Vestrahorn

Vestrahorn er fjallgarður austan við Almannaskarð, um 10km austar en Höfn í Hornafirði og stendur milli Hornsvíkur og Papóss. Fjallgarðurinn er sérstakur í íslenskri jarðfræði þar sem þetta er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem finna má gabbró og annað djúpberg. Klettarnir þar henta því vel til klifurs og er að finna einhverja hæstu klettaveggi landsins þar.  Í fjörunni neðan við hamrana eru steinblokkir sem fallið hafa úr klettunum í fjallinu. Grjótin eru allt frá því að vera smásteinar upp í að vera á stærð við margra hæða blokkir. Frekari upplýsingar um grjótglímu (boulder) á svæðinu má finna á https://www.klifur.is/crag/vestrahorn.

Helstu tindar á svæðinu eru:

Húsadalstindur

Klifatindur

Rustanöf

  1. Rustanöf

Litla horn

Leitishamar

  1. Leitishamar – gráða III

Kambhorn

Veggurinn sem gnæfir yfir öllum grjótglímusteinunum og sá sem hefur flestar leiðir á svæðinu. Hér má finna leiðirnar

  1. Vesturveggur – III, 5.6
  2. Boreal – III, 5.7
  3. Suðurkantur – III
  4. Suðurkantur – afbrygði – III
  5. Bifröst – III, 5.9
  6. Nemesis – III, 5.8
  7. Ódyseifur – III, 5.8
  8. Saurgat satans (Hrappsleið) – III, 5.10b
  9. Dirty Rainbow – 5.10a

Brunnhorn

Afskaplega formfagurt fjall sem fær því miður fáar heimsóknir. Hér er bergið ásættanlega gott og því eru miklir möguleikar fyrir nýjar leiðir.

  1. Brunnhorn – AD+ III 5.4

Leiðarlýsing

Þú keyrir framhjá Höfn og rétt áður en þú kemur að göngunum þá er skilti sem bendir til hægri sem stendur á Stokksnes. Keyrir þann malarveg í 5 min. Síðan sérðu kaffiskúr sem stendur á Hornkaffi. Þú beygir til vinstri eftir kaffihúsið. Þar er hlið sem stendur á einkaland. Opnar það og keyrir slóðann þangað til þú kemur í beygjuna þá keyrir þú út á sandinn og fylgir slóðanum yfir sandinn. Vatnið á sandinum er ca 5cm djúpt og sandurinn vel þjappaður, það er samt ekki mælt með því að stopp mikið. Það er hægt að fara yfir sandinn á fólksbíl en leggja þarf bílnum við byrjunina á jeppaslóðanum. Þegar þú kemur yfir sandinn er jeppaslóði, það er einn pollur sem er afgerandi stærstur, best er að keyra framm hjá honum nær sjónum. "Tjaldsvæðið" er við bragga rústirnar.

Kort

Myndbönd

Skildu eftir svar