(Icelandic) Greinar í ársrit Ísalp 2022

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ágæti Ísalpari

Hefur þú sögu að segja? Eitthvað magnað, fyndið, erfitt, lærdómsríkt og/eða rosalega áhugavert tengt háfjallamennsku, sportklifri, fjallaskíðum, ísklifri, dótaklifri eða grjótglímu?

Ritstjórn Ísalp leitar að greinahöfundum til að skrifa greinar í ársrit Ísalp 2022 og við ætlum okkur stóra hluti. Ríkur vilji er til þess að birta greinar sem sýna dýpt og breidd íslenskar fjallamennsku sem höfðar til stærri hóps en venjulega. Þannig viljum við fá skrif frá reynsluboltum og nýliðum, ungum sem öldnum, harðkjörnum og kósíklifrurum frá öllum kynjum og allt þar á milli.

Við viljum heyra hetjusögur, klaufabárðasögur, tilfinningarússíbana, viðtöl, græjuhorn, fræðslu, hugljómarnir, upplifanir og fleira.

Það er stefna ritstjórnar að veita greinahöfundum stuðning í gegnum allt ferlið, þannig að þau sem hafa góða sögu að segja en eru feimin við að skrifa geta fengið stuðning og uppbyggilega ritstjórn í gegnum allt ferlið. Allt með það endanlega markmið að fá margar og vandaðar greinar í ársritið.

Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að allar greinar sem birtast munu taka þátt í greinakeppni Ísalp, sem er nýjung. Hlutlaus og fagleg þriggja manna dómnefnd mun lesa greinarnar og velja eina sem mun hljóta verðlaun og birtingu fremst í blaðinu.

Ritstjórn mun taka við tillögum að greinum fram til 22. nóvember og lokaskil á greinum er um miðjan desember. Allar tillögur skal senda í gegnum skráningarform hér: https://forms.gle/Cqy9JpfXXajCkxJY7

Annual magazine party and general meeting

On the 29. of september the board of Ísalp will hold the annual general meeting and right after and right after the party for our annual magazine that is finally being issued.

According to the clubs laws, the schedule is a follows:

  1. Election of the meetings moderator.
  2. Report from the board
  3. Annual accounts presented
  4. Changes to the laws
  5. Election of the clubs president
  6. Election of a new board
  7. Election of the line-up committee
  8. Election of two account inspectors
  9. Decide the annual membership fee
  10. Other

Those who have paid the annual membership fee have a valid vote at the meeting.
Candidacy shall be sent to the line up committee (runathor@gmail.com) before 26. of sptember but empty seats can be offered on the meeting it self.
All propositions for changes to the laws should be sent to the board (stjorn@isalp.is) before 26. of september.

Location: Bryggjan brugghús klukkan 19:00

Available spots in the board

Four spots are available in the board, President, Treasurer and two spots as Co-director.
Are you the (or do you know of) the next board member of Ísalp.
Being on the board is not a huge amount of work and the board always consists of great and driven individuals that want to build up and advance mountaineering in Iceland.
Aplication can be sent to the line-up committy, Rúna, Sissi and Freysi (runathor@gmail.com, sissi@askur.org, freskur@gmail.com) and/or stjorn@isalp.is

BANFF Mountain Film Festival 2022 – Iceland

Takið kvöldin frá! Íslenski Alpaklúbburinn ætlar að sjá fyrir sannkallaðri fjallaveislu á BANFF Mountain Film Festival kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís þann 10. og 12. maí kl 21:00. Kvikmyndahátíðin er sannarlega góð upphitun fyrir sumarið með fullri dagskrá af fjallamennsku, klifri, skíðum, fjallahjólum og fleiru.
Meðlimir Ísalp geta sótt afsláttarkóða hjá stjorn@isalp.is
Við mælum með að fólk mæti snemma í Bíó Paradís og hafi það gaman saman, hægt verður að tryggja sér Ísalp derhúfuna og tilboð verða á barnum og veitingasölunni.
Ísalp þakkar GG sport og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum fyrir að gera hátíðina mögulega.
___
The Icelandic Alpine Club ISALP celebrates the Banff Centre Mountain Film Festival on May 10th and 12th at 9 o’clock at Bíó Paradís, Hverfisgata. The festival includes films focusing on rock climbing, alpine climbing, skiing, mountain biking, running and more.
Isalp members can get a discount code at stjorn@isalp.is
___
Myndir / Films:
Þriðjudagur, 10. maí 21:00
The Slabs
EM
Exit the North Pole
The Mystery
Swissway to Heaven
INSIDE – A Hole New Ski Experience
Fimmtudagur, 12. maí 21:00
Follow the Light
ASCEND: Reframing Disability in the Outdoors
Link Sar
Learning to Drown
The Farmer
Reel Rock15: Action Directe
Maneuvers
JURRA – The Guardians of the Pole
Girls Gotta Eat Dirt
Markus Eder’s The Ultimate Run

New area, Tröllaskagi

Recently three new routes were logged. One in Héðinsfjörður and two in Siglufjörður. Since ice and alpine climbing is sparsely distributed around Tröllaskagi, it was decided to merge those new routes with the old areas Ólafsfjarðarmúli and Svarfaðardalur (Svarfaðardalur, Búrfellshyrna, Kerling og Skíðadalur).

The new climbing area is called Tröllaskagi and there under you can find all the previously established routes from the mentioned areas, now as sectors.

(Icelandic) Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins fyrir liðið tímabil. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
  2. Keppandi þarf að vera meðlimur í Íslenska alpaklúbbnum
  3. Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2020)
  4. Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
  5. Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
  6. Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
  7. Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins

Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi sunnudaginn 14. nóvember 2021.

(Icelandic) Aðalfundur Ísalp

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Þann 1. október ætlar klúbburinn að koma saman og halda hinn árlega og eldsnögga aðalfund á Pedersen Svítunni. Í beinu kjölfari ætlar Matteo að halda fyrir okkur myndasýningu og segja frá frumferðum sínum síðasta vetur. Eftir myndasýninguna ætlum við að sitja áfram og halda smávegis partý.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör stjórnar
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál
–Ársritið
–Dagskrá vetrarins 2021-2022
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2021.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd (runathor@gmail.com) fyrir 24. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 24. september.
Staðsetning: Pedersen Svítan

(Icelandic) Myndasýning á Sólon 15.júní

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

ÍSALP blæs til hittings á 2.hæð veitingastaðarins Sólon á þriðjudaginn kl. 19.00. Þar sýna nokkur fyrirmenni í íslenskri fjallamennsku myndir og halda stutt erindi og er viðfangið allt frá íslenskum grjóglímuafrekum erlendis til drekaskíðamennsku á afskekktu hálendi Íslands.
Á mælendaskrá verða:
-Róbert Halldórsson og Katrín Möller
-Ásrún Mjöll og Jafet Bjarkar
-Hinn eini sanni Páll Sveinsson
-Hallgrímur Magnússon (Kite-skíði)
-Valdimar Björnsson (hinn síkáti)
-Jónas G. Sigurðsson formaður ÍSALP
Sjáumst öll!

BANFF 2021!

The Icelandic Alpine Club ISALP celebrates the Banff Centre Mountain Film Festival on May 4th and 6th at Bíó Paradís, Hverfisgata. The festival includes films focusing on rock climbing, alpine climbing, skiing, mountain biking, running and more.
Note: Due to COVID-19 regulations, there is only limited number of tickets available. It is therefore important to guarantee your tickets early. Tickets can only be purchased online via tix.is
Isalp club members can seek their discount at stjorn@isalp.is
Films:
Tuesday, 4. may 20:00
Charge 2
Free As Can Be
Ocean to Asgard
The Chairlift
Pretty Strong: Fernanda
K2: The Impossible Descent
Thursday, 6. may 20:00
The Legend of Tommy G
FKT
Climbing Blind
One Star Reviews: National Park
Mount Logan
Slack Sisters
The Secret of Bottom Turn Island
The Ghosts Above

New sector Búahellir in Búahamrar

Buahellir Drytooling Crag in Buahamrar (Esja) with 12 fully equipped routes.
Access:
Same for Tviburagill, Skakki Turnin and 55Gradur. From the road N1 after Esja, turn at the beginning of the road work in to “Skriða” then park next to the houses where the road make a 90deg turn. Walk along the quarry and then cross the fence by the metal stick (traces of path); then 2 options left or right, Blue (more straight, 20′ ) or red (by Tviburagill easier, 30′) in topos.
Routes:
14 routes fully bolted with ring anchor on top. 95% of the holds for the axes are chipped and will be marked.
From the right: D4, D5, D5+, D6+, D7+/8, D8/8+, D9/9+, D9/9+, D9/9+, D9/9+, D8, D6+/7, D8+, D8
There are 3 anchors on the very top of the cliff from where it is possible to abseil to the anchors of the routes to set a top rope: there are a lot of loose rocks, DO NOT rappel if there are other people climbing. Clip all the bolts while rappelling to stay close to the rock.
Wear the helmet!
There are some fixed draws on the most overhanging part, PLEASE leave them in place.
The crag has still some loose rocks on the routes, watch out while climbing.
14 draws and 60m are enough.
Crag is climbable all year round and doesn’t need freezing temperatures.
Rock is good except the yellow lower band, the easy part, then it is very solid and good on the overhanging part.
Let us know if you make some First Ascent, we’ll update the grades.

Niðurstöður ljósmyndakeppni Ísalp 2020

Nú styttist í að ársrit Ísalp 2020 fari á flakk um landið og skili sér í póstkassa meðlima. Forsíðu ársritsins príðir ein af þremur vinningsmyndunum úr ljósmyndakeppni klúbbsins, að þessu sinni var það sigurmynd klifurflokksins. Úr nægu var að velja af ótal glæsilegum myndum sem meðlimir sendu okkur í nóvember, en sjóuð dómnefnd skar úr um þær þrjár bestu myndir í hverjum flokki og má sjá þær hér að neðan ásamt nöfnum ljósmyndara og lýsingum. Að sjálfsögðu hljóta þessar myndir sínar síður i ársritinu, ásamt nokkrum fleiri vel völdum myndum úr keppninni sem skreyta blaðið.

(Icelandic) Ljósmyndakeppni ÍSALP 2020

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

 

Ljósmyndakeppni Ísalp 2020

Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki ásamt því að besta myndin mun prýða komandi ársrit klúbbsins.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  • Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
  • Keppandi þarf að vera meðlimur í klúbbnum
  • Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2019)
  • Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
  • Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
  • Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
  • Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins

Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi 15. nóvember 2020!

(Icelandic) Aðalfundur Ísalp 23. september kl. 20:00

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Kæru félagar
Aðalfundur Íslenska alpaklúbbsins 2020 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, miðvikudaginn 23. september, kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál
–Ársritið
–Dagskrá vetrarins 2020-2021
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2020.
Í ár lýkur kjörtímabilum hjá formanni Ísalp Jónasi G. Sigurðssyni (til tveggja ára) svo og meðstjórnendum Ottó Inga Þórissyni (kjörinn til tveggja ára), Védísi Ólafsdóttur (kjörin til eins árs) og Elísabetu Atladóttur (kjörin til eins árs). Þau gefa öll kost á sér áfram fyrir utan Ottó Inga Þórisson.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd fyrir 13. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 13. september.
Sjá lög klúbbsins hér

 

Ársritið 2019 aftur á netið

Við vonum að vel fari um fólk og að allir séu við góða heilsu þessa dagana. Þar sem við erum vonandi sem flest að fylgja ráðleggingum og höldum okkur heima viljum við opna aftur fyrir vefútgáfu ársrits 2019 þar sem ekki hefur þótt ráðlegt af gefnu tilefni að póstleggja riti til hundruða einstaklinga, auk þess að ekki er hægt að nálgast ritin í Klifurhúsinu vegna lokana. Við bindum vonir við að geta póstlagt ársritin þegar fer að kyrrast, en fram að því verður hægt að glugga í ritið hér að neðan

 

Banff Mountain Film Festival World Tour 2020

The Icelandic Alpine Club (ISALP) will celebrate the Banff Centre Mountain Film Festival on March 17th and 19th at Bíó Paradís, Hverfisgata at 20:00. The Banff in Iceland is made possible with the support of  GG sport  and Icelandic Mountain Guides. The festival includes films focusing on rock climbing, alpine climbing, skiing, mountain biking, running and more.

See more info about the shows and tickets at the Banff Website

Ljósmyndakeppni og Leið ársins 2019

Þó vantað hafi sjálft ársritið á prentuðu formi, gekk útgáfa ársrit ÍSALP 2019 með eindæmum vel og var góð mæting og stemning á KEX hostel síðasta föstudagskvöld. Þar voru m.a. kynnt efstu sætin í ljómyndakeppninni, og má hér sjá fimm efstu sætin í hverjum flokki, en í blaðinu sjálfu fengu efstu þrjú sætin sína síðu hvert. Sigurmynd skíðaflokks, tekin af Martin Voigt, príðir forsíðu blaðsins, en sigurvegarar hinna flokkanna voru Egill Örn Sigurpálsson í klifurflokki og Virgil Reglioni í mannlíf á fjöllum.

Keppnin um leið ársins var haldin í annað sinn, og útvegaði Matteo verðlaunin í boði GG Sport. Fór keppnin þannig fram að tólf leiðir voru kynntar til leiks, og fengu viðstaddir meðlimir tækifæri til að kjósa um hver leiðanna hlyti verðlaunin. Úrslitin voru eftirfarandi: þriðja sætinu deildu leiðirnar Brattasti þristur landsins (WI4+) og Gnar for breakfast (AD+, WI3), í öðru æti var klettaleiðin Stefnið (5.10+), en fyrsta sætið og verðlaunin hreppti leiðin Jólatré, 180m WI5 frumfarin af þeim Bjarti Tý og Rory Harrison.

Leið ársins:

Leið ársins: Jólatré

Klifur:

Sigurmynd klifurflokks: Egill Örn Sigurpálsson - „Sigurður Richter býr sig undir klifur í Mýrarhyrnu á ísklifurfestivali Ísalp."2, sæti klifurflokks: Virgil Reglioni - „Rise from the Deep: Hanging deep in this bottom-less moulin, shooting from below, this shot brought me such an incredible experience photographing. The conditions were hard, hanging low on an uncomfortable position, ice particles falling down on me and my gears, i was trying to hold my balance with one hand, holding the ice axe jammed in the ice wall in front of me and shooting with the other one."3. sæti klifurflokks: Björgvin Hilmarsson - „Bjartur Týr Ólafsson í þriðju spönn leiðarinnar Kulusuk Hostel á Kulusuk eyju á Austur-Grænlandi. Leiðin er um 110 metrar og fimm spannir (5a / 5b / 6a+ / 6b / 3c)."4. sæti klifurflokks: Sigurður Ý. Richter - „Magnús Ólafur Magnússon klifrar upp í næstsíðasta stans suðurveggjar Midi tinds í frönsku Ölpunum."5. sæti klifurflokks: Bjartur Týr Ólafsson - „Matthew Mcateer stígur inn á sólríkt slabbið í fjórðu spönn Nabot Léon leiðarinnar á Rauða Turni Aiguille de Blatiére."

Skíði:

Sigurmynd skíðaflokks: Martin Voigt - „Gönguskiðaferð í Landmannalaugar með HSSK."2. sæti skíðaflokks: Haraldur Ketill Guðjónsson - „Á bakaleið yfir Drangajökul eftir þriggja daga ferð um svæðið á gönguskíðum. Hljóðabunga sést í bakgrunni."3. sæti skíðaflokks: Rowan Bashford - „Rúnar Pétur Hjörleifsson ripping a fresh line above his family home in Neskauðstaður"4. sæti skíðaflokks: Martin Voigt - „Miðnæturfjallaskíðaferð á Snæfellsjökul" 5. sæti skíðaflokks: Bjartur Týr Ólafsson

Mannlíf á fjöllum:

Sigurmynd í mannlíf á fjöllum: Virgil Reglioni - „Eternal: A capture from the golden hours through the long sea. Lost, deep in the highlands, this hike got us absolutely speechless and mind-blown. A perfect harmony between human and nature."2. sæti í mannlíf á fjöllum: Bjartur Týr Ólafsson - „Jón Heiðar og Ásgeir Már á leið niður norð-austur hrygg Obergabelhorn, 4063 m.y.s., í Sviss."3. sæti í mannlíf á fjöllum: Rowan Bashford - „Guðný Diljá Helgadóttir and I are out on a berry picking trip above some of the most scenic glacier tongues in Iceland. How lucky we are to have such incredible alpine and wilderness across the road from our house. Where else in the world is life this good?"4. sæti í mannlíf á fjöllum: Eric Contant - „Umferðarteppa í Khumbu ísfallinu milli fyrstu og annarra tjaldbúða Everestfjalls."5. sæti í mannlíf á fjöllum: Magnús Ólafur Magnússon - „Sigurður Ý. Richter á suðurvegg Midi tinds í frönsku Ölpunum. Í bakgrunni sjást tvö teymi á Cosmiques hryggnum."