Scottsrif

Ekki algjörlega vitað hvaða rif Michael klifraði en líklegt er að það hafi verið annað af þessum tveimur augljósu vinstra megin við leiðina Morgunfýla.

Í heimsókn sinni til Íslands í maí 1986 fór Michael Scott meðal annars á Botnssúlur. Þar einfór hann nýja leið í norðurhlíð Syðstusúlu (1095 m). Leiðin liggur upp eitt af rifunum í norðurhlíðum ofan Súlnadals og er af 3.-4. gráðu.

FF: Michael Scott, maí 1986.

Klifursvæði Botnssúlur
Svæði Syðstasúla
Tegund Alpine

It’s easy to belay WI 4+

Leið númer A4a.

Leiðin var farin sem hluti af CAI Pisa skiptiverkefninu, þegar að Ítalirnir komu til Íslands. Leiðin er skýrð eftir óskiljanlegum brandara Vitaliano, sem talar litla sem enga ensku og gæti eitthvað hafa skolast til í þýðingu.

Leiðin blasir nokkuð við í dalnum og því er afar líklegt að þessi lína hafi verið farin áður. Engar upplýsingar eru til um að þetta hafi verið klifrað áður…

FF: Anna Priedite, Francesco, Giovani, Mauro, Ottó ingi, Vitaliano, Franco, Þorsteinn og Matteo, febrúar 2017

 

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Ice Climbing

Gljúfur WI 2

Leið sem hefst við einbreiða brú á Hvammsveg rétt við bæinn Gljúfur, innan rauða hringsins. Lagt er austanmegin við brúnna og þar ætti að vera hægt að stíga beint út á frostna ánna. Ef að áin er ekki frosin er megnið af leiðinni sennilega ekki inni og betra að fara í annað verkefni.

Gengið er upp á ánni, hátt í tvo kílómetra. Á leiðinni eru allskonar höft, litlir fossar eða flúðir.

Skemmtilegt rölt/brölt og byrjendavænt ef að áin er vel frosin. Passið að fara hinsvegar virkilega varlega því að það er ekki að spyrja að leikslokum ef einhver fer undir vök með á undir ísnum, því skal aðeins leggja í þessa leið eftir langann frostakafla og heldur halda sig nær eða á bökkum en úti á miðju.

FF: Óþekkt

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Ingólfsfjall
Tegund Ice Climbing

Avoiding a shower WI 4+

Leið númer 3, hægra megin við #44

Aðkoman að þessum leiðum er inn í sama gil og Hrynjandi er í, gilið Grindagil. Í stað þess að fara innst inn í gilið er beygt til vinstri upp bratta brekku með smá ísþrepum. Mælt er með broddum og öxum í aðkomunni en brekkan er nokkuð brött, allt að 40°-50°. Það tekur um 30 min að komast að leiðunum úr  bíl. Það er hægt að leggja við veginn eða elta jeppaslóða niður að ánni. Það ætti ekki að vera mikið mál að krossa yfir ánna.

Leiðin byrjar upp bratt en nánast lóðrétt ísslabb sem leiðir inn í krúx hreyfingarnar, sem er að komast í gegnum einskonar stromp. Eftir strompinn er hvíld undir grýlukertum. Næsti partur er algjörlega lóðréttur þangað til brattinn minnkar þegar nær dregur toppnum

Nafnið er dregið af næstu leið til hægri, sem var mjög blaut en leit vel út úr fjarska. Við reyndum fyrst á hana en urðum gegnblautir eftir að setja inn tvær skrúfur.

22m WI4+

Lesa meira

Klifursvæði Kjós
Svæði Grenihlíð
Tegund Ice Climbing

Nýr leiðarvísir af Múlafjalli

Laugardaginn 16. desember var útgáfupartý fyrir ársrit þessa árs haldið. Glæsilegt afmælisársrit kom með jólin snemma til félagsmanna að þessu sinni. Í þessu nýja ársriti er að finna margar skemmtilegar greinar, annál sem listar flest allt sem gerðist í fjallamennsku á síðasta ári og svo glóðvolgan leiðarvísi af Múlafjalli.

Leiðarvísirinn inniheldur heilar 69 leiðir og var í vinnslu alveg fram á síðustu mínútu áður en ársritið fór í prentun.

Nú er þessi leiðarvísir aðgengilegur hér á síðunni, ásamt því að leiðaskráningin undir Múlafjalli hefur verið uppfærð.

Leiðarvísinn má finna á slóðinni: http://www.isalp.is/leidarvisar og er þar í flokknum aðrir leiðarvísar – Ís, mix og alpaklifur.

Njótið vel!

Thor is back M 6+

Leið númer B13.

„Þór er bakkelsi“ er ný mixleið á horninu vinstra megin við leiðina „Fimm í fötu M5+“.

Leiðin er 40m og það er hægt að klifra hana í einni spönn en mælt er gegn því sökum núnings sem myndast á stórri syllu fyrir miðri leið. Því hefur verið komið fyrir tveggja bolta milli stans á þeirri syllu. Annars eru 13 boltar í leiðinni. Til að minnka run outið er hæglega hægt að koma fyrir Camalot 1/2 efst í fyrstu spönninni og svo .75 á bröltinu upp að millistansinum. Einnig er hentugt að hafa .5 Camalot fyrir cruxið í efri spönninni.

Fyrsta spönnin er sirka M5 og fylgir augljósri sprungu upp á stallinn. Nóg er af góðum húkkum og spennutökum fyrir axir. Aðal fjörið leynist í efri spönninni þar sem hliðrað er út til vinstri og önnur sprunga leiðir upp í gegnum brattasta kafla klettsins. Aftur er nóg um góð spennutök í sprungunni en eitthvað minna fyrir fætur. Þegar lykilkaflinn hefur verið leystur er eftir skemmtilega krefjandi mantle á toppinn.

Gengið er beint upp að leiðinni frá bílastæðinu og fínt er að síga niður úr boltuðu akkeri á toppnum. Athugið að ef klifrað er á einni 60m línu þá þarf að síga niður í tveimur köflum. 70m lína og tvöfaldar línur ná auðveldlega niður.

Leiðin var fyrst farin af Matteo Meucci í Nóvember 2015.

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing

Þorskur á þurru landi M 4

Leið númer F5 á mynd.

Boltuð drytool eða þurrtólunarleið, boltarnir ná bara hálfa leið og svo er efrihlutinn á náttúrulegum tryggingum. Áhugaverður karakter í þessari leið, axafestur eru yfirleitt mjög góðar en fótfestur lélegar. Leiðin liggur í einskonar kverk á milli stuðla og því er hægt að stemma aðeins á stöku stað.

FF: Óþekkt

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Svartisteinn
Tegund Mix Climbing

Messaguttinn M 6

Leið númer F7 á mynd.

Boltað toppakkeri ofan við þrönga krefjandi sprungu í lítilli kverk sem eitthvað hefur verið klifruð í ofanvaði. Leiðin byrjar í yfirhangandi klauf. Þessa línu má bolta og rauðpunkta ef vilji er til að munda rokkinn. Erfiðleiki kringum M6-7.

Smá líkur eru á að þetta sé leið eftir Jón Heiðar Andrésson og heiti Skitið í buxurnar. Jón Heiðar man hins vegar ekki eftir þeirri frumferð.

FF Óþekkt

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Svartisteinn
Tegund Mix Climbing

Fear is 90 M 6

Leið númer D9.

Flott horn í byrjun með lykilhreyfingu um miðja leið upp. Lokakafli á lóðréttum vegg með þunnri sprungu. Tryggð með hefðbundnum tryggingum. Þessi leið var sú nítugasta sem Matteo fór á hundrað leiða klifurárinu sínu.

FF: Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, maí 2017, M6, 30m

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Mix Climbing

Apagredda M 5

Leið númer C2.

Leiðin liggur vinstra megin við hrygginn hjá Íste. Byrjar í gróf (klettum) hægra megin og undir ískertinu, hliðrar síðan upp og til vinstri utan á áberandi nefi í bergi, þangað til hægt er að ná upp í kertið. Þaðan á lóðréttum ís upp á brún.

FF: Guðmundur Tómasson og Páll Sveinsson, febrúar 1997

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing