BANFF 2021!

Til að hita upp fyrir sumarið þá mun Ísalp standa fyrir BANFF fjallakvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís við Hverfisgötu 4. og 6. maí. Eins og fyrri ár sér GG sport um að gera hátíðina mögulega (svo lengi sem heimsfaraldurinn blandar sér ekki í málið).
Það er af nægu að taka og flestir útivistar- og jaðarsports iðkendur og áhugafólk ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: klettaklifur, alpaklifur, skíði, fjallahjól, hlaup og fleira.
ATH. Vegna sóttvarnalaga eru örfáir miðar í boði og því mikilvægt að tryggja sér miða sem fyrst. Einungis verður hægt að kaupa miða á netinu í gegnum tix.is
Félagar í Ísalp geta sótt afsláttarorð á stjorn@isalp.is
Myndir:
Þriðjudagur, 4. maí 20:00
Charge 2
Free As Can Be
Ocean to Asgard
The Chairlift
Pretty Strong: Fernanda
K2: The Impossible Descent
Fimmtudagur, 6. maí 20:00
The Legend of Tommy G
FKT
Climbing Blind
One Star Reviews: National Park
Mount Logan
Slack Sisters
The Secret of Bottom Turn Island
The Ghosts Above

Skildu eftir svar