
Jólklifrinu er aflýst


Leiðin er í Ingólfsfjalli, vestanmeginn við námuna (vinstrameginn). Leiðin er að hluta til í mjög augljósri sprungu í fjallinu sem sést vel frá veginum.
Hægt að keyra að fjallinu með því að fara að námunni og taka vinstri begyju og taka stuttan slóða nær staðnum.
Gengið upp skriðu að sprungunni. Leiðin byrjar hægra megin við sprunguna og er bara brölt. Frekar létt leið með nokkrum litlum höftum.
Þegar maður er kominn upp c.a 50m þá kemur maður inn í sprunguna en það er mjög augljóst að það er annað berg þar. 4 boltar til staðar til að græja stans. Leiðin þaðan er svo c.a 45m upp á topp.
Gott að hafa í huga að fara þegar það er þurrt eða frost. Þar sem fjallið getur verið mjög laust.
FF: Félagar í Björgunarfélagi Árborgar
| Klifursvæði | Árnessýsla |
| Svæði | Ingólfsfjall |
| Tegund | Alpine |
WI2 25/30m
WI3 10m
WI3+20/25m
*virðast ekki hafa neitt sérstakt nafn. Hafa verið klifraðir af heimamönnum í gegnum tíðina.
Staðsettir í Kjalardal í norðurhluta Akrafjalls. Lagt við útskot hjá girðingu við túnið. Uþb 5 mín gangur upp að fyrsta hafti. Byrjar á fallegum og breiðum WI2 fossi, eitthvað um 25m upp í flottann og breiðan stans. Strax til hægri er uþb 10m WI2/3 haft. Eftir það er gengið upp með ánni og yfir lítið haft þangað til að komið er að aðal klifrinu. Sirka 20/25m WI3+ formfagurt haft sem er nær lóðrétt síðustu metrana. Hægt er að ganga niður auðveldlega austan megin þ.e. vinstra megin við klifurlínu.
FF óþekkt Klifrað af Erni og Snorra Erni janúar 2021.
| Klifursvæði | Akranes |
| Svæði | Kjalardalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Eitthvað er um fossa og möguleika á vetrarklifri í Akrafjalli.
Eitthvað er til af sögusögnum um að heimamenn hafi klifrað hér og þar um Akrafjallið en lítið hefur fengist staðfest.
Ísalp óskar eftir upplýsingum um fleiri leiðir, eða að klifrarar leggi upp í leiðangur og skoði hvað fjallið hefur upp á að bjóða.
Fyrsta leiðin í fyrsta sector, næst bænum Björgum.
Farin í slæmu veðri, frosnar karabínur og vesen að koma sér niður.
FF: Sveinn Friðrik Sveinsson & Haraldur Guðmundsson, mars 2009
| Klifursvæði | Kaldakinn |
| Svæði | Björg |
| Tegund | Ice Climbing |

Sjóðurinn Áfram Árneshreppur, brothættar byggðir hefur veitt Ísalp styrk upp á 400.000 kr. Styrkurinn er fyrir uppbyggingu á klettaklifursvæðinu í Norðurfirði og mun hann sennilega geta nýttst okkur vel í sumar sem og næstu árin.
Ísalp þakkar kærlega fyrir sig!
Öræfasýn AI4 200m – N – NW hlið Tindaborgar
Aðkoma um hnappavallaleið. Keyrt upp í 700m og skinnað upp á skíðum upp að vestari hnapp. Svo yfir sléttuna og norður fyrir hnjúkinn. Niður upptakasvæði svínafellsjökul og að tindaborg. Aðkoman tók um 5klst. Skíði skilin eftir neðan við normal leiðina. Farið í brodda og labbað niður fyrir.
Frekar sprungið landslag til að komast að leiðinni og vísara að fara með gát. Leiðin byrjar á stóru bergshrundi sem þarf að fara yfir. Þetta reyndist ansi snúið þar sem lítið hald var í snjónum fyrir axir og þetta var mjög stórt skref. Settur var niður snjóhæll ofan við sprunguna og togað í hann til þess að komast yfir.
Fyrsta spönn var um 55m að áberandi stein í rennuni. 60-70° ís með 3-4m lóðréttum höftum af og til. Lesa meira
| Klifursvæði | Öræfajökull |
| Svæði | Tindaborg |
| Tegund | Alpine |
Leið númer 16a á mynd
AI3 M3/4, 600 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 2.maí 2021.
Leiðin liggur úr Kaldárdal, austan við Skessuhorn, upp klettabelti í upphafi og fylgir síðan löngum og áberandi hrygg á Miðfjallskamb. Veiklekar í neðsta klettabeltinu voru eltir upp á hrygginn og honum síðan fylgt að langmestu leyti alla leið upp á topp.
Mestu erfiðleikarnir voru í mixhöftum í byrjun leiðar, sérstaklega í fyrstu spönn, og í næstsíðustu spönn við toppinn. Ís var víða að finna en yfirleitt býsna þunnur. Þá var töluvert mikið af snjóklifri í leiðinni.
| Klifursvæði | Skarðsheiði |
| Svæði | Kaldárdalur |
| Tegund | Alpine |

Leið númer 12.
Gráða óþekkt
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 11.
Gráða óþekkt
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 10.
Gráða óþekkt
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 9.
Gil hægra megin við megin hluta svæðisins
Gráða óþekkt
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 8.
Gil hægra megin við megin hluta svæðisins
Gráða óþekkt
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 7.
Nokkuð breitt ísþil, mætti sennilega skipta upp í fleiri leiðir
Gráða óþekkt
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 6.
Hægra megin í breiða áberandi ísþilinu
WI 4
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 5.
Vinstra megin í breiða áberandi ísþilinu
WI 4
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 4.
ATH, það eru aðeins meira en 30 m upp í síðasta ís.
WI 4+
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Ný dönsk |
| Tegund | Ice Climbing |