Kaldidalur

Nokkrar leiðir hafa verið klifraðar í Kaldadal og er Birkitréð í Þórisjökli þektust þeirra.

Leiðirnar liggja hátt og eru því oft komnar í aðstæður snemma vetrar.

Keyrt er inn Kaldadalinn og lagt við áberandi vörðu, ca 2,5 metra há og er meira í laginu eins og grjóthrúga heldur en hefðbundin varða. Frá vörðunni er um klukkutíma ganga inneftir.

A. Birkitréð orginal – WI 4
B. Birkitréð classic – WI 4
C. Matteo + Mike – WI 4
D. Grasker – WI 4
E. Októberfest – WI 4

Leiðarlýsing

Keyrt er um Uxahryggjaveg á áfram til norðurs inn Kaldadal. Þegar komið er að stórri vörðu við veginn er um klukkustundar gangur að leiðunum í Þórisjökli.

Kort

Skildu eftir svar