Leðurblökumaðurinn WI 3

Fyrsta gilið í Illuklettum í Hafrafelli, innar Fremra- og Innra-Hálsgili (Rauð leið á mynd).

Fyrsti þriðjungur leiðarinnar býður upp á nokkur stutt WI3 höft, en efri hlutinn er samfellt WI1-WI2 brölt upp á topp. Heildarhækkun upp á 330 m. Toppað er rétt sunnan við bröttustu klettabeltin og er létt ganga suður niður Háls og þaðan niður kindagötur/stíga að gamla bílastæðinu við rætur Hafrafells.

FF: Tryggvi Unnsteinsson 11. janúar 2023.

Crag Öræfi, Vestur
Sector Hafrafell
Type Ice Climbing

Eyjagil WI 3

Leið upp Eyjagil vestan í Skaftafellsheiði.

Aðkoma: annaðhvort er komið ofan frá gönguleiðinni um vesturheiði, eða þá að farið sé inn meðfram Morsá og áin þveruð á lagnaðarís.

Leiðin byrjar á <10 m fallegu kerti sem myndast þar sem Eyjagilslækurinn fellur í gegnum skarð á skáhöllum berggangi niður á aurkeiluna við Morsá (á mynd). Það tekur lengri tíma fyrir þetta kerti að komast í klifranlegt form m.v. nærliggjandi leiðir.  Við taka nokkur styttri og léttari höft, en svo löng ganga, >500 m, upp eftir læknum þar til komið er á gönguleiðina um vesturheiði.

FF: áreiðanlega einhver annar, en ef ekki – Tryggvi Unnsteinsson 12. janúar 2023.

Crag Öræfi, Vestur
Sector Skaftafellsheiði
Type Ice Climbing