Suðurhlíð og SA-hryggur Snóks

Af bröttu smátindunum í Esjufjöllum er Snókur (1304 m) mest áberandi. Nafnið er dregið af efsta hluta stafntrés í báti.

Árið 1980 reyndu nokkrir félagar í Ísalp að klífa Snók að sumarlagi, en urðu frá að hverfa, einkum vegna lélegs bergs. „Eins og myglað brauð“, sögðu þeir.

Á páskum 1982 tóku sex félagar í Ísalp sig til og ákváðu að reyna við Snók. Þeir höfðu bækistöðvar í sálum Jöklarannsóknarfélagsins á Breiðamerkursandi og í Esjufjöllum.

Klifurleiðin lá frá stórum kletti fyrir miðri suðurhlíðinni, á ská (80 m) til vinstri upp að mjóum drang eftir brattri snjóbrekku. Þaðan tryggði hópurinn (í tveimur línugengjum) tvær spannir; þá fyrri aftur á ská upp en nú til hægri (50° ísbrekka), yfir að ísfláa við SA-hrygginn. Seinni spönnin var með lágum íshöftum á sjálfum hryggnum og nægu lofti til beggja handa. Síðasti áfanginn (spönnin) var auðveld ganga upp breikkandi koll Snóks.

Sigið var beint fram af suðurvanga Snóks  og klifið snarbratt áfram að klettinum stóra og eitt snjóakkeri goldið fyrir. Í skálanum biðu páskaegg og koníaksdreitill eftir 7 klukkustunda dagsferð.

Hæð leiðar: 100 m (80 m)
Aðkoma: Um Breiðarmerkurjökul og Vesturdal, alls um 10 klst. á jökli.
Klifurtími: 1,5-2 klst.
Gráða: PD, 2(snjór/ís), 3 spannir
Fyrst farin: Páskar 1982, Anna Guðrún Líndal, Ari Trausti Guðmundsson, Hreinn Magnússon, Höskuldur Gylfason, Magnús Guðmundsson og Óskar Knudsen.

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Esjufjöll
Tegund Alpine

Suðurhryggur Miðhyrnu

Miðhyrna nefnist hvassbrýnd klettahyrna í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þetta er fallegt og áberandi fjall sem skagar til suðurs út úr megin fjallgarðinum. Vestan við Miðhyrnu er Ánahyrna (647 m) og því næst er Lýsuhyrna (738 m), beint upp af félagsheimilinu á Lýsuhóli. Austan við og áfast Miðhyrnu er Þorgeirsfellshyrna (628 m), en í báðum þessum hyrnum er gabbró og berg því ákjósanlegt til klifurs. Í suðurhlíð Miðhyrnu er klettaklifurleið.

Fyrst farin af Kristni Rúnarssyni og Snævarri Guðmundssyni, 18 ágúst 1985.

Aðkoman úr bíl tekur um 15-30 min, upp smá skriðu. Byrjunin er létt klifur, en fyrsta spönnin sem frumferðarteymið tryggði var eftir nokkra tugi metra af brölti.

Spönn 1 – Gráða III
Spönn 2 – Gráða III
Spönn 3 – Gráða III
Spönn 4 – Gráða IV+
Spönn 5 – Gráða III
Spönn 6 – Gráða IV+
Spönn 7 – Gráða I/II
Spönn 8 – Gráða IV+

Klifrið er aldrei mjög erfitt en spannirnar eru margar hverjar mjög opnar.

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Miðhyrna
Tegund Alpine

Myndbönd

Engar skrúfur WI 4

Leið númer D13.

Var frumfarin í afar þunnum aðstæðum og það fór ekki ein einasta ísskrúfa í hana. Eitthvað er í boði af dótatryggingum en það er ágætis kafli rétt eftir byrjunina og að miðju sem eitthvað lítið er í boði af tryggingum. Leiðin er sennilega WI 4 ef hún bunkast en var nær WI 4+ í frumferð

FF: Matteo Meucci og Jónas G. Sigurðsson, 08.03 2017

25m WI 4/+ R

(FF: sett fram með hefðbundnum Múlafjallsfyrirvörum)

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Ice Climbing

Gjöfin M 7+

Leið númer 70

Tvær spannir, sú fyrri M 7/8, brött. Sú seinni M 6 yfir í WI 5/6, stutt mix yfir í langan, brattan og þunnan ís. 120m brölt upp á topp eftir það.

FF: Matteo Meucci og Þorsteinn Cameron, 06.03 2017

Klifursvæði Esja
Svæði Hrútadalur
Tegund Mix Climbing

Góður mosi M 5

Fyrsta leiðin af vonandi mörgum í Holtsdal. Veggurinn í Holtsdal snýr í norðvestur og fær því nánast enga sól. Þarna er slatti af flæðandi vatni, eitthvað af því gæti verið snjóbráð, en næsti vetur mun leiða það í ljós. Fullt af flottum línum sem gætu dottið í flottar aðstæður. Einnig er bergið furðulega gott á vissum stöðum og möguleiki er á sport eða dótaklifri.

Þessi leið var frumfarin í frekar tæpum aðstæðum. Ísinn var nánast ekkert fastur við bergið og mosinn var ekki frosinn í neðri og brattari hluta leiðarinnar. Eftir brattasta hluta leiðarinnar var mosinn gadd freðinn, sem var mjög kærkomið.

FF: Matteo Meucci, Jónas G. Sigurðsson og Róbert Halldórsson 05.03 2017

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Holtsdalur
Tegund Mix Climbing

Veðrastapi

Veðrastapi is a prominent rock in the mountains west of Hof in Öræfi. It is in altitude of 806 meters, rising 30-40 meter above its surrounding. It was first climbed in 22nd January 2000, by Helgi Borg Jóhannsson, Jason Paur and Einar R. Sigurðsson. It is unbelievable that no one has climbed it before since it looks quite good from the main road. I know of two previous attempts but at least one of that team turned back because the rock is very rotten and loose. Helgi Borg, who lead the successful climb graded it II, that is fairly easy climbing, but mentally hard because of there are almost no safe handholds.

FF: Helgi Borg, Jason Paur and Einar R. Sigurðsson 22.01 2000

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hofsfjöll
Tegund Alpine

Bæjarlæksfoss WI 3

Línan sem klifrarinn er að klifra

This is the main waterfall in Bæjargil in Kvísker. We parked the car at Stöðuvatn lake and walked across the ridge between the lake and the gorge Bæjargil, and descended down to the route. After the climb we could walk down a hiking trail down the cliffs east of the gorge.

The first pitch is 20 meter of nice WI 3. Then we had to walk around a corner in the gorge. Careful not to break through and fall into the stream. There was another 15 meter WI 3 wall there, and some easy steps higher up. We walked up from the gorge close to the small dam that collects water for the power station down at lake Stöðuvatn.

FF: Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og Einar Öræfingur

7/2 2009

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Kvísker
Tegund Ice Climbing

Gasfróði WI 4

Leið númer 3. (græn)

Grasfróði is just about 100 meters to the left from Fróðafoss and it only takes about 5 minutes to walk up to it from the car. (Straight up from the house Fróðasker in Hof). This is a 50 meter WI4 route first climbed by

FA: Einar Sigurðsson and Mikko Nikkinen on January 23rd 1998.

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hof
Tegund Ice Climbing

Akureyri

Svæðið í kringum Akureyri hentar einstaklega vel til útivistar. Akureyringar hafa príðis góða aðstöðu til að kíkja á skíði, fjallahjól og fjallgöngur. Einnig hafa þeir sportklifursvæðið Munkaþverá og steina til að stunda grjótglímu hingað og þangað í námunda við bæinn.

Í Kjarnaklettum eru nokkrar gamlar dótaklifurleiðir.

Eitthvað hefur verið ísklifrað í kringum bæinn og þá helst í Kjarnaskógi en líka í Munkaþverárgilinu, innar en sportklifurleiðirnar að sjálfsögðu. Svo aðal sectorar Akureyrar eru:

Kjarnaskógur
Þrjú áberandi klettabelti  eru fyrir ofan tjaldsvæðið Hamra. Frá suðri til norðurs eru þetta Langiklettur, Arnarklettur og Krosklettur. Eitthvað er af dótaklifri í Arnarklettum, ber þar helst að nefna leiðina Indjánann sem hefur staðið til að bolta um einhvern tíma sökum þess hve illtryggjanleg hún er. Á veturna myndast ís á vissum stöðum í Langaklett sem heimamenn, sem og aðrir hafa nýtt til ís- og mixklifurs.

  1. Kaldi – M7
  2. Ónefnd – WI 4?
  3. Ónefnd – WI 3?

Glerárgljúfur
Langt og fjölbreytt gil. Mis djúpt en á nokkrum stöðum eru allt að 60m klettar. Mikilfenglegt og hrikalegt gjúlfur og mjög stutt frá bænum.

  1. Mellufær á Glerá – WI 5 

Smábátahöfnin
Lágir klettar við smábátahöfnina inni á Akureyri. Oft verða klettarnir að samfelldu ísþili og því verður erfiðara að greina á milli leiða. Þetta svæði hentar einstaklega vel til ísklifuræfinga og kennslu auk þess að vera mjög aðgengilegt fyrir skottúr eftir vinnu.

  1. Bryggjuball – WI 2/3
  2. Duggi dugg – WI 2/3
  3. Hálfaaldan – WI 2/3
  4. Rúmsjór – WI 2/3
  5. Trausti – WI 2/3
  6. Bryggjupollinn – WI 2

Munkaþverá
Innst í Munkaþverárgilinu, ofan við brúna myndast einhver ís á veggjunum yfir áni. Hér hefur lítillega verið mixklifrað í toprope.

Vaðlaheiði
Ein leið skráð eins og er, Tönnin. Líklega leynast fleiri leiðir á Vaðlaheiðinni

  1. Tönnin – WI 3+