. Hægt er að klifra hann í tveimur 30 metra spönnum og búa til þægilegan stans í litlum helli hægra meginn í fossinum.

Myndir frá heimsókn í gljúfrið má finna hér.

FF. Óþekkt, en margir um hituna.

Myndir: Bjartur Týr frá klifri 30. desember 2020

Comments

 1. Frábær leið, sammála því að þetta ætti að vera klassíker. Lagt á bílastæðinu fyrir Glym. Gilið sést frá Stóra Botni (húsið aðeins austan við bílastæðið), mögulega er skársta aðkoman að ganga upp einhversstaðar þar. Ef gengið er yfir stiga á girðingu frá bílastæði er gott að gæta þess að hækka sig ekki of mikið áður en haldið er til austurs þar til maður sér gilið.

  Aðkomuhaftið var þunnt og tricky að tryggja. Bisnessspönnin var þægileg, gott að standa og WI3-WI4 í aðstæðunum 10. janúar 2021 (af því að WI3+ er skrýtin). Tryggingahellirinn geggjaður. Erfiðleikunum lýkur eftir eitt 3 metra haft eftir hellinn og þaðan er auðveldara brölt upp seinni spönnina.

  Þegar upp er komið er haldið aðeins til vesturs (áttin út fjörðinn) og þá er komið á fínan göngustíg sem er með stöku stikum, mjög greinilegur, sem liggur aftur niður á bílaplan.

  3 stjörnu leið, frábært klifur, ævintýrafactor, ferðalag, góð aðkoma og niðurleið, stutt frá bænum, geggjaður stans.

 2. Töff leið! Nú er ég hins vegar bara nöldrandi leiðindaseggur að vanda (þið verðið bara að afsaka það, mér er ekki viðbjargandi úr því sem komið er), en væri ekki rétt beyging á nafninu „Svörtugjárfoss“? Eða er örnefnið eftir einhverjum sem hét „Svarti“ (finn sjálfur litlar upplýsingar um beygingu örnefnisins)?

 3. Já ég get alveg tekið undir þetta, óþjált og sennilega ætti að fallbeygja þetta á þann hátt sem þú tiltekur. Einnig væri hægt að skellta einhverskonar tilvísun í Glym á hann, þetta er náttúrulega mjög smækkuð útgáfa að Glymsgili og Glymi ef maður hugsar það þannig. Hrymur var til dæmis jötun sem barðist við goðin í ragnarökum.

  Afsakið mig líka, er ekki viðbjargandi í nafngiftarpælingum.

Skildu eftir svar