Skarðsströndin er nokkuð norðarlega og snýr í norður, svo að þar ættu að leynast ýmsir möguleikar. Eins og er er aðeins vitað um leiðir yst á ströndinni, í fjallinu Klofningur
Heita kartaflan WI 3
Leið númer 0.
Vinstra megin við Faðir og sonur.
FF: Laufey Rún Þorsteinsdóttir, Sædís Ólafsdóttir og Védís Ólafsdóttir, febrúar 2016
Klifursvæði | Kaldakinn |
Svæði | The Gullies |
Tegund | Ice Climbing |
Drápsfoss WI 3+
Leiðin liggur upp Hrútagil í Svínafelli og horfir yfir neðsta hluta Svínafellsjökuls, Skaftafell og vestur að Lómagnúp. Mælt er með því að leggja við afleggjarann inn að Breiðutorfu (vestasta/nyrsta bæjarins í Svínafelli). Þaðan er um 10 mín ganga eftir göngustíg þar til farið er yfir lágan jökulgarð. Þaðan er stefnt niður að ströndinni og gilið blasir við eftir nokkurra mínútna göngu.
Einfaldast er að hliðra aðeins til norðurs eftir að toppað hefur verið út og svo niður hlíðina uns komið er að göngustíg. Ef farið er beint yfir að bæjunum þarf að berjast gegnum þéttan birkiskóg.
Í gilinu eru nokkur mishá og -brött höft, samtals nærri 120m af klifri og er Drápsfossinn þar hæstur, um 30m. Erfiðleiki hafta í frumferð var frá WI2 upp í WI3+.
Auðvelt er að ganga úr leiðinni milli hafta.
FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnardóttir Pedersen
Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
Svæði | Svínafell |
Tegund | Ice Climbing |
Mynda og videokvöld á Center Hotel Plaza
Albert Leichtfried og Benedikt Purner eru staddir á landinu eins og margir hafa eflaust tekið eftir sem fylgjast með hér á síðunni. Þeir hafa heldur betur verið uppteknir við ís og mixklifur síðustu daga en ætla núna að halda myndasýningu og fyrirlestur.
Viðburðurinn er haldinn á Center Hotel Plaza á Aðalstræti 4. 15. febrúar
Á sýnt verður frá:
Ferð þeirra til landsins árið 2016 þegar þeir klifruðu fyrstu WI 7 á landinu.
Ferðinni sem þeir eru núna að klára þar sem meðal annars frumfóru tveggja spanna M10 í Ásbyrgi.
Ísklifurferð til Noregs árið 2017
Fjallahjólakeppnum í Austurríki.
Frítt inn.
With a little help from my Friends WI 5
Sjávarklettur norðan við Neskaupstað. Aðkoma með bát frá Neskaupstað.
90m, tvær spannir, WI 5
FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 12. febrúar 2018
Klifursvæði | Fjarðabyggð |
Svæði | Nípukollur |
Tegund | Ice Climbing |
Shelter of the Gods M 10
Tvær spannir. Sú fyrri er 25m M 10 og með fjórum boltum, sú seinni er 30m M 9 og er einnig með fjórum boltum. Fyrir utan boltana er tryggt með fullum tradrakk, C4 og stuttum skrúfum.
Íslenski alpaklúbburinn vill koma þeim skilaboðum áleiðis til félagsmanna að boltun innan Vatnajökulsþjóðgarðs er óheimil. Sjá nánar á síðunni fyrir svæðið Ásbyrgi.
FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 11. og 12. febrúar 2018
Klifursvæði | Ásbyrgi |
Tegund | Mixed Climbing |
Myndbönd
Ásbyrgi
Eitthvað hefur verið dótaklifrað í Ásbyrgi og herma sögur að þar sé hið ágætasta berg.
Í febrúar 2018 voru Albert Leichtfried og Benedikt Purner á ferð framhjá. Þeir skelltu í eitt stykki leið í tilefni þess, Shelter of the gods, M 10/M 9+.
Í kjölfar þess að leiðin Shelter of the gods var sett upp upphófst umræða um boltun í berginu í Jökulsárgljúfrum. Alpaklúbburinn vill koma þeim skilaboðum til félagsmanna að boltun innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum er óheimil.
Eftirfarandi skilaboðum vill þjóðgarðurinn svo koma á framfæri við alla sem hugast klifra í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum:
„Að gefnu tilefni vill þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum koma því á
framfæri við Íslenska Alpaklúbbinn og félagsmenn hans að óheimilt er að valda skemmdum á
jarðminjum í þjóðgarðinum, s.s. með því að festa bolta í berg þannig að varanlegt rask verði.
Allar framkvæmdir í þjóðgarðinum, stórar sem smáar, þurfa að vera í samræmi við ákvæði
laga um Vatnajökulsþjóðgarðs (2007/60) sem og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.
Jafnframt skal afla leyfis hjá þjóðgarðsyfirvöldum fyrir öllum framkvæmdum sem ekki eru að
frumkvæði þjóðgarðsins.“
Blautur Örn WI 4
Leið númer 1.
Blautur Örn – WI 4, 25 metrar.
Klettabelti í Þorgrímsheiði, sést frá bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.
Nafngiftir leiðanna á sectornum bera fuglaheiti en á ferðalaginu í bílnum voru stundir okkar styttar með húslestri úr nýrri bók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygering, Fuglar.
FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, janúar 2018
Klifursvæði | Kirkjubæjarklaustur |
Svæði | Fjaðrárgljúfur |
Tegund | Ice Climbing |
Turnuglan WI 4
Leið númer 2.
Turnuglan – WI 4, 20 metrar
Klettabelti í Þorgrímsheiði, sést frá bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.
Nafngiftir leiðanna á sectornum bera fuglaheiti en á ferðalaginu í bílnum voru stundir okkar styttar með húslestri úr nýrri bók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygering, Fuglar.
FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, janúar 2018
Klifursvæði | Kirkjubæjarklaustur |
Svæði | Fjaðrárgljúfur |
Tegund | Ice Climbing |
Glókollur WI 4
Leið númer 3.
Glókollur – WI 4, 15 – 20 metrar.
Klettabelti í Þorgrímsheiði, sést frá bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.
Nafngiftir leiðanna á sectornum bera fuglaheiti en á ferðalaginu í bílnum voru stundir okkar styttar með húslestri úr nýrri bók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygering, Fuglar.
FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, janúar 2018
Klifursvæði | Kirkjubæjarklaustur |
Svæði | Fjaðrárgljúfur |
Tegund | Ice Climbing |
Menntavegurinn WI 4+
Myndir óskast
Tvö brött kerti í byrjun, svo léttara
Er hægra megin við Partýbæ og Kántríbæ
FF: Dóri og Geiri, febrúar 2008,
Klifursvæði | Breiðdalur |
Svæði | Múlaklettar |
Tegund | Ice Climbing |
Kántríbær WI 3
Hægra megin við Partýbæ
Leiðin er þrjú megin höft, með tveim minni höftum. Þetta er fín leið til að æfa sig í að leiða. Höftin öll í styttri kantinum. Fyrsta haftið er þægilegt. við tekur svo snjóbrekka upp að einu af minni höftunum. Þaðan er svo enn lengri snjóbrekka að pínulitlu hafti, sem líklega fer á kaf í snjó ef það er meiri snjór. Það leiðir svo að aðalhaftinu sem er ca 15m. Þegar komið er uppúr því sést lokahaftið. það er áberandi brattast, en frekar stutt.
Einfaldast er að síga niður úr leiðinni, 3 spannir ca 150 metrar.
FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Þórður Aðalsteinsson, 3. febrúar 2018
Klifursvæði | Breiðdalur |
Svæði | Múlaklettar |
Tegund | Ice Climbing |
Spaði WI 4
Leið númer 5.
WI4 70m
FF: Ásgeir Arnór Stefánsson, Guðmundur Freyr Jónsson og Halldór Albertsson, 3. febrúar 2018
Klifursvæði | Breiðdalur |
Svæði | Rauðihryggur |
Tegund | Ice Climbing |
Hvítserkur WI 4
Leið númer 4.
WI4- 60m
FF: Ásgeir Arnór Stefánsson, Guðmundur Freyr Jónsson og Halldór Albertsson, 3. febrúar 2018
Klifursvæði | Breiðdalur |
Svæði | Rauðihryggur |
Tegund | Ice Climbing |
Slöttur WI 3
Leið númer 2.
WI3 40m
FF: Guðmundur Freyr Jónsson, Halldór Albertsson og Ævar Ómarsson, 3. febrúar 2018
Klifursvæði | Breiðdalur |
Svæði | Rauðihryggur |
Tegund | Ice Climbing |
Tower of Ágúll WI 5
Leið númer F13.
Síðasta línan á sectornum Glassúr, lengst til hægri.
WI 5, 30+m
Ágúll á að hafa verið bergrisi sem bjó í Ágúlshelli í Hurðabjargi handan við hornið, meira má lesa um það hér.
FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 8. febrúar 2018

Klifursvæði | Kaldakinn |
Svæði | Glassúr |
Tegund | Ice Climbing |
Beljandi WI 4+
Leið númer 1 á mynd.
Samtals um 230m, WI 4+
Klifursvæði | Breiðdalur |
Svæði | Rauðihryggur |
Tegund | Ice Climbing |
Vatn og vellíðan WI 5
Leið númer C4.
30m. WI 5
FF: Skarphéðinn Halldórsson og Björgvin Hilmarsson, 25. desember 2014
Skemmtilegt time lapse úr leiðinni má sjá hér
Klifursvæði | Brynjudalur |
Svæði | Ingunnarstaðir |
Tegund | Ice Climbing |
Veggfóður WI 6
Leið númer A8,5
Rétt hægra megin við ísinn sem sést alveg hægra megin á myndinni
WI 6 / M 6, 120m
Fullur trad rakkur, C3, C4 og stuttar skrúfur.
FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner 7. febrúar 2018
Klifursvæði | Kaldakinn |
Svæði | Stekkjastaur |
Tegund | Ice Climbing |
Skotgrafarfótur WI 4+
Leið númer 2,5 (vinstri línan á hinni myndinni)
FF: Óþekkt, WI 4+
Klifursvæði | Kaldakinn |
Svæði | Glassúr |
Tegund | Ice Climbing |