Humarkló

Mynd: Sigurður Hrafn Stefnisson

Leið upp á Humarkló í Heinabergsfjöllum.

Aðal erfiðleikarnir felast í seinustu 10m eða svo. Ca 5.8 en í lausu bergi þar sem erfitt er að vita hverju á að treysta.

FF: Björgvin Richardsson, Guðni Bridde og Valdimar Harðarson, júní 1991

 

HUMARKLÓIN – Eftir Björgvi Richardsson

Tæpum tveim mánuðum eftir að við stóðum saman á tindi Karlsins var stefnan aftur sett á óklifin tind. Að þessu sinni var það Humarklóin í Heinabergsfjöllum sem varð fyrir valinu. Heinabergsfjöll eru austan Skálafellsjökuls í suðaustanverðum Vatnajökli og blasa við frá Höfn í Hornafirði í norðvestri. Um tindinn vissum við lítið, höfðum aðeins séð af honum óljósa mynd. Við vissum hvar hann var á landakortinu. En við vissum að hann var óklifinn. Það var nóg.

Lesa meira

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Heinabergsfjöll
Tegund Alpine

Höfuðbani WI 4

Leið númer B6a.

Leiðin byrjar rétt vinstra megin við Gryfjuna (B7-B9) og endar á sama stað og Sótanautur. Leiðin gæti flokkast sem Sótanautur Direct en eiga samt ekki margar hreyfingar sameiginlegar.

Hringurinn Sótanautur þótti slík gersemi vera fyrir fegurðar sakir og listasmíðar, að betri þótti hann en mörg jafnvægi hans í gulli. Hitt var miður kunnugt, að þau ósköp fylgdu þessum hring, að hann skyldi verða höfuðbani allra þeirra, er hann ættu, nema væri kona eigandinn.

WI 4, 30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Ávangur WI 3+

Leið númer A11a.

Leiðin er á sama ísstefni og A11, Hollow Wall, nema alveg fremst á því á meðan Hollow Wall fer upp kverkina vinstra megin.

WI 3+, 40m.

Fyrsti landnámsmaðurinn í Botnsdal var írskur, Ávangur að nafni. Bær hans gæti hafa verið þar sem nú eru rústir Holukots.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. apríl 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Hlaðhamrar
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Kóróna WI 5

Leið upp pillar á milli B11 (Ljótur piltur) og B12 (Lygakvenndi)

Brattur pillar sem leit út fyrir að vera svona WI 4+ en var svo alveg óheyrilega pumpandi þegar á reyndi. Það var smá tjald sem þurfti að klifra uppundir og utanum sem var allt vel í fangið. Klifrað þegar Múlafjall var í mjög bunkuðum aðstæðum, veit ekki hvort að þetta geti myndast eitthvað léttara.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Bergur Ingi Geirsson, 19. mars 2020

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing

Banff fjallakvikmyndahátíðin 2020

Nú er komið að kvikmyndaviðburði ársins þegar Íslenski alpaklúbburinn heldur Banff kvikmyndasýningarnar hátíðlega. Í ár fara sýningarnar fram 17. og 19. mars. Hátíðin verður í Bíó Paradís við Hverfisgötu og við vonum að það verði ekki svo í síðasta skipti. Eins og fyrri ár sjá GG sport og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn um að gera hátíðina mögulega á Íslandi.

Það er af nægu að taka og flestir útivistar- og jaðarsports iðkendur og áhugafólk ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: klettaklifur, alpaklifur, skíði, fjallahjól, hlaup og fleira.

Sjá nánar um sýningarnar og miðasöðluna á Banff vefsíðunni.

Trail mix WI 3

Rauð leið á mynd

Eitt af neðri berglögunum í Svarthamarsfjalli í hlíðinni sem snýr niður að Djúpveg. Ca 300m hæð.

Leiðin innihélt eina klettahreyfingu og hópurinn var með trail mix við höndina

FF: Erla Guðný Helgadóttir, Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing

Once upon a time …in Álftafjörður WI 3

Gula línan á mynd

Eitt af neðri berglögunum í Svarthamarsfjalli í hlíðinni sem snýr niður að Djúpveg. Ca 300m hæð.

FF: Erla Guðný Helgadóttir, Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 9. febrúar 2020

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Svarthamarsfjall
Tegund Ice Climbing