Scottish Leader

Leið númer B6.

Boltuð yfirhangandi mixklifurleið. Hliðrar til vinstri undir og fram hjá stóru þaki – alvöru stykki fyrir harðhausana! Fyrsta boltaða leiðin í Múlafjalli. Leiðin er nefnd eftir veigunum sem þeir félagarnir drukku á meðan þeir klifruðu. NB Efri partur inn er torklifinn ef hann er íslaus og gæti þurft að notast við hefðbundnartryggingar ofan boltanna.

FF: Styrmir Steingríms, Jökull B, Guðmundur T, 1998-1999, M7 (4 boltar), 30-40m

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing
Merkingar

37 related routes

Í ljósi sögunnar WI 5

Leið númer B10c

Leið vinstra meginn við Gjörgæslu. Hefst á stuttu hafti sem leiðir mann inn í lítið horn með þunnum ís. Úr horninu var krúx leiðarinnar að koma sér út á tjald sem var fríhangandi þegar leiðin var klifin. Nokkrar kraftalegar hreyfingar út á tjaldið og upp að smá hvíld fyrir lokasprettinn. Frábær leið.

Að sjálfsögðu skráð með þeim fyrirvara að þessi leið hafi verið farin áður eins og flest allt í Múlafjalli.

F.F. Bjartur Týr Ólafsson og Bergur Sigurðarson 10. desember 2023

Gjörgæsla WI 4+

Leið B10a

Hefst á bröttu hafti á þunnum ís. Lokahreyfingarnar í haftinu eru mjög snúnar þar sem klifrað er innan úr litlum helli undir regnhlíf á mjög þunnum ís.  Eftir það tekur við þægileg snjóbrekka með sem endar með stuttu íshafti.

WI4+/5-

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020

Einmánuður WI 4

Leið B10b

Í þröngri kverk hægra meginn við Gjörgæslu. Klifruð á þunnum ís neðst en lagaðist aðeins sem ofar dró. WI4

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020

Famous Grouse WI 4

Leið B6a

Stök lína hægra meginn við Scottish Leader. Bráðskemmtileg leið sem hefst með bröttu hafti með nokkrum fíngerðum hreyfingum í gegnum regnhlífar í toppinn. Þaðan tekur við stutt snjóbrekka og síðan stutt íshaft í lokinn.

WI4/+

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 25. mars 2020.

Hættusvæði WI 3+

Leið B9a

Vinstra meginn í sama þili og Járntjaldið. Brattast neðst en verður auðveldara eftir því sem ofar dregur. WI3+

FF. Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, 25. mars 2020

Höfuðbani WI 4

Leið númer B6a.

Leiðin byrjar rétt vinstra megin við Gryfjuna (B7-B9) og endar á sama stað og Sótanautur. Leiðin gæti flokkast sem Sótanautur Direct en eiga samt ekki margar hreyfingar sameiginlegar.

Hringurinn Sótanautur þótti slík gersemi vera fyrir fegurðar sakir og listasmíðar, að betri þótti hann en mörg jafnvægi hans í gulli. Hitt var miður kunnugt, að þau ósköp fylgdu þessum hring, að hann skyldi verða höfuðbani allra þeirra, er hann ættu, nema væri kona eigandinn.

WI 4, 30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020

Kóróna WI 5

Leið upp pillar á milli B11 (Ljótur piltur) og B12 (Lygakvenndi)

Brattur pillar sem leit út fyrir að vera svona WI 4+ en var svo alveg óheyrilega pumpandi þegar á reyndi. Það var smá tjald sem þurfti að klifra uppundir og utanum sem var allt vel í fangið. Klifrað þegar Múlafjall var í mjög bunkuðum aðstæðum, veit ekki hvort að þetta geti myndast eitthvað léttara.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Bergur Ingi Geirsson, 19. mars 2020

Lads WI 5

Leið B8a

Kerti upp af Drjúpanda. Milli leiðanna Sótanautur til vinstri og Guy til hægri.

Bratt kerti sem leiðir inn í regnhlífa-limbó. Lítið um góðar tryggingar þegar upp er komið.

FF. Bjartur Týr Ólafsson & Pete Hodge, mars 2020, WI5