Þursabit WI 3

Leið númer B14.

Gilið vinstra megin við Fimm í fötu

WI 2-3, mjög mis erfið eftir því hversu mikill ís er í henni

ein spönn, FF. Óþekkt

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing
Merkingar

37 related routes

Í ljósi sögunnar WI 5

Leið númer B10c

Leið vinstra meginn við Gjörgæslu. Hefst á stuttu hafti sem leiðir mann inn í lítið horn með þunnum ís. Úr horninu var krúx leiðarinnar að koma sér út á tjald sem var fríhangandi þegar leiðin var klifin. Nokkrar kraftalegar hreyfingar út á tjaldið og upp að smá hvíld fyrir lokasprettinn. Frábær leið.

Að sjálfsögðu skráð með þeim fyrirvara að þessi leið hafi verið farin áður eins og flest allt í Múlafjalli.

F.F. Bjartur Týr Ólafsson og Bergur Sigurðarson 10. desember 2023

Gjörgæsla WI 4+

Leið B10a

Hefst á bröttu hafti á þunnum ís. Lokahreyfingarnar í haftinu eru mjög snúnar þar sem klifrað er innan úr litlum helli undir regnhlíf á mjög þunnum ís.  Eftir það tekur við þægileg snjóbrekka með sem endar með stuttu íshafti.

WI4+/5-

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020

Einmánuður WI 4

Leið B10b

Í þröngri kverk hægra meginn við Gjörgæslu. Klifruð á þunnum ís neðst en lagaðist aðeins sem ofar dró. WI4

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020

Famous Grouse WI 4

Leið B6a

Stök lína hægra meginn við Scottish Leader. Bráðskemmtileg leið sem hefst með bröttu hafti með nokkrum fíngerðum hreyfingum í gegnum regnhlífar í toppinn. Þaðan tekur við stutt snjóbrekka og síðan stutt íshaft í lokinn.

WI4/+

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020.