Nátthagi WI 3

Leiðin er beint fyrir ofan bæinn Lambhaga í Svínafelli. Nátthagi er leið númer 2 á yfirlitsmyndinni (í miðjunni). Klifrað í einni spönn, 60 m en auðveldast er að síga niður leiðina. Skógurinn er leiðinlegur yfirferðar og því er best að halda sig í skorningi við barð vestan (vinstramegin) við leiðina.  Líklega er leiðin Grjóthrun austan við leiðina Nátthaga. 

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 2019. 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Hrútagil WI 3

Hrútagil í Skaftafelli er nokkuð nálægt Skaftafellsjökli en um 20 mínútna gangur er frá Skaftafellsstofu að gilinu. Klifrið er um 80 metrar og var klifruð í fjórum spönnum. Að klifri loknu er komið upp á gönguleiðina um Austurheiði og því er auðvelt að komast niður að Skaftafellsstofu á ný án þess að ganga utan merktra leiða.

FF Árni Stefán Haldorsen, Daniel Saulite, Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir. Desember 2020.

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafell
Tegund Ice Climbing

Sólstöður WI 4

Á toppi Keifaheiðar er stór, hlaðinn steinkarl og við hann er útsýnisstaður. Handan við Kleifá er önnur minni, ónefnd á. Þar er að finna leiðina Sólstöður. Aðkoman er um 10 mín og er mjög auðveld og þægileg. Leiðin var klifruð í einni 60 metra spönn ásamt stuttu aðkomubrölti. Leiðin fær gráðuna WI4/+.

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 21. desember 2020.

Klifursvæði Barðaströnd
Svæði Kleifaheiði
Tegund Ice Climbing

Fjall WI 3

Létt og þæginleg leið fyrir ofan bæinn Fjall á Skeiðunum.

Aðkoman er mjög stutt, 2 mínútur úr bíl að fossi.

Þetta eru tvær stuttar spannir, fyrri spönnin um 15m og sú seinni um 20m.

Leiðin var ekki skráð hér á ísalp en hefur væntanlega verið farin áður.

WI 3, 50m hækkun samtals.

7. des. 2020 Ásgeir Guðmundsson og Bergur Sigurðarson

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Vörðufell
Tegund Ice Climbing

Svartagjárfoss WI 4

Svartagjá

Leið staðsett í botni Svörtugjáar í Botnsdal, nálægt Glymsgili.

Fyrirtaks leið sem á skilið miklu fleiri heimsóknir.

Leiðin hefst á stuttum þrist sem leiðir mann inn í mjótt gljúfur. Svolítill gangur tekur mann í botn gljúfursins þar sem laglegur 60 metra hár foss tekur á móti manni. Hægt er að klifra hann í tveimur 30 metra spönnum og búa til þægilegan stans í litlum helli hægra meginn í fossinum.

Myndir frá heimsókn í gljúfrið má finna hér.

FF. Óþekkt, en margir um hituna.

Myndir: Bjartur Týr frá klifri 30. desember 2020

Klifursvæði Glymsgil
Svæði Svartagjá
Tegund Ice Climbing