(Icelandic) Skaði WI 5+
Hægri leiðin upp úr Geldingagili, byrjar nokkrum metrum frá Beikon og Egg.
- spönn WI4, 45m. Stans á stórri og góðri syllu.
- spönn WI4/+ 40m, þarna getur myndast áhugaverður blómkálsís í efri hluta vegna spreys frá fossinum fyrir ofan. Hálf hangandi stans í helli vinstra megin við kertið.
- spönn WI5+ 35m, bratt og engin hvíld fyrr en rétt neðan við brún.
Eftir fyrstu þrjár spannir má klifra stutt haft og þaðan hægt að fylgja kindagötum til austurs og þá niður í átt að Ungmennafélagslundinum (sjá Kyrrð fyrir lýsingu á niðurleið).
Ef haldið er áfram upp þarf að brölta fram hjá stórgrýti sem loka gilinu. Þá er komið að 40-50m bröttum fossi, líklega WI4+ eða WI5, sem er ófarinn.
Leiðin myndast sjaldan svo ef hún er inni má ekki láta hana fram hjá sér fara.
FF: Árni Stefán Haldorsen, Íris Ragnarsdóttir Pedersen, Daniel Saulite og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, 7.jan 2023.
Crag | Öræfi, Vestur |
Sector | Svínafell |
Type | Ice Climbing |