Lygakvenndi WI 3+
Leið númer B12.
Stóri fossinn hægra megin við Ljótan pilt.
FF: Óþekkt
Klifursvæði | Múlafjall |
Svæði | Kötlugróf |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Leið númer B12.
Stóri fossinn hægra megin við Ljótan pilt.
FF: Óþekkt
Klifursvæði | Múlafjall |
Svæði | Kötlugróf |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Leið númer B10c
Leið vinstra meginn við Gjörgæslu. Hefst á stuttu hafti sem leiðir mann inn í lítið horn með þunnum ís. Úr horninu var krúx leiðarinnar að koma sér út á tjald sem var fríhangandi þegar leiðin var klifin. Nokkrar kraftalegar hreyfingar út á tjaldið og upp að smá hvíld fyrir lokasprettinn. Frábær leið.
Að sjálfsögðu skráð með þeim fyrirvara að þessi leið hafi verið farin áður eins og flest allt í Múlafjalli.
F.F. Bjartur Týr Ólafsson og Bergur Sigurðarson 10. desember 2023
Leið B10a
Hefst á bröttu hafti á þunnum ís. Lokahreyfingarnar í haftinu eru mjög snúnar þar sem klifrað er innan úr litlum helli undir regnhlíf á mjög þunnum ís. Eftir það tekur við þægileg snjóbrekka með sem endar með stuttu íshafti.
WI4+/5-
FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020
Leið B10b
Í þröngri kverk hægra meginn við Gjörgæslu. Klifruð á þunnum ís neðst en lagaðist aðeins sem ofar dró. WI4
FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020
Leið B6a
Stök lína hægra meginn við Scottish Leader. Bráðskemmtileg leið sem hefst með bröttu hafti með nokkrum fíngerðum hreyfingum í gegnum regnhlífar í toppinn. Þaðan tekur við stutt snjóbrekka og síðan stutt íshaft í lokinn.
WI4/+
FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020.
Leið B9a
Vinstra meginn í sama þili og Járntjaldið. Brattast neðst en verður auðveldara eftir því sem ofar dregur. WI3+
FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020
Leið númer B6a.
Leiðin byrjar rétt vinstra megin við Gryfjuna (B7-B9) og endar á sama stað og Sótanautur. Leiðin gæti flokkast sem Sótanautur Direct en eiga samt ekki margar hreyfingar sameiginlegar.
Hringurinn Sótanautur þótti slík gersemi vera fyrir fegurðar sakir og listasmíðar, að betri þótti hann en mörg jafnvægi hans í gulli. Hitt var miður kunnugt, að þau ósköp fylgdu þessum hring, að hann skyldi verða höfuðbani allra þeirra, er hann ættu, nema væri kona eigandinn.
WI 4, 30m
FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020
Leið upp pillar á milli B11 (Ljótur piltur) og B12 (Lygakvenndi)
Brattur pillar sem leit út fyrir að vera svona WI 4+ en var svo alveg óheyrilega pumpandi þegar á reyndi. Það var smá tjald sem þurfti að klifra uppundir og utanum sem var allt vel í fangið. Klifrað þegar Múlafjall var í mjög bunkuðum aðstæðum, veit ekki hvort að þetta geti myndast eitthvað léttara.
FF: Jónas G. Sigurðsson og Bergur Ingi Geirsson, 19. mars 2020
Leið B8a
Kerti upp af Drjúpanda. Milli leiðanna Sótanautur til vinstri og Guy til hægri.
Bratt kerti sem leiðir inn í regnhlífa-limbó. Lítið um góðar tryggingar þegar upp er komið.
FF. Bjartur Týr Ólafsson & Pete Hodge, mars 2020, WI5
Route B1d in topos
WI3 40m
Easy gully leads to a short wall to the right.
FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019
Route B1c in topos
WI3 40m
Easy gully with a steep part at the end.
FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019
Route B1b in topos
WI3 40m
Easy gully with a steep part at the end
FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019
Route B1a on topos
WI3 40m
2 steps with easy part in the middle
FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019
Leið á milli B19 (Heiladauður) og B20 (Rjúkandi)
Leið III í gamla hraðsoðna leiðarvísinum. Þar segir: Einhver leið. Lítur út fyrir að vera fín byrjendaleið, WI2. Fyllist sennilega af snjó þegar líða tekur á vetur.
Leiðin byrjar á á 5m bröttum kafla en er svo brölt/klifur eftir það.
FF: Óþekkt
Leið B14a
Byrjar á því að klöngrast upp byrjunina af Þursabtit (B14) en beygir svo til hægri og fer upp sama vegg og Fimm í fötu er á (B15) nema alveg vinstra megin á honum. Virkaði brött og samfellt en leyndi á nokkrum góðum hvíldum, gæti sennilega myndast í erfiðari aðstæðum.
Líklega verið klifrað áður en var ekki skráð.
FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 5. nóv 2018
Leið B16a
Boltuð mixklifurleið sem átti að vera í léttari kantinum en endaði á því að vera snúin um miðbikið. Hin besta skemmtun og margir metrar af klifri. Fyrsti boltinn er mjög hátt og er í sléttum 30m frá akkerinu. (Notið 70m eða halfrope ef planið er að síga alveg niður frá akkerinu).
FF: Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson október 2018
Leið númer B13.
„Þór er bakkelsi“ er ný mixleið á horninu vinstra megin við leiðina „Fimm í fötu M5+“.
Leiðin er 40m og það er hægt að klifra hana í einni spönn en mælt er gegn því sökum núnings sem myndast á stórri syllu fyrir miðri leið. Því hefur verið komið fyrir tveggja bolta milli stans á þeirri syllu. Annars eru 13 boltar í leiðinni. Til að minnka run outið er hæglega hægt að koma fyrir Camalot 1/2 efst í fyrstu spönninni og svo .75 á bröltinu upp að millistansinum. Einnig er hentugt að hafa .5 Camalot fyrir cruxið í efri spönninni.
Fyrsta spönnin er sirka M5 og fylgir augljósri sprungu upp á stallinn. Nóg er af góðum húkkum og spennutökum fyrir axir. Aðal fjörið leynist í efri spönninni þar sem hliðrað er út til vinstri og önnur sprunga leiðir upp í gegnum brattasta kafla klettsins. Aftur er nóg um góð spennutök í sprungunni en eitthvað minna fyrir fætur. Þegar lykilkaflinn hefur verið leystur er eftir skemmtilega krefjandi mantle á toppinn.
Gengið er beint upp að leiðinni frá bílastæðinu og fínt er að síga niður úr boltuðu akkeri á toppnum. Athugið að ef klifrað er á einni 60m línu þá þarf að síga niður í tveimur köflum. 70m lína og tvöfaldar línur ná auðveldlega niður.
Leiðin var fyrst farin af Matteo Meucci í Nóvember 2015.
Leið númer B2.
Vinstri leiðin í „Þrenningunni“ austast í Kötlugróf. Sívinsælar og formfagrar leiðir.
FF: Óþekkt, WI 4+, 30m
Leið númer B4.
Hægri leiðin í „Þrenningunni“ austast í Kötlugróf. Sívinsælar og formfagrar leiðir.
FF: Óþekkt, WI 4+, 30m
Leið númer B6.
Boltuð yfirhangandi mixklifurleið. Hliðrar til vinstri undir og fram hjá stóru þaki – alvöru stykki fyrir harðhausana! Fyrsta boltaða leiðin í Múlafjalli. Leiðin er nefnd eftir veigunum sem þeir félagarnir drukku á meðan þeir klifruðu. NB Efri partur inn er torklifinn ef hann er íslaus og gæti þurft að notast við hefðbundnartryggingar ofan boltanna.
FF: Styrmir Steingríms, Jökull B, Guðmundur T, 1998-1999, M7 (4 boltar), 30-40m
Leið númer B8.
Kertið upp úr Drjúpanda. Klifrað af Palla Sveins og einum frægasta ísklifrara heims á sínum tíma, Guy Lacalle.
FF: Guy Lacalle og Páll Sveinsso, 1996, WI 5
Leið númer B18.
Vinsæl leið, vinstra megin í stórri geil skammt austan við Íste.
Brattur fyrri partur, oft með þunnu kerti um miðbikið.
FF: Óþekkt, WI 4-5, 35m
Leið númer B19.
Leiðin er í miðri fjúkandi geilinni.
Leiðin fer upp/bakvið mjótt kerti sem er krúxið í leðinni, síðan tekur við WI5 klifur upp á topp. Kertið verður líklegast aldrei nógu feitt til þess að geta klifrað það frá upphafi og þurfa menn því líklegast að þurrtóla upp á bak við eða vinstra megin við kertið. Hægt er að koma Camelot nr. 1 á góðan stað beint fyrir aftan kertið, góður vinur sem heldur falli (búið að prófa).
Þegar þetta er skrifað þá hefur leiðin tvisvar verið klifin svo vitað sé til.
Fyrst af Palla Sveins og Guðmundi Helga 1996 og aftur af Palla Sveins og Ottó Ingi í des 2017.
FF: Páll Sveinsson, Guðmundur H C. ~1996, M7
Leið númer B20.
Gríðarlega flott leið! Byrjar á þrepi sem er ágætlega bratt en samt þægilegt 5m ca, þar er komið í snjóbrekku/syllu. Seinni hlutinn er svo frekar brattur og langur en mjög skemmtilegur. Haftið í neðri partinum getur verið snúið ef lítið er um ís. Seinni parturinn gæti orðið WI 4+ eftir aðstæðum
FF: Óþekkt, WI 4, 70m
Leið númer B21.
Nafn leiðarinnar útleggst víst á íslensku sem: „góður dagur til að deyja“, hvort sem það er nú þannig eða ekki. Handan við hornið hjá Íste er áberandi þak og um 15m lengra í austur sést greinileg ljós gróp í berginu sem nýlega hefur hrunið úr. Þar er leiðin. Hún er augljós og fylgir sprungu fyrstu 20m, inn í smá holu í lausu bergi og svo beint upp í smá ís. Hún endar í litlu þaki með góðum tökum og svo upp á brún.
FF: Jökull B, Guðmundur T, Styrmir Steingríms, 24. október 1998, M6, 30m
Leið númer B22.
Í áberandi íslausri sprungu austan við Íste. Leiðin endar í ís.
FF: Páll Sveinsson og Helgi Borg, 7. febrúar 1999, M5 20-30m
Route number B3.
Middle route in the „Trinity“ in the most eastern part of Kötlugróf. Beautiful and popular routes.
FA: Unknown, WI 4+, 30m
Leið númer B14.
Gilið vinstra megin við Fimm í fötu
WI 2-3, mjög mis erfið eftir því hversu mikill ís er í henni
ein spönn, FF. Óþekkt
Leið númer B17.
Fyrsta ísleiðin hægra (vestan) megin við Fimm í fötu.
Hægt er að klifra upp úr leiðinni til vinstri eða hægri.
Leiðin fær nafnið „Svikinn um bjór“ til heiðurs allra þeirra sem hafa verið og verða sviknir af Palla Sveins um ókomna tíð um Fimm í fötu.
Þessi leið hefur eflaust verið margoft klifruð áður. Ef hún á sér nafn þá má endilega setja rétt nafn hér inn.
Leið númer B16.
Tvær spannir, fyrri sennilega í kringum M 5 og sú seinni stífari, í kringum M 6/+.
Fyrri spönnin eltir augljósa sprungu utan á nefinu sem skagar út, rétt hægramegin við Fimm í fötu (2) og eru fyrstu tveir metrarnir stífastir. Eftir um 20m af klifri lendir maður á syllu þar sem þægilegt er að gera stans. Seinni spönnin byrjar á að fara upp aðeins hægramegin við stansinn og að augljósri súlu sem lýtur út fyrir að vera laus. Þessi drjóli er samt sem áður nokkuð fastur í bili, sennilega margt annað sem fer niður á undan. Eftir þann kafla er augljós hliðrun yfir slabb með augjóst þak aðeins fyrir ofan. Í lok hliðrunarinnar vippar maður sér í mjög víða sprungu sem er krúxið í allri leiðinni. Mjög snúið er að beita sér í sprungunni, bæði að koma öxum almennilega fyrir og að stíga inn í sprunguna eða reyna að ná hné aðeins inn. Best væri að vera með camalot af stærð 5 til að tryggja þann hluta, 4 gæti mögulega dugað líka. Eftir ca 3m af þessari víðu sprungu tekur við léttara klifur, augljósari grip fyrir axir og brodda en hornið sem maður er inni í er mjög „flared“ og er klifrið áfram snúið upp á topp þó svo að það sé léttara.
Leiðin var frumfarin í dótaklifurs onsight, en planið er að setja eitthvað af boltum í hana. Mikið var af lausu bergi í frumferðinni en stórum hluta var hent niður og ætti leiðin því að vera orðin þokkalega laus við mestu hætturnar.
Nafnið er tilvísun í umdeildan nýkjörinn forseta Bandaríkjana, sem fleygði fram þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar væru bara svikamylla búin til af valdamiklium mönnum í Kína. Leiðin var frumfarin 30. nóvember 2016 í nýstandi 3 °C, nánast enginn ís í Múlafjalli og ekki arða af ís í Bryjnudal, nokkuð óvenjulegt miðað við árstíma. Þó svo að þessi mixklifurleið sé alveg þurr, þá er slatti af mosa í henni sem að hefur mjög gott af því að vera klifraður í frosti, það er því ráðlegast að miða á að klifra leiðina í frostaköflum.
FF: Matteo Meucci og Jónas G. Sigurðsson 30.11.2016
Leið númer B5.
Austarlega í Kötlugróf liggur lítið þröngt gil með skemmtilegri ísleið. Leiðin er afar breytileg eftir því hve mikill ís er í henni og getur efri hluti hennar orðið mjög krefjandi. Í efri hluta hennar getur myndast myndarleg regnhlíf sem getur verið erfið viðureignar þar sem hún skoðarst af klettunum sem veita nær engar fótfestur. Það getur því þurft að hífa sig upp á öxunum einum á þessum kafla og þá hækkar gráða leiðarinnar.
Um miðbik leiðarinnar getur verið fínt að tryggja með einum vin í áberandi sprungu og einnig getur verið gott að hafa 1-2 stuttar skrúfur.
Heildarlengd leiðarinnar eru um 40m og ofan hennar er steinn sem má nýta sem tryggingu en þó er réttast að tryggja í sæti. Stóra gilið austan við Kötlugróf hentar vel til niðurgöngu .
F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 30. janúar 2016.
Leið númer B1.
Austast í Kötlugróf liggur mjög fín ísleið með þægilegri aðkomu miðað við Múlafjall. Einfaldast er að stefna upp í stóra gilið sem skilur að Kötlugróf og Hlaðhamra (sjá mynd).
Leiðin er erfiðust fyrstu 20 metrana og þar eftir er nokkuð einfalt að skrölta upp á brún. Lítið er af tryggingum uppi á brún og því má búast við að tryggja þurfi í sæti. Heildarlengd leiðarinnar er um 45 m.
Stóra gilið austan við leiðina hentar vel til niðurgöngu.
F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 30. janúar 2016.
Leið númer B7.
Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið upp snjólínu sem liggur upp undir leiðina en það þarf að brölta smá í lokin til að komast að henni. Leiðin byrjar á nokkuð stífu klifri fyrst (um 15 m) en svo tekur við brött ísbrekka upp til vinstri að loka kaflanum sem er brattur og skemmtilegur. Heildarlengd leiðar er um 45 m.
Hægt er að nota stakan stein uppi á brún til að tryggja í en mælt er með að nota einhverja aðra tryggingu til vara.
Þessi leið í Gryfjunni fær nafnið Sótanautur og heitir eftir hring einum sem lýst er í Harðar sögu og talinn er vera falinn niðri við Kötlugróf sem stendur beint neðan við þetta svæði.
F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 17. janúar 2016.
Leið númer B9.
Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið upp snjólínu sem sem liggur beint upp undir leiðina. Drjúpandi hefst með 10 m ísfossi upp í snjóbrekku sem liggur upp að megin hlutanum. Klifrað er allla leið upp undir klettaveggin þar sem oftast hanga ofan hans myndarlegar regnhlífar og stór grílukerti (sjá mynd). Heildarlengdin er um 50 m.
Frábær leið fyrir byrjendur þar sem hægt er að hliðra til vinstri þar sem leiðin er léttari. En síga þarf á ís niður úr þessari leið.
Þessi leið hefur örugglega oft verið klifin og samkvæmt Múlafjalls-topo fær þetta svæði nafnið Gryfjan.
F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 17. janúar 2016.
Leið númer B11.
Leiðin liggur upp kverk, um 200 metra austan við Íste.
Byrjunin er 5m lóðréttur ís, sem leiðir upp í stöllóttan ís og mosa upp í kvilft. Þaðan eru nokkrir möguleikar um áframhald, en leiðin fylgir mjórri ræmu eftir vinstri veggnum, sem liggur upp í gegnum þrönga skoru (um meters breið), og þaðan upp á topp.
Líkamlega ekki krefjandi leið, en býður upp á nokkrar skemmtilegar hreyfingar (og mögulega einhver mix tök, ef viljinn er fyrir hendi)
40m
F.F. Óþekkt
Leið númer B10.
Frá bílastæðinu við Kötlugróf er gengið á snjólínu næstum beint upp í fjallið þar til komið er að bröttum 10 m ísfossi ( hægt er sleppa þeim hluta með því að fara upp til vinstri). Eftir það tekur við snjóbrekka upp að erfiðasta kaflanum. Möguleiki er að komast upp á lítinn stall til að hvíla sig áður en klárað er upp á snjósyllu sem til að gera stans. Þaðan liggur svo leiðin upp til vinstri upp á brún.
Heildarlengdin eru um 65 m en hana mætti stytta í eina spönn með því að príla vinstra megin fram hjá neðsta hlutanum. Uppi á toppi er ekkert til að tryggja í nema snjór og/eða mosi.
F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 10. janúar 2016.
Leið númer B15.
Hægra megin í öðru gili vinstra megin við Íste. Greinilegur strompur í efri partinum.
Þétt boltað og þrír boltar í akkerinu (2 á stalli og einn ofar til að auðveldar brölt niður ef menn ætla að TR).
Þessi leið var farin á miðöldum af GHC og PS án aðstoðar borvélar.
Ca. 35m löng