Thor is back M 6+

Leið númer B13.

„Þór er bakkelsi“ er ný mixleið á horninu vinstra megin við leiðina „Fimm í fötu M5+“.

Leiðin er 40m og það er hægt að klifra hana í einni spönn en mælt er gegn því sökum núnings sem myndast á stórri syllu fyrir miðri leið. Því hefur verið komið fyrir tveggja bolta milli stans á þeirri syllu. Annars eru 13 boltar í leiðinni. Til að minnka run outið er hæglega hægt að koma fyrir Camalot 1/2 efst í fyrstu spönninni og svo .75 á bröltinu upp að millistansinum. Einnig er hentugt að hafa .5 Camalot fyrir cruxið í efri spönninni.

Fyrsta spönnin er sirka M5 og fylgir augljósri sprungu upp á stallinn. Nóg er af góðum húkkum og spennutökum fyrir axir. Aðal fjörið leynist í efri spönninni þar sem hliðrað er út til vinstri og önnur sprunga leiðir upp í gegnum brattasta kafla klettsins. Aftur er nóg um góð spennutök í sprungunni en eitthvað minna fyrir fætur. Þegar lykilkaflinn hefur verið leystur er eftir skemmtilega krefjandi mantle á toppinn.

Gengið er beint upp að leiðinni frá bílastæðinu og fínt er að síga niður úr boltuðu akkeri á toppnum. Athugið að ef klifrað er á einni 60m línu þá þarf að síga niður í tveimur köflum. 70m lína og tvöfaldar línur ná auðveldlega niður.

Leiðin var fyrst farin af Matteo Meucci í Nóvember 2015.

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing

Þorskur á þurru landi M 6

Leið númer F5 á mynd.

Boltuð drytool eða þurrtólunarleið, boltarnir ná bara hálfa leið og svo er efrihlutinn á náttúrulegum tryggingum. Áhugaverður karakter í þessari leið, axafestur eru yfirleitt mjög góðar en fótfestur lélegar. Leiðin liggur í einskonar kverk á milli stuðla og því er hægt að stemma aðeins á stöku stað.

FF: Óþekkt

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Svartisteinn
Tegund Mix Climbing

Messaguttinn M 6

Leið númer F7 á mynd.

Boltað toppakkeri ofan við þrönga krefjandi sprungu í lítilli kverk sem eitthvað hefur verið klifruð í ofanvaði. Leiðin byrjar í yfirhangandi klauf. Þessa línu má bolta og rauðpunkta ef vilji er til að munda rokkinn. Erfiðleiki kringum M6-7.

Smá líkur eru á að þetta sé leið eftir Jón Heiðar Andrésson og heiti Skitið í buxurnar. Jón Heiðar man hins vegar ekki eftir þeirri frumferð.

FF Óþekkt

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Svartisteinn
Tegund Mix Climbing

Fear is 90 M 6

Leið númer D9.

Flott horn í byrjun með lykilhreyfingu um miðja leið upp. Lokakafli á lóðréttum vegg með þunnri sprungu. Tryggð með hefðbundnum tryggingum. Þessi leið var sú nítugasta sem Matteo fór á hundrað leiða klifurárinu sínu.

FF: Matteo Meucci og Bjartur Týr Ólafsson, maí 2017, M6, 30m

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Mix Climbing

Apagredda M 5

Leið númer C2.

Leiðin liggur vinstra megin við hrygginn hjá Íste. Byrjar í gróf (klettum) hægra megin og undir ískertinu, hliðrar síðan upp og til vinstri utan á áberandi nefi í bergi, þangað til hægt er að ná upp í kertið. Þaðan á lóðréttum ís upp á brún.

FF: Guðmundur Tómasson og Páll Sveinsson, febrúar 1997

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Mix Climbing

Scotish Leader M 7

Leið númer B6.

Boltuð yfirhangandi mixklifurleið. Hliðrar til vinstri undir og fram hjá stóru þaki – alvöru stykki fyrir harðhausana! Fyrsta boltaða leiðin í Múlafjalli. Leiðin er nefnd eftir veigunum sem þeir félagarnir drukku á meðan þeir klifruðu. NB Efri partur inn er torklifinn ef hann er íslaus og gæti þurft að notast við hefðbundnartryggingar ofan boltanna.

FF: Styrmir Steingríms, Jökull B, Guðmundur T, 1998-1999, M7 (4 boltar), 30-40m

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing