Brostni turninn M 3

Leiðin er um 60m teknir í einni spönn því bergið bauð ekki upp á stans á miðri leið.

Dót: þunnir fleygar, stórt dót, lítið dót, Langur prússik til að snara toppinn.

Um 6 millitryggingar fóru inn á þessum 60m og flestar ekkert sérstakar.

FF: Haukur Már Sveinsson og Árni Stefán Haldorsen, 2012, 5.6 M3 X

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar
Tegund Mix Climbing

Norðurhlið Tindsins – Afbrygði WI 3

Rauð lína á mynd

Í mars 1995 var farið nýtt afbrygði á Tindinn í Tindfjöllum. Klifrað er upp Norðurhlíð Tindsins eftir „normal-leið“ frá 1979, þangað til komið er upp í klettana. Þaðan er farið beint upp og endað í litlu gili/lænu og er komið beint á hrygginn sem er í raun hæðsti punktur Tindsins.

FF: Guðmundur Jóhannsson, Ívar Finnbogason og Sigursteinn Baldursson, mars 1995, WI 3

Klifursvæði Tindfjöll
Svæði Tindurinn
Tegund Ice Climbing

Langþreyttur

Einhverstaðar í kringum leið A1

Norðan megin í hlíðum Eilífstinds er greinileg geil, hægri brún hennar er fylgt upp undir tindinn. Gráða III berg, snjór og frosinn mosi. 250-300m

FF: Guðmundur Helgi Christensen, 24. nóvember 1990.

Klifursvæði Esja
Svæði Eilífsdalur
Tegund Alpine

Mjöðmin

Vinstramegin við rifin (30b, 31, 31a) eru tvö áberandi horn, stefnt er á vinstra hornið og því svo fylgt upp á brún. IV+ (5.7) 80m Mjög skemmtileg leið í góðu bergi.

FF: Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 3. nóvember 1990

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar
Tegund Alpine

Dingulberi WI 3

Leið númer 1 á mynd

Leiðin er rétt norðan við Dauðsmannsfoss sem rennur úr Sandfellstjörn rétt hjá Vindáshlíð

Leið númer 2. er óklifruð eftir því sem best er vitað

FF: Daníel Másson, Jón Andri Helgason og Nanna Guðrún Bjarnadóttir, janúar 2018

 

Klifursvæði Kjós
Svæði Múli
Tegund Ice Climbing

Mosafróði WI 3

Leið númer 3 á mynd. Leiðir 1 og 2 eru Gasfróði Direkt og Gasfróði.

40 m, WI 3 klifur með smá WI 3+ kafla, kannski 3 m. Helmingur er tryggður í þykkan ís og efri hlutinn bland af spectrum og stuttum skrúfum. Topakkeri spectrur í frosinn mosa.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Snorri Örn Sveinsson, janúar 2018

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hof
Tegund Ice Climbing

Altarisgangan WI 3

Leið númer 2. á mynd, leið númer 1. er ófarin.

Leiðin er við hið svokallaða Kirkjugólf við Kirkjubæjarklaustur. Kirkjugólfið er jökul og brimsorfinn stuðlabergsflötur og er u.m.þ.b. 80 fermetrar. Leiðin blasir við ef setið er inni í Skaftárskála og horft út um gluggann upp í fjall.

Leiðin er samfelld, u.m.þ.b. 40m og klifrast sennilega best í einni góðri spönn

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Kirkjubæjarklaustur
Tegund Ice Climbing

Dominos WI 3+

Leið númer 1. á mynd

Á hringtorginu á Kirkjubæjarklaustri er farið út á öðru (ef komið er Reykjavíkur megin að) og haldið áleiðis inn eftir, framhjá öllum ís og mixleiðunum og inn að bænum Mörk. Frá Mörk er um 5 mínútna gangur í næsta gil þar sem leiðin blasir við.

Leiðin er í tveimur áberandi höftum og klifrast því þægilega í tveimur en þokkalega stuttum spönnum. Frá veginum lítur hún út fyrir að vera ágætlega brött og efra haftið lýtur út fyrir að vera lengra en það neðra, höftin eru síðan álíka löng og ekki það brött.

Heildarlengd er um 55m og gráðan var WI 3 þegar leiðin var frumfarin en var í rosalega þægilegum aðstæðum, sennilega almennt meira WI 3+.

Nafnið hefur tvíþætta merkingu.

Fyrri merkingin er að leiðin er mjög góð og skemmtileg, ef hún væri nær Reykjavík væri hún ein af klassískustu leiðum landsins, eins klassísk og að fá sér pizzu í kvöldmat.

Seinni merkingin vísar til þess að Rakel Ósk efndi til keppni 10 desember um hvort hún eða Jonni yrði fyrri til að frumfara  leið og nefna hana Dominos. Rakel frumfór leið nokkrum dögum áður en náði ekki samkomulagi við samferðamenn sína um að leiðin fengi nafnið, endaði á að vera nefnd Rennibraut. Jonni vann því keppnina, en aðeins rétt svo því að Norðanmenn eru iðnir við klifur um þessar mundir.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jónas G. Sigurðsson, 6. janúar 2018

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Kirkjubæjarklaustur
Tegund Ice Climbing

Vegasaltið WI 2

Leið númer D1.

Stöllótt og létt leið, gæti horfið í snjóþyngslum. Hægt að klifra í einni langri 60m spönn. Frábær fyrir byrjendur til að æfa sig í leiðslu.

Leiðin er skýrð eftir mjög áberandi stein sem vegur salt ofan á einskonar súlu ofan við leiðina

FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Stórihjalli
Tegund Ice Climbing

Tokyo WI 2

Leið númer D2.

Eitt haft í byrjun leiðir mann upp í stóra skál. Úr skálinni liggja þrjár línur áfram upp, Tokyo er línan vinstra megin

FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018, WI 2 kannski 3

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Stórihjalli
Tegund Ice Climbing

Bahamas WI 3

Leið númer D4.

Eitt haft í byrjun leiðir mann upp í stóra skál. Úr skálinni liggja þrjár línur áfram upp, Bahamas er hægri línan. Það er bæði hægt að klifra upp í hverkinni alveg lengst til vinstri eða beint upp áhugavert haft, beint upp gæti verið WI 3+

FF: Jónas G. Sigurðsson, Bergur Ingi Geirsson og Kári Brynjarsson, 3. janúar 2018, WI 3

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Stórihjalli
Tegund Ice Climbing

Haraldsleið WI 3

Leið númer D5.

Leiðin snýr aðeins í suðvestur og blasir því við þegar keyrt er inn dalinn en fer svo hálfpartinn í hvarf þegar farið er framhjá Þrándarstöðum. Þegar komið er alveg upp að leiðinni kemur svo í ljós önnur lína sem er enn meira í hvarfi hægra megin við D5.

FF: Haraldur Ketill Guðjónsson, Jónas G. Sigurðsson og Kamil Kluczyński

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Stórihjalli
Tegund Ice Climbing

Húsasundið WI 2

Leið númer D6.

Leiðin er í þröngu sundi hægra megin við Haraldsleið og sést ekki fyrr en komið er alveg upp að henni. Skemmtilegt umhverfi við klifrið.

FF: Kamil Kluczyński, Haraldur Ketill Guðjónsson og Jónas G. Sigurðsson, 4. janúar 2018.

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Stórihjalli
Tegund Ice Climbing

Kjötveisla WI 3

Leið númer D7. (Næst mest til hægri í skálinni

Svipuð stemming og í leiðum D2-4, þar sem að eitt létt haft leiðir upp í skál með mörgum valmöguleikum, línurnar í þessari skál eru samt lengsi og brattari en í hinni. Þessi skál hefur fjórar áberandi línur, bara er vitað til þess að leiðirnar mest til hægri og næst mest til hægri hafi verið klifraðar.

Þessi leið blasir mest við þegar komið er í skálina, er breiðust og með talsverðu tjaldi á vinstri kantinum.

FF: Jónas G. Sigurðsson, Haraldur Ketill Guðjónsson og Kamil Kluczyński, 4. janúar 2018

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Stórihjalli
Tegund Ice Climbing