Akureyri

Svæðið í kringum Akureyri hentar einstaklega vel til útivistar. Akureyringar hafa príðis góða aðstöðu til að kíkja á skíði, fjallahjól og fjallgöngur. Einnig hafa þeir sportklifursvæðið Munkaþverá og steina til að stunda grjótglímu hingað og þangað í námunda við bæinn.

Í Kjarnaklettum eru nokkrar gamlar dótaklifurleiðir.

Eitthvað hefur verið ísklifrað í kringum bæinn og þá helst í Kjarnaskógi en líka í Munkaþverárgilinu, innar en sportklifurleiðirnar að sjálfsögðu. Svo aðal sectorar Akureyrar eru:

Kjarnaskógur
Þrjú áberandi klettabelti  eru fyrir ofan tjaldsvæðið Hamra. Frá suðri til norðurs eru þetta Langiklettur, Arnarklettur og Krosklettur. Eitthvað er af dótaklifri í Arnarklettum, ber þar helst að nefna leiðina Indjánann sem hefur staðið til að bolta um einhvern tíma sökum þess hve illtryggjanleg hún er. Á veturna myndast ís á vissum stöðum í Langaklett sem heimamenn, sem og aðrir hafa nýtt til ís- og mixklifurs.

 1. Kaldi – M7
 2. Ónefnd – WI 4?
 3. Ónefnd – WI 3?

Glerárgljúfur
Langt og fjölbreytt gil. Mis djúpt en á nokkrum stöðum eru allt að 60m klettar. Mikilfenglegt og hrikalegt gjúlfur og mjög stutt frá bænum.

 1. Mellufær á Glerá – WI 5 

Smábátahöfnin
Lágir klettar við smábátahöfnina inni á Akureyri. Oft verða klettarnir að samfelldu ísþili og því verður erfiðara að greina á milli leiða. Þetta svæði hentar einstaklega vel til ísklifuræfinga og kennslu auk þess að vera mjög aðgengilegt fyrir skottúr eftir vinnu.

 1. Bryggjuball – WI 2/3
 2. Duggi dugg – WI 2/3
 3. Hálfaaldan – WI 2/3
 4. Rúmsjór – WI 2/3
 5. Trausti – WI 2/3
 6. Bryggjupollinn – WI 2

Munkaþverá
Innst í Munkaþverárgilinu, ofan við brúna myndast einhver ís á veggjunum yfir áni. Hér hefur lítillega verið mixklifrað í toprope.

Vaðlaheiði
Ein leið skráð eins og er, Tönnin. Líklega leynast fleiri leiðir á Vaðlaheiðinni

 1. Tönnin – WI 3+

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er keyrt norður eftir þjóðvegi 1 í 4,5 klukkutíma.

Kort

Skildu eftir svar