Yersinia WI 3

Lengst vinstra megin í Súlu sectornum (sector 2 í Öxnadal)

Leiðin byrjar innarlega í gili og nær að vera WI 3 snemma veturs. Eftir því sem líður á veturinn bunkast leiðin upp og gilið fyllist af snjó, með þeim afleiðingum að leiðin léttist umtalsvert eða hverfur alveg.

FF: Rakel Ósk Snorradóttir og félagar í Björgunarsveitinni Súlum, desember 2017

Crag Hörgárdalur
Sector Öxnadalur
Type Ice Climbing

Purrkur WI 3+

Örin bendir á leiðina Purrkur í Bakkahvilft. Mynd: Björgvin Hilmarsson

Purrkur, WI3+/4, 50m

Leið í Bakkahvilft sem liggur út frá Hnífsdal

Það eru í raun tvær línur sem liggja þarna upp hlið við hlið og því liggur beinast við að kalla þá hægra megin Pillnikk.

Gangan þarna uppeftir er áhugaverð þegar það er enginn snjór, stórgrýtt mjög svo þetta tekur tíma.

FF: Björgvin Hilmarsson og Heiða Jónsdóttir, 29.11.19

Myndin hér að neðan sýnir leiðirnar í Bakkahvilft. Myndin er tekin þegar Googooplex var farin og sýnir því aðstæður eins og þær voru þá.

Yfirlitsmynd af Bakkahvilft. Mynd Björgvin Hilmarsson

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Hnífsdalur
Type Ice Climbing

Niðurstöður aðalfundar

Nýafstaðinn aðalfundur samþykkti samhljóða að veita Ferðafélagi Íslands leyfi til að nýta Bratta sem stendur í Kópavogi sem skálavarðahús í Nýjadal. Þegar að tilskilin leyfi fást til að setja upp skála í Súlnadal þá hefur FÍ skuldbundið sig til þess að byggja nýan skála sem mun henta enn betur til notkunar bæði fyrir félagsmenn Ísalp og FÍ.

Litlar breytingar urðu á stjórn. Sif Pétursdóttir lét af stjórnarstörfum eftir árs setu sökum þess að vera flutt út í nám. Fráfarandi stjórn vill þakka henni fyrir vel unnin og gott samstarf störf síðasta árið. Í stað Sifjar var Elísabet Atladóttir kjörin inn í staðinn. Elísabet hefur starfað með klúbbnum síðastliðin tvö ár og er auk þess jöklaleiðsögumaður og undanfari í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Stjórn vill bjóða Elísabetu velkomna til starfa og við hlökkum til komandi mánaða.

Annað hefðbundið fór fram á aðalfundi, skýrsla stjórnar var kynnt, reikningar klúbbsins voru samþykktir samhljóða og Karl Ingólfs fékk umboð klúbbsins til að starfa í SAMÚT að málum vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Mæting var með besta móti, um 20 manns.

Aðalfundur Ísalp 26. september

Stjórn vill mynna á aðalfund Ísalp sem verður haldinn klukkan 20:00 26. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í Ísalp salnum í Klifurhúsinu.

Fyrst á dagskrá er kynning FÍ á möguleikum til nýtingar á núverandi Bratta

Næst er kostning nýrrar stjórnar og skoðunarmanna reikninga

Yfirferð ársreikninga

Stutt kynning á nýafstaðinni Ísalp ferð til Písa.

Fuglalíf M 4

Mynd og nánari staðsetning óskast.

Mixuð leið í Kollafirði. Leiðin liggur upp 4m háa íslænu sem er 30-40cm breið, upp á snjósyllu að 2m kerti og þaðan tekur við 4m morkin bergsprunga. Þaðan er hliðrað í lélegu bergi til hægri upp í áberandi skál sem liggur upp á brún.M 4, 25m

FF: Guðmundur Tómasson 14. mars 1997

Crag Barðaströnd
Sector Kollafjörður
Type Mixed Climbing

Fjallaskíðaferð á Tröllaskagann með þriðja hluta Erasmus samstarfinu

Þann 27. apríl koma til okkar gestir frá Ungverjalandi og Slóveníu til að taka þátt í þriðja hluta Erasmus samstarfsins á milli alpaklúbbana í þessum þrem löndum.

Hópur Ísalpara keyrir norður með hópinn þann 28. apríl og skíðar með þeim á Tröllaskaganum til 4. maí. 

Nóg verður um að vera alla daga og á kvöldin. Planað er að hafa snjóflóða fyrirlestur, grillveislu í fjörunni, heimsókn í Kalda og margt fleira ásamt því að skíða á valda tinda hér og þar um Tröllaskagann.

Ísölpurum er velkomið að slást í hópinn, fara með okkur í skíðaferðir og grilla með okkur.

Því miður er mest allt húsrúm sem klúbburinn bókaði orðið fullt svo að þeir sem myndu vilja bætast við myndu þurfa að útvega sína gistingu sjálfir.

Örninn flýgur WI 3+

Örninn flýgur – Þorsteinslundur – Fljótshlíð

Þorsteinslundur er rétt vestan við Gluggafoss [Merkjárfoss] í Fljótshlíð.
Þar eru miklir möguleikar en hlíðin vísar í suður og því hentar best ef það nær að frysta vel yfir dimmustu mánuðina.

Leiðin fékk nafnið vegna þess að það var Haförn á sveimi yfir okkur sem þykir óvanalegt á suðurlandi.

Hægt væri að taka leiðina í einni spönn og er hún WI3+
Fyrri spönnin byrjaði á tæknilegu klifri upp kerti sem náði ekki alveg niður.

FF: Bjarni Guðmundsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, 30. janúar 2019

Crag Fljótshlíð
Sector Þorsteinslundur
Type Ice Climbing

Krummi er svangur WI 4

Krummi er svangur – Stakkholtsgjá – Þórsmörk

Rétt vestan við innganginn á Stakkholtsgjá er ísfoss.
Tveggja spanna klifur líklega um 15-20m sitthvor fossinn.

Leiðin fékk þetta nafn vegna þess að frumfarar fylgdust með Krummapari murka líftóruna úr Fýlsgreyi sem átti engan séns.

Fyrri fossinn er WI3+ og seinni WI4-5 (hægt er að velja úr á breiðu ístjaldi)

FF: Bjarni Guðmundsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, janúar 2018

Crag Þórsmörk
Sector Stakkholtsgjá
Type Ice Climbing

Á tæpasta vaði WI 4

Keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir.
Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca.
10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín.
Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu. Þar er lænan lengst til vinstri kölluð Manía.
Ef farið er örlítið lengra upp kviltina til hægri (þegar horft er á fossinn) þá eru þar nokkrir möguleikar.
Við fórum næstu íslínu til hægri við Maníu og færðum okkur svolítið lengra til hægri eftir fyrstu spönnina.
Völdum okkur, það sem við héldum, auðveldustu leiðina sem var síðan mjög tæp í toppinn.

1. spönn: ca. 20m WI3+/WI4 foss sem fer á góðan stall fyrir tryggingu.

2. spönn: ca. 60m WI4 með mikið af sveppum og ,,kálhausum” og aðeins klunnalegt klifur. Þegar komið er yfir brúnina efst
tók við brött snjóbrekka með lítið af ís og þurfum við að nota hugmyndflugið við gerð akkeris.
Notast var við t-slot í snjópakka og ísexi í frosinn mosa.

Leiðina kölluðum við Á tæpasta vaði.
Mig grunar að í góðum ísaðstæðum sé þetta hins vegar mjög góður ís og ætti ekki að vera neitt vandamál 🙂

FF: Bjarni Guðmundsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, 28. janúar 2019

Crag Þórsmörk
Sector Merkurker
Type Ice Climbing

Skál WI 3+

Rauðar leiðir á mynd

Rétt austan við Hamragarða (Gljúfrabúa) eða Seljalandsfoss er brattur klettaveggur.
Þar myndast stundum ís í lítill skál. Hægt er að labba uppfyrir og gera topprope.
Settir voru þrír járnstaurar í jörðu fyrir ofan leiðina sem hægt er að tryggja akkerið í.
Hentar bara fyrir leiðir merkar rauðum lit.

20m leiðir WI3-4

FF. Ólafur Þór Kristinsson og Bjarni Guðmundsson, febrúar 2018

Crag Eyjafjöll
Sector Seljalandsfoss
Type Ice Climbing

Þorskastríðið WI 3

Rétt áður en komið er að Sauðá eru nokkrar kviltar í fjallshlíð sem vísar í norður.
Þar eru leiðir sem heita Jólakötturinn og Giljagaur. Ágætis klifur með mörgum stöllum milli stuttra en skemmtilegra ísfossa.
Neðst í Þorskastríðinu er stórt fríhangandi kerti sem við höfum klifrað í toprope.
Gaman væri að reyna að tengja það með mix klifri einn daginn. En lítið um tryggingar uppað kertinu.

Farið er upp fyrstu spönn á Jólakettinum. Og þaðan þverað til vinstri inná leiðina.
Leiðin eru margir stuttir en brattir kaflar og á einum stað er stór steinn sem þarf að klöngrast yfir.
Mjög skemmtileg leið í góðum ísaðstæðum en stundum fyllast stallar af snjó eftir mikla snjókomu.

WI3 ca. 100m í heildina. Hægt er að labba niður af leiðinni. Hlíðin er brött.

Leiðin fékk nafnið Þorskastríðið þar sem hópinn skipuðu tvö frá Stóra-Bretlandi og tveir frá Íslandi.

FF: Bjarni Guðmundsson, Sigurður Bjarni Sveinsson, Ginny Amanda, Chris Haworth,  25. janúar 2018

Crag Þórsmörk
Sector Grettisskarð
Type Ice Climbing

Garnaflækja WI 3

Rétt áður en komið er að Sauðá eru nokkrar kviltar í fjallshlíð sem vísar í norður.
Þar eru leiðir sem heita Jólakötturinn og Giljagaur. Ágætis klifur með mörgum stöllum milli stuttra en skemmtilegra fossa.

Garnaflækja er í næstu kvilt við Þorskastríðið í austur. (eða vinstra megin þegar horft er á fjallshlíðina) Leiðin var klifruð í aðstæðum þegar var mikill snjór. Þetta er svipað klifur og Þorskastríðið en þó með lengri stalla milli sumra ísfossanna. Á einum stað er stutt brött súla sem mætti kalla krúx leiðarinnar. Annars mjög þæginleg og skemmtileg leið með frábæru útsýni yfir Markárfljótsaurana.

Nafnið kom út frá misheppnaðri tilraun til að síga niður leiðina og vegna langra stalla flæktist línan all svakalega. Frumfarar mæla með að labba niður af leiðinni.

WI3 ca. 100m í heildina.

FF: Bjarni Guðmundsson, Þórir Guðjónsson og Helgi Þorsteinsson, 29. janúar 2018

Crag Þórsmörk
Sector Grettisskarð
Type Ice Climbing

Útgáfupartý Ársrits Ísalp 2018

Útgáfu ársrits Ísalp 2018 verður fagnað á Bar Ananas á Klapparstíg 38 föstudaginn 8. mars klukkan 22:00. Útgáfupartýið hefst strax á eftir sýningunni “No Man’s Land” sem verður í Háskólabíói sama kvöld.

Í partýinu verður sú nýjung að Ísalp mun veita viðurkenningu fyrir bestu “Fyrst farið” ísleið ársins 2018.

Bjór í boði! Hlökkum til að sjá sem flesta!