Leið nr. 1 á yfirlitsmynd.
85m WI4
Fyrri spönn hefst á 10-15 metrum af WI4, en verður svo WI3. Það er nóg um góða stansa eftir að fyrsta haftinu sleppir. Það má því skipta leiðinni upp eins og klifrurum sýnist en við tókum hana í 50m og svo 35m spönn af WI3. Leiðin er sérstaklega heppileg þegar klifrarar eru á sitthvoru getustiginu, þannig getur annað fengið góða skemmtun af því að leiða upphafið, síðan getur hin(n) reynsluminni tekið restina.
Bláa línan á myndinni sýnir tilbrigði við spönn 2 sem gæti verið aðeins meira krefjandi.
Síga þarf niður úr leiðinni á V-þræðingum.
Þessi leið hefur ekki verið skráð áður þannig að við gefum henni nafn og gráðu. Nafnið er talið lýsa leiðinni vel þar sem hún hefst á mjög spennandi hreyfingum en svo gerist ekkert frásagnarvert eftir það. Farin af Ágústi Kristjáni Steinarrssyni og Halldóri Fannari 21. janúar 2024.
Klifursvæði |
Hvalfjörður
|
Svæði |
Litlasandsdalur |
Tegund |
Ice Climbing |