Skráning í gistingu fer fram í umræðuþræðinum „Skráning á Ísklifurfestival 2020“.

Leið framarlega í Grænafjallsgljúfri.
Rétt áður en komið er að leiðinni Þröskuldur (sem verður að klifra til að komast á efra svæðið) þá er brölt upp gil til hægri.
WI 5
FF: Ólafur Þór Kristinsson og Rory Harrison, 04.02.20
| Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
| Svæði | Grænafjallsgljúfur |
| Tegund | Ice Climbing |
Hægri lína á mynd
Ein af tveim leiðum rétt vinstra megin (austan) við innganginn í Flugugil.
WI 4+, 20m
FF: Óþekkt
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Flugugil |
| Tegund | Ice Climbing |
Vinstri lína á mynd
Ein af tveim leiðum rétt vinstra megin (austan) við innganginn í Flugugil.
WI 4, 40m
FF: Óþekkt
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Flugugil |
| Tegund | Ice Climbing |

Leið í áberandi gili rétt áður en komið er í sjálft Glymsgilið.
Þegar gengið er eftir gönguleiðinni upp að glym er farið í gegnum helli sem heitir Þvottahellir. Þegar staðið er uppi á brún áður en farið er niður og í gegnum hellinn þá er Stóragil þar beint á móti.
Leiðin byrjar aflíðandi en verður brattari eftir því sem ofar dregur. Fyrir ofan leiðina er bratt kerti sem er ófarið eins og er.
FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Illugi Örvar Sólveigarson, desember 2019
| Klifursvæði | Glymsgil |
| Svæði | Stóragil |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið upp Þórufoss í Kjósinni.
Leiðin er eiginlega stök í Kjósinni en fær að fljóta með Grenihlíðar sectornum vegna nálægðar.
15m, WI 3
Leiðin fer upp foss í ágætlega vatnsmikilli á. Því ber að hafa varann á þegar farið er í leiðina og passa að áin sé nægilega vel frosin til að geta gengið á henni.
Leiðin er aðeins 200m frá veg og hentar því einstaklega vel fyrir skreppitúr í létt ísklifur.
Sögusagnir herma að þessi foss hafi verið klifinn fyrir 2019. Engar heimildir finnast hins vegar fyrir því…
FF: Elísabet Atladóttir og Illugi Örvar Sólveigarson, 15. desember 2019
| Klifursvæði | Kjós |
| Svæði | Grenihlíð |
| Tegund | Ice Climbing |

Íslenski Alpaklúbburinn (ÍSALP) hefur nú með hjálp góðra samstarfsaðila safnað ullarteppum sem verða fljótlega sett í Tindfjallaskála.
Með þessu móti gefst ferðalöngum tækifæri til að ferðast léttar þegar gist er í skálanum.
Nú þurfa gestir aðeins að hafa með sér innri poka (liner poka) í stað þess að bera svefnpoka.
Hugmyndin er að erlendri fyrirmynd og talið er að þetta sé fyrsti skálinn á landinu sem bjóði uppá þennan lúxus.
Stjórn ÍSALP vonar að sem flestir geti í framtíðinni nýtt sér skálann og hlakkar til að sjá ykkur á fjöllum.
Nánari upplýsingar um Tindfjallaskála má finna á heimasíðu ÍSALP undir Skálar.
Lengst vinstra megin í Súlu sectornum (sector 2 í Öxnadal)
Leiðin byrjar innarlega í gili og nær að vera WI 3 snemma veturs. Eftir því sem líður á veturinn bunkast leiðin upp og gilið fyllist af snjó, með þeim afleiðingum að leiðin léttist umtalsvert eða hverfur alveg.
FF: Rakel Ósk Snorradóttir og félagar í Björgunarsveitinni Súlum, desember 2017
| Klifursvæði | Hörgárdalur |
| Svæði | Öxnadalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Purrkur, WI3+/4, 50m
Leið í Bakkahvilft sem liggur út frá Hnífsdal
Það eru í raun tvær línur sem liggja þarna upp hlið við hlið og því liggur beinast við að kalla þá hægra megin Pillnikk.
Gangan þarna uppeftir er áhugaverð þegar það er enginn snjór, stórgrýtt mjög svo þetta tekur tíma.
FF: Björgvin Hilmarsson og Heiða Jónsdóttir, 29.11.19
Myndin hér að neðan sýnir leiðirnar í Bakkahvilft. Myndin er tekin þegar Googooplex var farin og sýnir því aðstæður eins og þær voru þá.

| Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
| Svæði | Hnífsdalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Nýafstaðinn aðalfundur samþykkti samhljóða að veita Ferðafélagi Íslands leyfi til að nýta Bratta sem stendur í Kópavogi sem skálavarðahús í Nýjadal. Þegar að tilskilin leyfi fást til að setja upp skála í Súlnadal þá hefur FÍ skuldbundið sig til þess að byggja nýan skála sem mun henta enn betur til notkunar bæði fyrir félagsmenn Ísalp og FÍ.
Litlar breytingar urðu á stjórn. Sif Pétursdóttir lét af stjórnarstörfum eftir árs setu sökum þess að vera flutt út í nám. Fráfarandi stjórn vill þakka henni fyrir vel unnin og gott samstarf störf síðasta árið. Í stað Sifjar var Elísabet Atladóttir kjörin inn í staðinn. Elísabet hefur starfað með klúbbnum síðastliðin tvö ár og er auk þess jöklaleiðsögumaður og undanfari í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Stjórn vill bjóða Elísabetu velkomna til starfa og við hlökkum til komandi mánaða.
Annað hefðbundið fór fram á aðalfundi, skýrsla stjórnar var kynnt, reikningar klúbbsins voru samþykktir samhljóða og Karl Ingólfs fékk umboð klúbbsins til að starfa í SAMÚT að málum vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Mæting var með besta móti, um 20 manns.
Stjórn vill mynna á aðalfund Ísalp sem verður haldinn klukkan 20:00 26. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í Ísalp salnum í Klifurhúsinu.
Fyrst á dagskrá er kynning FÍ á möguleikum til nýtingar á núverandi Bratta
Næst er kostning nýrrar stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Yfirferð ársreikninga
Stutt kynning á nýafstaðinni Ísalp ferð til Písa.
Mynd og nánari staðsetning óskast.
Mixuð leið í Kollafirði. Leiðin liggur upp 4m háa íslænu sem er 30-40cm breið, upp á snjósyllu að 2m kerti og þaðan tekur við 4m morkin bergsprunga. Þaðan er hliðrað í lélegu bergi til hægri upp í áberandi skál sem liggur upp á brún.
M 4, 25m
FF: Guðmundur Tómasson 14. mars 1997
| Klifursvæði | Barðaströnd |
| Svæði | Kollafjörður |
| Tegund | Mixed Climbing |
Leið númer 3 á mynd
Fossinn innst inni í Hestagili, mitt á milli erfiðra ísklifurleiða.
Bergið í gilinu á að vera mjög fast og henta vel til sportklifurs ef að áhugi er fyrir því.
FF: Óþekkt en sennilega í kringum 1997
| Klifursvæði | Brynjudalur |
| Svæði | Hestagil |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 32 á mynd
Einfarin í frumferð, WI 2 eða WI 3
FF: Snævarr Guðmundsson, 1988
| Klifursvæði | Esja |
| Svæði | Búahamrar - Nálin |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið númer 21 á mynd.
Afbrigðið fylgir Spólunni upp 2/3 leiðarinnar en beygir þá til vinstri og fer upp víða sprungu (IV). Mixklifur.
FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson, 1987
| Klifursvæði | Esja |
| Svæði | Búahamrar - Spólan |
| Tegund | Mixed Climbing |
Þann 27. apríl koma til okkar gestir frá Ungverjalandi og Slóveníu til að taka þátt í þriðja hluta Erasmus samstarfsins á milli alpaklúbbana í þessum þrem löndum.
Hópur Ísalpara keyrir norður með hópinn þann 28. apríl og skíðar með þeim á Tröllaskaganum til 4. maí.

Nóg verður um að vera alla daga og á kvöldin. Planað er að hafa snjóflóða fyrirlestur, grillveislu í fjörunni, heimsókn í Kalda og margt fleira ásamt því að skíða á valda tinda hér og þar um Tröllaskagann.
Ísölpurum er velkomið að slást í hópinn, fara með okkur í skíðaferðir og grilla með okkur.
Því miður er mest allt húsrúm sem klúbburinn bókaði orðið fullt svo að þeir sem myndu vilja bætast við myndu þurfa að útvega sína gistingu sjálfir.
Route B1d in topos
WI3 40m
Easy gully leads to a short wall to the right.
FA: Matteo Meucci og Ágúst Kristján Steinarsson 24/03/2019
| Klifursvæði | Múlafjall |
| Svæði | Kötlugróf |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið á milli B19 (Heiladauður) og B20 (Rjúkandi)
Leið III í gamla hraðsoðna leiðarvísinum. Þar segir: Einhver leið. Lítur út fyrir að vera fín byrjendaleið, WI2. Fyllist sennilega af snjó þegar líða tekur á vetur.
Leiðin byrjar á á 5m bröttum kafla en er svo brölt/klifur eftir það.
FF: Óþekkt
| Klifursvæði | Múlafjall |
| Svæði | Kötlugróf |
| Tegund | Ice Climbing |
Leið í Stigárdal, ofar en Testofan og Hlaupárgil alveg við Stigárjökul.
Frumferðarteymið klifraði upp kertið hægra megin á myndinni.
FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Ólafur Þór Kristinsson og Rory Harrison, febrúar 2019
| Klifursvæði | Öræfi, Austur og Suðursveit |
| Svæði | Stigárdalur |
| Tegund | Ice Climbing |
Örninn flýgur – Þorsteinslundur – Fljótshlíð
Þorsteinslundur er rétt vestan við Gluggafoss í Fljótshlíð.
Þar eru miklir möguleikar en hlíðin vísar í suður og því hentar best ef það nær að frysta vel yfir dimmustu mánuðina.
Leiðin fékk nafnið vegna þess að það var Haförn á sveimi yfir okkur sem þykir óvanalegt á suðurlandi.
Hægt væri að taka leiðina í einni spönn og er hún WI3+
Fyrri spönnin byrjaði á tæknilegu klifri upp kerti sem náði ekki alveg niður.
FF: Bjarni Guðmundsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, 30. janúar 2019
| Klifursvæði | Fljótshlíð |
| Svæði | Þorsteinslundur |
| Tegund | Ice Climbing |