Draupnir

AD+, AI3, 60-75°, 160m

Leiðin liggur upp neðsta hluta vestur veggs Rótarfjallshnjúks, við hliðina á suðurhryggnum.

Aðkoma: Hnappaleið liggur beint við. Hægt er að keyra upp í 8-900m hæð upp jeppaslóða sem byrjar rétt austan við Foss Hótel Hnappavelli. Þaðan er gengið upp vestan við Stigárjökul upp í um 1200m hæð þar sem komið er á jökul. Jökullinn er heldur sprunginn og geta erfiðleikar í aðkomu farið eftir árstíma og snjóalögum. Sandfellsleið væri einnig möguleiki, efri hluti Kotárjökuls er þó mjög sprunginn svo líklega þyrfti að fikra sig austur eftir öskjubrúninni niður með Rótarfjallshnjúk austan megin.

Leiðin byrjar rétt innan við syðsta horn Rótarfellshnjúks og var klifin í þremur spönnum. Fyrsta spönn er um 75m af 60° snjóbrekkum sem þræða milli kletta í ís. Önnur spönn var 55m. Heldur brattari snjór og upp stutta rennu snís rennu milli kletta, endar á stuttri hliðrun til vinstri. Þriðja spönn byrjar á þriðju gráðu snís klifri í um 20m en léttist seinustu 10m upp á brún.

Það var ekki mikill tryggjanlegur ís, en við notuðum ísskrúfur, spectrur, fleyga og hnetur og snjóhæla. Lesa meira

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Rótarfjallshnjúkur
Tegund Alpine

Drápsfoss WI 3+

Leiðin liggur upp Hrútagil í Svínafelli og horfir yfir neðsta hluta Svínafellsjökuls, Skaftafell og vestur að Lómagnúp. Mælt er með því að leggja við afleggjarann inn að Breiðutorfu (vestasta/nyrsta bæjarins í Svínafelli). Þaðan er um 10 mín ganga eftir göngustíg þar til farið er yfir lágan jökulgarð. Þaðan er stefnt niður að ströndinni og gilið blasir við eftir nokkurra mínútna göngu.

Einfaldast er að hliðra aðeins til norðurs eftir að toppað hefur verið út og svo niður hlíðina uns komið er að göngustíg. Ef farið er beint yfir að bæjunum þarf að berjast gegnum þéttan birkiskóg.

Í gilinu eru nokkur mishá og -brött höft, samtals nærri 120m af klifri og er Drápsfossinn þar hæstur, um 30m. Erfiðleiki hafta í frumferð var frá WI2 upp í WI3+.

Auðvelt er að ganga úr leiðinni milli hafta.

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnardóttir Pedersen

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Bifröst, III 5.9 235m

Leiðin liggur upp klettahrygg undir höfuðvegg Kambhorns.

  1. spönn: 5.6, 25m, 5 boltar
  2. spönn: 5.5, 30m, 5 boltar
  3. spönn: 5.7, 30m, 8 boltar
  4. spönn: 5.9, 50m, 10 boltar
  5. spönn: 50m óboltuð tengispönn
  6. spönn: 5.7, 50m, 8 boltar

Við frumferð var leiðin að stórum hluta blaut og rök og eru því góðar líkur á að gráðurnar séu ekki alveg réttar og ætti að taka þeim með fyrirvara.

Leiðarlýsing: Leiðin býður upp á alvöru fjallaklifurfíling og reynir oft meira á útsjónarsemi og vandvirka fótavinnu heldur en að toga fast. Leiðin einkennist af blönduðu klifri þar sem brattari Lesa meira

Klifursvæði Vestrahorn
Svæði Kambhorn
Tegund Alpine

Vestrahorn

Vestrahorn er fjallgarður austan við Almannaskarð, um 10km austar en Höfn í Hornafirði og stendur milli Hornsvíkur og Papóss. Fjallgarðurinn er sérstakur í íslenskri jarðfræði þar sem þetta er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem finna má gabbró og annað djúpberg. Klettarnir þar henta því vel til klifurs og er að finna einhverja hæstu klettaveggi landsins þar.  Í fjörunni neðan við hamrana eru steinblokkir sem fallið hafa úr klettunum í fjallinu. Grjótin eru allt frá því að vera smásteinar upp í að vera á stærð við margra hæða blokkir. Frekari upplýsingar um grjótglímu (boulder) á svæðinu má finna á https://www.klifur.is/crag/vestrahorn.

Helstu tindar á svæðinu eru:

Húsadalstindur

Klifatindur

Rustanöf

  1. Rustanöf

Litla horn

Leitishamar

  1. Leitishamar – gráða III

Kambhorn

Veggurinn sem gnæfir yfir öllum grjótglímusteinunum og sá sem hefur flestar leiðir á svæðinu. Hér má finna leiðirnar

  1. Vesturveggur – III, 5.6
  2. Boreal – III, 5.7
  3. Suðurkantur – III
  4. Suðurkantur – afbrygði – III
  5. Bifröst – III, 5.9
  6. Nemesis – III, 5.8
  7. Ódyseifur – III, 5.8
  8. Saurgat satans (Hrappsleið) – III, 5.10b
  9. Dirty Rainbow – 5.10a

Brunnhorn

Afskaplega formfagurt fjall sem fær því miður fáar heimsóknir. Hér er bergið ásættanlega gott og því eru miklir möguleikar fyrir nýjar leiðir.

  1. Brunnhorn – AD+ III 5.4

Ísklifurfestival Ísalp 2017

Sæl öll sömul og gleðilegt nýtt ár.
Við viljum byrja árið á að tilkynna að festivalið verður
aðra helgina í febrúar (10.-12.), þannig að þið getið tekið frá dagana fyrir þessa dúndur klifurhelgi.
Við höldum hringferðinni um landið áfram, og stefnan er tekin á Austurland. Nákvæm staðsetning, verð og frekari upplýsingar verða kynntar mjög fljótlega.granni-thjorsardal-23-11-7

Einhyrningar

AD+, AI3 100m

Vestari Hnappur er einn tinda Öræfajökuls og situr á öskjunni sunnanverðri. Hnappurinn er 1851m hár og klifrið hefst í rúmlega 1700m hæð.

Aðkoma: Hnappaleið liggur beint við. Hægt er að keyra upp í 8-900m hæð upp jeppaslóða sem byrjar rétt austan við Foss Hótel Hnappavelli. Þaðan er gengið upp vestan við Stigárjökul upp í um 1200m hæð þar sem komið er á jökul. Jökullinn neðan við Hnapp er heldur sprunginn og geta erfiðleikar í aðkomu farið eftir árstíma og snjóalögum. Ef aðstæður eru erfiðar væri Sandfellsleið einnig möguleiki og þá þyrfti að fikra sig austur eftir öskjubrúninni inn að Hnappnum.

Farið var vestan megin við áberandi hrygg sem liggur niður vegginn og liggur leiðin beint upp vegginn meðfram hryggnum. Klifrið er um 100m í snjó og ís og að því loknu er stutt ganga upp á topp Hnappsins

Í frumferð var klifrið illtryggjanlegt en ísinn í veggnum var ekki hefðbundinn vatnsís heldur hrím bólstrar á klettunum sem hentuðu illa til trygginga. Líklega eru aðstæður oftar en ekki svo.

FF.: Árni Stefán Haldorsen, Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, 5. nóv 2016.

Gráða: AD+, AI3 100m

einhyrningar_route2

Myndir: Sissi

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Vestari Hnappur
Tegund Alpine

Nálarraufin WI 4+

Leið númer 10 á mynd

Leiðin liggur upp þrönga skoru um 200 metrum vestan við Tvíburagil.

Um hálf línulengd í þröngum skorsteini sem býður upp á skemmtilegt og tæknilegt klifur. Seinni hluti skorsteinsins er lóðréttur en hægt er að stemma milli veggjanna. Skorsteinninn er rúmir 2 metrar á breidd neðst en þrengist þegar ofar dregur. Við tekur um 20m létt klifur upp snjóbrekku í steina sem hægt er að byggja akkeri í. Samtals tæpir 60m.

Mögulegt að tryggja að hluta með dóti fyrir útsjónarsama en bergið er þó nokkuð lokað.

FF.: Arnar Þór og Rafn Emilssynir

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Lykkjufall
Tegund Ice Climbing

Múlakaffi M 7+

Leið númer C7.

Næsta leið hægra megin við Mömmuleiðina (byrjar í áberandi yfirhangi) og stór mosasylla klýfur leiðina fyrir miðju.

Mjög bratt klifur upp fyrstu 3 boltana með desperate klippingu í bolta 2. Eftir 5 bolta er komið á breiða mosasyllu sem gengið er upp. Þaðan tekur við tæknilegt jafnvægisklifur með löngum hreyfingum á milli lítilla kanta. Leiðin endar í dularfullum breiðum skorstein sem snúið er að komast upp í. Fylgja skorsteininum upp í létt brölt og akkerið er á vinstri veggnum fyrir neðan toppinn (áberandi horn sem liggur upp af megin veggnum).

Fjöldi bolta: 11, +2 boltar í akkeri rétt fyrir neðan brún, vinstra megin við gilskorninginn þegar komið er upp úr leiðinni.
ATH: það þarf 70m línu til að ná upp og niður rétt eins og í Mömmuleiðinni.

FF.: Róbert Halldórsson, 14. nóv 2015.

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing

Birkitréð WI 4

Mynd: Björgvin Hilmarsson

Leið A á mynd er upprunalega Birkitréð en sú leið hefur sjaldan komist í aðstæður á síðustu árum.
Leið B á mynd er Birkitréð sem er yfirleitt klifrað.

Ein af fyrstu leiðunum til þess að komast í klifranlegar aðstæður þar sem leiðin liggur hátt yfir sjávarmáli. Klifin í tveimur spönnum, sú fyrri brattari en sú seinni léttari en getur verið erfiðari að tryggja.

Ef hægt er að útbúa sigakkeri er lítið mál að síga úr leiðinni en annars má fara upp á brún og ganga niður skriðjökul sem liggur örlítið norðar.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, 1990.

Klifursvæði Kaldidalur
Svæði Þórisjökull
Tegund Ice Climbing

Kaldidalur

Nokkrar leiðir hafa verið klifraðar í Kaldadal og er Birkitréð í Þórisjökli þektust þeirra.

Leiðirnar liggja hátt og eru því oft komnar í aðstæður snemma vetrar.

Keyrt er inn Kaldadalinn og lagt við áberandi vörðu, ca 2,5 metra há og er meira í laginu eins og grjóthrúga heldur en hefðbundin varða. Frá vörðunni er um klukkutíma ganga inneftir.

A. Birkitréð orginal – WI 4
B. Birkitréð classic – WI 4
C. Matteo + Mike – WI 4
D. Grasker – WI 4
E. Októberfest – WI 4

Look ma, no hands

Mixuð leið í miðri gjánni aðeins vinstra megin. Leiðin byrjar á íslausu 5m yfirhangandi hafti þar sem dry toolað er upp í ís. Síðan er klifrað bak við mörg fríhangandi kerti sem mynda eins konar þil, hliðrað er til hægri nokkra metra og farið upp fyrir annað þak sem endar í 20m lóðréttum ís. Ofan við leiðina er ein spönn af 3. gráðu. Leið nr. 3 á mynd, 40m.

FF.: Jeff Lowe og Guðmundur Helgi Christensen, 12. feb 1998.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Svellgjá
Tegund Ice Climbing

Litli fingur WI 4+

Lóðrétt kerti hægra megin við miðju í gjánni en vinstra megin við Skjálfandann. Möguleiki er á að hvíla sig á syllu þegar lokið er við þrjá fjórðu af leiðinni. Ef syllunni er sleppt er leiðin stífari. Leið nr. 2 á mynd, 40m.

FF.: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 12. feb 1998.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Svellgjá
Tegund Ice Climbing

Skjálfandinn WI 4

Þetta er leiðin sem er lengst til hægri þegar maður lítur upp í Svellagjá. Fyrri helmingur leiðarinnar er 3. gráðu brölt og leiðin endar í fallegu lóðréttu frístandandi kerti sem hægt er að ganga bak við. Leið nr. 1 á mynd, 35m.

FF.: Jón Heiðar Andrésson, Einar Sigurðsson og Hilmar Ingimarsson.

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Svellgjá
Tegund Ice Climbing