Skýjabólstrar WI 3+

Leið upp Hangandifoss í Viðborðsfjalli, rétt austan við Fláajökul og rétt hjá bæjunum Rauðaberg.

Tvær spannir ca 60m. Fyrri spönnin var þakin í stærðarinnar bólstrum sem leiðin dregur nafnið sitt af og þurfti að hliðra eftir þeim frá vinstri til hægri ca WI 3. Seinni spönnin var létt mest ella leið en mjög þunn með vatni undir svo að vissara var að klifra varlega. Seinni spönnin endaði á þröngum og smá tæknilegum topphreyfingum sem að ýta heildargráðunni upp í WI 3+.

FF: Bergur Ingi Geirsson, Jónas G. Sigurðsson og Rory Harrison, 31. janúar 2019

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Viðborðsfjall
Type Ice Climbing

Guide to Heaven WI 3

Ca 100m vinstra megin við PapaRASSA

Það eru ágætis steinar 20 metrum fyrir ofan leiðina, góðir fyrir toppankeri og til að síga af.

Það er kerti fyrir ofan leiðina sem að Rory Harrison og Einar Rúnar létu vaða í nokkrum dögum eftir frumferðina á þessari leið (Heaven WI 5). Rory tók fall ofarlega í leiðinni áður en hann kláraði upp á topp og því er ekki hægt að skrá frumferð á þá leið að svo stöddu. Framhaldið hefur verið nefnt Heaven WI 5 og bíður eftir falllausri leiðslu.

WI3 25 metrar

FF 29/1 2019 Magnús Bjarki Snæbjörnsson og Einar Rúnar Sigurðsson

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Stigárdalur
Type Ice Climbing

Ice age WI 3+

Leiðin í kverk á milli Léttölshryygs og Plútó (sportklifurleiðir)

Leiðin var þunn í frumferð en tók þó þunnum skrúfum vel. Einar kom fyrir einum bolta fyrir ofan ísinn og ætti að vera auðvelt að skella upp toprope og auðvelt að koma sér niður.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Matthías Einarsson, 27. janúar 2019. 15m WI 3+

Crag Öræfi, Austur og Suðursveit
Sector Hnappavellir
Type Ice Climbing

Video

Free Solo – Screening #2

Because of all your interest we have decided to have another screening!

The movie Free Solo follows Alex Honnold and his journey to fulfill his dream to become the first man to free solo the iconic granite wall of El Capitan.

Ticket sales will online and not at the door:
https://secure.tickster.com/en/b1mn54errkeplx9/products

Don’t miss this amazing film!

Photographs © 2018 National Geographic Partners, LLC. All rights reserved.
Photographs © 2018 National Geographic Partners, LLC. All rights reserved.

Rennibrautin WI 3+

Leið númer 1 á sectornum Súlan.

Byrjar á auðveldu ísklifri rétt vinstra megin við sjálfa Súluna og stefnir á göng í gegnum klettinn. Eftir að komið er út úr göngunum er WI 3 klifur í 6m í viðbót

FF: Katrín Pétursdóttir, Rakel Ósk Snorradóttir og Siguður Kristjánsson, 2 janúar 2018, 25m

Crag Hörgárdalur
Sector Öxnadalur
Type Ice Climbing

Enginn er verri þó hann vökni WI 4

Route number 5 in overview picture.

One of the outermost routes, on the east side of the valley Litlasandsdalur, behind the mountain Þyrill.

The route is two full pitches when conditions are good.  The first pitch is WI 4 (but can easily become stiffer in different conditions) and requires continuous climbing. Once you pull over the ledge there is a bit of a walk/crawl/climb to the next wall of ice. Somewhere on this section you will set up a belay (see topo). The next pitch starts out relatively steep, in the middle about WI 4 but WI 3+ on the sides. This pitch is a sequence of short vertical walls with and tops out on the mountain ridge.

Descent

On the climber’s right of “Liquid Nitrogen” (number 7) you will find a descent gully.  In good snow this gully is a relatively nice way down.  Another option is to rappel the original route on V-threads.

FA: Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 2012, WI 4 – 55m  og WI 3+ – 60m

Crag Hvalfjörður
Sector Litlasandsdalur
Type Ice Climbing

Flöskuháls WI 3

Leið vestan megin í Litlasandsdal, næsta gil vestan við gilið sem Gljúfurá kemur niður úr.

Leiðin er mjög breið fyrstu tvo þriðju af leiðinni en lokakaflinn er upp mikið mjórri og brattari ís. Í frumferð var ísinn mjög fídusaður og klifrið var sennilega um WI 3 en það þarf ekki mikið að breytast til að leiðin verði WI 3+

Þegar komið er upp úr mjóa kertinu (ein spönn um 70m af klifri) þá er hægt að ganga í gilinu upp með ánni þar til komið er að öðrum litlum foss, ca 10m WI 2+.

FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. desember 2018, WI 3 – 70m og WI 2+ – 10m

Crag Hvalfjörður
Sector Litlasandsdalur
Type Ice Climbing

Jólaklifur Ísalp

Nú er komið að árlega Jólaklifri Ísalp!
Veðurspáin fyrir vikuna fer að teljast klassísk desemberspá, +5°C og meiri úrkoma heldur en í Bergen.

Því eru góðar líkur á að Jólaklifrið falli niður!

Við hvetjum alla ísklifrara til að fara út núna á sunnudaginn 9. des og klifra það sem enn er uppi áður en það hlýnar.