Sæmundur Fróði M 4+

WI4+ M4/5? 50m

Mjó lína um 100m austan við Fróðafoss sem myndast sjaldnar og verr. Fyrstu tvö höftin hafa ekki sést tengja niður í manna minnum og því mixuð. Fyrsta haftið klifrast upp vandræðalega kverk rétt vinstra megin við ísinn á tæpum krókum, það seinna er brattara en góður krókur í boði sem ætti alla jafna að koma manni í sæmilegan ís. Að því loknu er stutt haft upp að megin kertinu sem er mjótt og tæknilegt. Léttara klifur að því loknu og hægt að toppa út eða síga úr seinasta góða ís. Við frumferð voru fyrstu tvö höftin klifruð í ofanvað en bergið er lokað og tekur ekki við tryggingum. Til stendur að bolta það við tækifæri.

Ff Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 05.02.22

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hof
Tegund Mixed Climbing

Leyndardómur Einhyrningsins WI 4

Leiðin hefst í ísrennu NV-/ hægra megin við áberandi berggang. Þægilegt þriðju gráðu klifur upp í stans við stórt gat í bergganginum. Klifrað í gegnum gatið og eftir syllu SA-/vinstra megin við bergganginn þar til komið er í ís. Þarna væri gott að hafa bergtryggingar. Brattari ís tekur svo við þar til komið er á góðan stans. Sigið niður þarna megin er 70 metrar upp á millimeter, svo það má hafa það í huga þegar stans er valinn.

FF: Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2022. WI4, 70m

Tinnasvæðið er í sunnanverðum Hvolsdal, í Hrossahjalla í fjallinu Illvita. Ekið er um járnhlið nokkurn veginn gegnt pýramídanum í Fannahjalla og að ánni. Fórum ána á ís, gæti mögulega verið farartálmi. Um 20 mínútna gangur er að leiðunum. Ekki er verra að hafa göngustafi því skriðan er mjög laus.

Leiðin fylgir þessari rennu, fer svo í gegnum gatklett í næstu rennu til vinstri
Flottur staður
Gatklettur í ísklifurleið, það er stemning!
Freysi gjörðist snemma þaulkunnugur gatinu

 

Klifursvæði Skarðsströnd
Svæði Tinnasvæðið
Tegund Ice Climbing

Vindlar Faraós WI 4

Miðjulínan af þremur. Flott leið, brattari og lengri en hún lítur út fyrir að vera, eins og oft vill verða. 50 metrar. Númer 2 á mynd.

FF: Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2022.

Tinnasvæðið er í sunnanverðum Hvolsdal, í Hrossahjalla í fjallinu Illvita. Ekið er um járnhlið nokkurn veginn gegnt pýramídanum í Fannahjalla og að ánni. Fórum ána á ís, gæti mögulega verið farartálmi. Um 20 mínútna gangur er að leiðunum. Ekki er verra að hafa göngustafi því skriðan er mjög laus.

Freyr við Vindla faraós
Freyr leggur í vindlana
Sigið niður tóbakið

 

 

Klifursvæði Skarðsströnd
Svæði Tinnasvæðið
Tegund Ice Climbing

Rýtingur Amons Ra WI 4+

Rýtingur Amons Ra WI4/5 120m

Byrjar í gilinu NV- / vinstra megin við stóra pýramídann í Fannahjalla, í faraóaveggnum. Mest áberandi og fyrsta línan í gilinu. Löng og flott leið í stórbrotnu umhverfi.

Fyrsta spönn er frekar brött og löng. Bæði var snjóskel í leiðinni og stökkur ís sem gerði spönnina krefjandi. Síðan tekur við snjóbrekka og fínn ís til að tryggja í fyrir ofan hana.

Önnur spönn byrjaði á stuttu bröttu hafti og varð svo löng samfelld WI 3 eftir það í betri ís.

Þriðja spönn byrjaði aftur brött, síðan tenging upp að næsta bratta hafti. Þar lá leiðin upp undir þak með hliðrun út á mjótt kerti. Tæknilegustu hreyfingar leiðarinnar. Hægt væri að hliðra og klifra auðveldari útgáfu. Leiðin endar svo 10 metrum ofar, aðeins fyrir neðan brún, til að eiga inni góðan klaka fyrir tryggingu og þræðingu. Tvö löng sig niður á 70 metra línum.

FF: Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2022. WI4/5 120m

Rýtingur Amons Ra teygir sig alveg ofan í gilið
Rýtingur Amons Ra teygir sig alveg ofan í gilið
Freysi leiðir fyrstu spönn
Freysi leiðir fyrstu spönn
Sissi eltir
Sissi eltir
Veðrið þennan dag var frekar slæmt
Veðrið þennan dag var frekar slæmt og versnaði svo
Krúxið í síðustu spönn var að klifra undir þakinu og hliðra út á kertið
Krúxið í síðustu spönn var að klifra undir þakinu og hliðra út á kertið
Niðurleiðin bauð upp á fastar línur, blindbyl, spindrift, finna ekki bílinn, fjúkandi dót og loks að fjúka um koll og slasa sig. Allur pakkinn!
Niðurleiðin bauð upp á fastar línur, blindbyl, spindrift, finna ekki bílinn, fjúkandi dót og loks að fjúka um koll og slasa sig. Allur pakkinn!

 

Klifursvæði Skarðsströnd
Svæði Hvolsfjall
Tegund Ice Climbing

Mellufær á Glerá WI 5

Mellufær á Glerá WI5 40m

We parked the car at the Motor Cross Area close to the Glerá canyon. GPS 65.667876, -18.161273

Head directly towards the canyon, about a 5-minute walk.

Rappel into the canyon on bolted anchors. There is one by the edge of the canyon on a big boulder, another anchor about 30m down.
It is possible to rappel to the floor of the canyon on a 70m rope. It’s recommended to attach the rope to the middle anchor. There are some loose rocks.

We climbed it in one 40m pitch. The climb starts out fairly wide but narrows at the top of the pillar to just the width of one person or so.
Very exposed climbing. Pumpy. Then after the pillar, some mixed climbing follows.
Mostly on thin ice that didn’t take screws, at least not in the condition it was in during the first ascent.
2 bolts protect the mixed sections in the upper part of the pitch. Finish and belay at the midway anchor.

From here it is possible to walk/scramble out on the ledge system trending leftward but it is exposed and a fall could be deadly. To minimize the risk of the exit you can just leave your rappel lines fixed and use them to belay yourself out.

FA: Cass Bindrup and Ásgeir Már
23rd of January 2022

Klifursvæði Akureyri
Svæði Glerárgljúfur
Tegund Ice Climbing

Sængin WI 3+

Leið D – WI3-4+ 

Sængin er ofar í gilinu, upp með ánni og er nokkuð breiður foss sem býður upp á margskonar klifur. Við frumferð var nokkuð vatn á vinstri hlið á meðan hægri hliðin var vel bunkuð og margir valkostir. Upp komin eru margir kostir til trygginga auk þess sem fossinn virðist vera kjörinn fyrir æfingar í ofanvaði, sem er auðvitað í anda Kósí sektorsins. Víst er að top rope tough guy/girl mæta því í bílförmum á sektorinn. 

 FF: Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Brúnkollugil
Tegund Ice Climbing

Kertaljós WI 4

Leið B – WI4-4+ 

Kertaður foss sem bauð upp á skemmtilegar þrautir við frumferð. Hefst á aflíðandi klifri en um miðbik verður fossinn lóðréttur með yfirhangandi kertum og regnhlífum, sá kafli er um 8 metra langur. Klifra þurfti í gegnum þrönga kverk og þaðan í gegnum regnhlífar. Fyrir vikið var klifrið, þó að stutt væri, krefjandi, skapandi og skemmtilegt. Eftir að hafa híft sig upp á brún eru góðar mosafestur en um fimm metra gangur er í góðan ísbunka fyrir akkeri. Það er hentugt að klifra þessa leið til þess að komast í efsta foss Kósí sektorsins sem er talsvert innar í gilinu.

FF: Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson, Janúar 2022

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Brúnkollugil
Tegund Ice Climbing

Sófinn WI 3+

Leið A, WI 3-4

Skemmtilegur foss sem er hentugur fyrir upphitun. Fyrst er einfalt klifur upp á pall en þar er hægt að fara vinstra megin sem er WI3 eða hægra megin sem er WI4. Þar sem fossinn er stuttur er þetta líklegast fínasta æfingaleið fyrir þá sem vilja æfa og skrúfa á sig hausinn fyrir leiðsluklifur. Þegar komið er upp má ganga aðeins upp að stalli þar sem hægt er að setja upp gott akkeri fyrir félagann.

FF Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022

Klifursvæði Brattabrekka
Svæði Brúnkollugil
Tegund Ice Climbing

Fyrstur upp að veggnum WI 3

Leið númer 3 á mynd.

Miðjuleiðin austan megin í Litlasandsdal, aftan við Þyril.

Leiðin er um 70m en getur verið klifruð í einni risaspönn, WI 3

Skráð af: Freyr Ingi Björnsson, Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, 30 des 2021, WI 3 – 70m.

Lengi hefur verið klifrað í dalnum svo mögulegt er að leiðin hafi verið klifin en upplýsingar um FF eru ekki þekktar.  Ef þær upplýsingar eru til má koma þeim á ÍSALP.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Litlasandsdalur
Tegund Ice Climbing

4. júlí

Leiðin er í Ingólfsfjalli, vestanmeginn við námuna (vinstrameginn). Leiðin er að hluta til í mjög augljósri sprungu í fjallinu sem sést vel frá veginum.

Hægt að keyra að fjallinu með því að fara að námunni og taka vinstri begyju og taka stuttan slóða nær staðnum.

Gengið upp skriðu að sprungunni. Leiðin byrjar hægra megin við sprunguna og er bara brölt. Frekar létt leið með nokkrum litlum höftum.

Þegar maður er kominn upp c.a 50m þá kemur maður inn í sprunguna en það er mjög augljóst að það er annað berg þar. 4 boltar til staðar til að græja stans. Leiðin þaðan er svo c.a 45m upp á topp.

Gott að hafa í huga að fara þegar það er þurrt eða frost. Þar sem fjallið getur verið mjög laust.

FF: Félagar í Björgunarfélagi Árborgar

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Ingólfsfjall
Tegund Alpine

Kjalardalsfossar WI 3+

WI2 25/30m
WI3 10m
WI3+20/25m

*virðast ekki hafa neitt sérstakt nafn. Hafa verið klifraðir af heimamönnum í gegnum tíðina.

Staðsettir í Kjalardal í norðurhluta Akrafjalls. Lagt við útskot hjá girðingu við túnið. Uþb 5 mín gangur upp að fyrsta hafti. Byrjar á fallegum og breiðum WI2 fossi, eitthvað um 25m upp í flottann og breiðan stans. Strax til hægri er uþb 10m WI2/3 haft. Eftir það er gengið upp með ánni og yfir lítið haft þangað til að komið er að aðal klifrinu. Sirka 20/25m WI3+ formfagurt haft sem er nær lóðrétt síðustu metrana. Hægt er að ganga niður auðveldlega austan megin þ.e. vinstra megin við klifurlínu.

FF óþekkt Klifrað af Erni og Snorra Erni janúar 2021.

Klifursvæði Akranes
Svæði Kjalardalur
Tegund Ice Climbing

Akranes

Eitthvað er um fossa og möguleika á vetrarklifri í Akrafjalli.

Eitthvað er til af sögusögnum um að heimamenn hafi klifrað hér og þar um Akrafjallið en lítið hefur fengist staðfest.

Ísalp óskar eftir upplýsingum um fleiri leiðir, eða að klifrarar leggi upp í leiðangur og skoði hvað fjallið hefur upp á að bjóða.

Stinky Chick

Stinky Chick Route

AD WI3 +, 160m

Eystri Hnappur is a peak on the south-east rim of Öræfajökull at stands at 1758m tall. It is possible to drive up to about 6-700 meters depending on road conditions.

In order to access Eystri Hnappur one must traverse into the crevasse fields below the peak. This can pose one of the most formidable challenges depending on the season and the condition of the many crevasses. It would probably be impassible in late May / June.

Our traverse into the crevasse field started at about 1640m and after some tight navigation through through broken ice and a thin bridge, we made it to the base of the climb. The first pitch itself can range from WI3 to WI3 + depending on the line one would choose. There are some exposed sections and technical moves to the first belay. Protection is minimal at best less one takes the time to make a t-slot. This first pitch was lead by Mike and is about 50+ meters.

The second pitch, which was a ridge traverse was about 50 + m and poorly protected. The pendulum risk is high here as protecting the ridge itself was not possible due to the deep snow. Riggi set up a belay after the 50+ meter pitch halfway up the ridge using a vertical picket and screw and Mike set off for the third pitch.

The third pitch (55 + meters) was another ridge traverse with fall hazard on both sides. Again, protection was sparse and was only possible once the ridge ended and transformed into the final ascent slope. Both a deadman and vertical picket were placed for the belay. Zanet lead the final pitch to the summit. The descent down takes the standard north face route.

FA: Mike Reid, Ra Dost & Rögnvaldur Finnbogason

Why “Stinky Chick”?

This pitch is dedicated to Zanet as it was both her birthday but also, and most importantly, she is a woman who breaks free of stereotypes of what a women should be and forges her own path of adventure and awesomeness. She has no regrets after coming down from big days of adventure a little “Stinky” and owns it proudly. This one is for you “Stinky Chick”, you are an inspiration.

 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Eystri Hnappur
Tegund Alpine

Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins fyrir liðið tímabil. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
  2. Keppandi þarf að vera meðlimur í Íslenska alpaklúbbnum
  3. Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2020)
  4. Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
  5. Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
  6. Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
  7. Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins

Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi sunnudaginn 14. nóvember 2021.

Aðalfundur Ísalp

Þann 1. október ætlar klúbburinn að koma saman og halda hinn árlega og eldsnögga aðalfund á Pedersen Svítunni. Í beinu kjölfari ætlar Matteo að halda fyrir okkur myndasýningu og segja frá frumferðum sínum síðasta vetur. Eftir myndasýninguna ætlum við að sitja áfram og halda smávegis partý.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör stjórnar
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál
–Ársritið
–Dagskrá vetrarins 2021-2022
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2021.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd (runathor@gmail.com) fyrir 24. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 24. september.
Staðsetning: Pedersen Svítan