Þursabit WI 3

Leið númer B14.

Gilið vinstra megin við Fimm í fötu

WI 2-3, mjög mis erfið eftir því hversu mikill ís er í henni

ein spönn, FF. Óþekkt

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing
Merkingar

37 related routes

Í ljósi sögunnar WI 5

Leið númer B10c

Leið vinstra meginn við Gjörgæslu. Hefst á stuttu hafti sem leiðir mann inn í lítið horn með þunnum ís. Úr horninu var krúx leiðarinnar að koma sér út á tjald sem var fríhangandi þegar leiðin var klifin. Nokkrar kraftalegar hreyfingar út á tjaldið og upp að smá hvíld fyrir lokasprettinn. Frábær leið.

Að sjálfsögðu skráð með þeim fyrirvara að þessi leið hafi verið farin áður eins og flest allt í Múlafjalli.

F.F. Bjartur Týr Ólafsson og Bergur Sigurðarson 10. desember 2023

Gjörgæsla WI 4+

Leið B10a

Hefst á bröttu hafti á þunnum ís. Lokahreyfingarnar í haftinu eru mjög snúnar þar sem klifrað er innan úr litlum helli undir regnhlíf á mjög þunnum ís.  Eftir það tekur við þægileg snjóbrekka með sem endar með stuttu íshafti.

WI4+/5-

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020

Einmánuður WI 4

Leið B10b

Í þröngri kverk hægra meginn við Gjörgæslu. Klifruð á þunnum ís neðst en lagaðist aðeins sem ofar dró. WI4

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020

Famous Grouse WI 4

Leið B6a

Stök lína hægra meginn við Scottish Leader. Bráðskemmtileg leið sem hefst með bröttu hafti með nokkrum fíngerðum hreyfingum í gegnum regnhlífar í toppinn. Þaðan tekur við stutt snjóbrekka og síðan stutt íshaft í lokinn.

WI4/+

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020.

Hættusvæði WI 3+

Leið B9a

Vinstra meginn í sama þili og Járntjaldið. Brattast neðst en verður auðveldara eftir því sem ofar dregur. WI3+

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020

Höfuðbani WI 4

Leið númer B6a.

Leiðin byrjar rétt vinstra megin við Gryfjuna (B7-B9) og endar á sama stað og Sótanautur. Leiðin gæti flokkast sem Sótanautur Direct en eiga samt ekki margar hreyfingar sameiginlegar.

Hringurinn Sótanautur þótti slík gersemi vera fyrir fegurðar sakir og listasmíðar, að betri þótti hann en mörg jafnvægi hans í gulli. Hitt var miður kunnugt, að þau ósköp fylgdu þessum hring, að hann skyldi verða höfuðbani allra þeirra, er hann ættu, nema væri kona eigandinn.

WI 4, 30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020

Kóróna WI 5

Leið upp pillar á milli B11 (Ljótur piltur) og B12 (Lygakvenndi)

Brattur pillar sem leit út fyrir að vera svona WI 4+ en var svo alveg óheyrilega pumpandi þegar á reyndi. Það var smá tjald sem þurfti að klifra uppundir og utanum sem var allt vel í fangið. Klifrað þegar Múlafjall var í mjög bunkuðum aðstæðum, veit ekki hvort að þetta geti myndast eitthvað léttara.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Bergur Ingi Geirsson, 19. mars 2020

Lads WI 5

Leið B8a

Kerti upp af Drjúpanda. Milli leiðanna Sótanautur til vinstri og Guy til hægri.

Bratt kerti sem leiðir inn í regnhlífa-limbó. Lítið um góðar tryggingar þegar upp er komið.

FF. Bjartur Týr Ólafsson & Pete Hodge, mars 2020, WI5

 

Baula WI 3

Route B1d in topos

WI3 40m

Easy gully leads to a short wall to the right.

FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019

Askja WI 3

Route B1c in topos

WI3 40m

Easy gully with a steep part at the end.

FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019

Hekla WI 3

Route B1b in topos

WI3 40m

Easy gully with a steep part at the end

FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019

Katla WI 3

Route B1a on topos

WI3 40m

2 steps with easy part in the middle

FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019

Misskilningurinn WI 2

Leið á milli B19 (Heiladauður) og B20 (Rjúkandi)

Leið III í gamla hraðsoðna leiðarvísinum. Þar segir: Einhver leið. Lítur út fyrir að vera fín byrjendaleið, WI2. Fyllist sennilega af snjó þegar líða tekur á vetur.

Leiðin byrjar á á 5m bröttum kafla en er svo brölt/klifur eftir það.

FF: Óþekkt

Baun í bala WI 4

Leið B14a

Byrjar á því að klöngrast upp byrjunina af Þursabtit (B14) en beygir svo til hægri og fer upp sama vegg og Fimm í fötu er á (B15) nema alveg vinstra megin á honum. Virkaði brött og samfellt en leyndi á nokkrum góðum hvíldum, gæti sennilega myndast í erfiðari aðstæðum.

Líklega verið klifrað áður en var ekki skráð.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 5. nóv 2018

Fimmtíu og sjö M 6

Leið B16a

Boltuð mixklifurleið sem átti að vera í léttari kantinum en endaði á því að vera snúin um miðbikið. Hin besta skemmtun og margir metrar af klifri. Fyrsti boltinn er mjög hátt og er í sléttum 30m frá akkerinu. (Notið 70m eða halfrope ef planið er að síga alveg niður frá akkerinu).

FF: Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson október 2018

Thor is back M 6+

Leið númer B13.

„Þór er bakkelsi“ er ný mixleið á horninu vinstra megin við leiðina „Fimm í fötu M5+“.

Leiðin er 40m og það er hægt að klifra hana í einni spönn en mælt er gegn því sökum núnings sem myndast á stórri syllu fyrir miðri leið. Því hefur verið komið fyrir tveggja bolta milli stans á þeirri syllu. Annars eru 13 boltar í leiðinni. Til að minnka run outið er hæglega hægt að koma fyrir Camalot 1/2 efst í fyrstu spönninni og svo .75 á bröltinu upp að millistansinum. Einnig er hentugt að hafa .5 Camalot fyrir cruxið í efri spönninni.

Fyrsta spönnin er sirka M5 og fylgir augljósri sprungu upp á stallinn. Nóg er af góðum húkkum og spennutökum fyrir axir. Aðal fjörið leynist í efri spönninni þar sem hliðrað er út til vinstri og önnur sprunga leiðir upp í gegnum brattasta kafla klettsins. Aftur er nóg um góð spennutök í sprungunni en eitthvað minna fyrir fætur. Þegar lykilkaflinn hefur verið leystur er eftir skemmtilega krefjandi mantle á toppinn.

Gengið er beint upp að leiðinni frá bílastæðinu og fínt er að síga niður úr boltuðu akkeri á toppnum. Athugið að ef klifrað er á einni 60m línu þá þarf að síga niður í tveimur köflum. 70m lína og tvöfaldar línur ná auðveldlega niður.

Leiðin var fyrst farin af Matteo Meucci í Nóvember 2015.