Snati WI 5+

Leið merkt sem B5

40m. Áberandi 15m fríhangandi kerti niður úr stóru þaki fyrir miðju klettabeltinu. WI5/5+ klifur upp kertið og áfram 20m+ af vandasömu WI5/5+klifri upp á brún. Varúð! Aðal kertið snertir klettinn ekki neitt neðan við þakið og þarf því að fara hér með ítrustu varkárni. Hefur brotnað fyrirvaralaust… Alls ekki leggja í kertið nema það sé amk. mittisþykkt neðst.

FF. óþekkt (En líklega Páll Sveinsson?)

Snati er kertið hægra megin. Mynd tekin í janúar 2014.
Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Nálaraugað
Tegund Ice Climbing
Merkingar

Myndbönd

5 related routes

Snati WI 5+

Leið merkt sem B5

40m. Áberandi 15m fríhangandi kerti niður úr stóru þaki fyrir miðju klettabeltinu. WI5/5+ klifur upp kertið og áfram 20m+ af vandasömu WI5/5+klifri upp á brún. Varúð! Aðal kertið snertir klettinn ekki neitt neðan við þakið og þarf því að fara hér með ítrustu varkárni. Hefur brotnað fyrirvaralaust… Alls ekki leggja í kertið nema það sé amk. mittisþykkt neðst.

FF. óþekkt (En líklega Páll Sveinsson?)

Snati er kertið hægra megin. Mynd tekin í janúar 2014.

Nálaraugað WI 5

Leið merkt sem B4

40m. Frábær leið. Ein af fyrstu leiðunum í aðstæður flesta vetur. Bratt tæknilegt kerti í byrjun upp undir risastórt þak. Hliðrun til hægri á (miserfuðum) ísbunkum út undan þakinu (oft krúxið) og síðan beint upp tæpa 10m upp á brún.

FF. óþekkt

 

Þunnt milli þilja WI 5+

Leið merkt sem B3

40m. Vinstra megin við Nálarauga-þakið. Á þunnum bólstrum og drytool (tortryggt M6) upp á stóra syllu. Þaðan þunnt bratt drytool (mjög tortryggt, krúx) upp í bratt ístjald (WI5/5+) fyrir ofan. Nokkrir metrar af WI4 leiða upp í WI5/5+ ístjald upp á brún. Varúð! „R“ stendur fyrir „runout“, því leiðin er tortryggð og vandasöm.

FF. Des 2014: Róbert Halldórsson, Sigurður Tómasson

 

Blindauga WI 4+

Leið merkt sem B2

30m. Skemmtilega þunn sálarraun.

FF. Björgvin Hilmarsson, Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson veturinn 2015

Árnaleið WI 4

Leið merkt sem B1

30m. Þægileg ræna sem kann að vera soldið blaut í skoru vestast í klettabeltinu

Farin af Árna Stefáni í desember 2014, hlýtur að hafa verið farið áður en ólíklegt þykir að leiðin beri betra nafn.

Myndir eftir Þorstein Cameron

 

Skildu eftir svar