Aftanmídan WI 5

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin liggur í suðvestur-hlíðum Hvolsfjalls sem er rétt sunnanmeginn við Gilsfjörð í Breiðafirði. Flott ísþil á bakvið pýramídann í Fannahjalla.

FF: Óðinn Árnason, febrúar 2014. WI5, 50m.

Skemmtilega frásögn og myndasafn frá fjallateyminu má finna hér.

Klifursvæði Skarðsströnd
Svæði Hvolsfjall
Tegund Ice Climbing
Merkingar

4 related routes

Rýtingur Amons Ra WI 4+

Rýtingur Amons Ra WI4/5 120m

Byrjar í gilinu NV- / vinstra megin við stóra pýramídann í Fannahjalla, í faraóaveggnum. Mest áberandi og fyrsta línan í gilinu. Löng og flott leið í stórbrotnu umhverfi.

Fyrsta spönn er frekar brött og löng. Bæði var snjóskel í leiðinni og stökkur ís sem gerði spönnina krefjandi. Síðan tekur við snjóbrekka og fínn ís til að tryggja í fyrir ofan hana.

Önnur spönn byrjaði á stuttu bröttu hafti og varð svo löng samfelld WI 3 eftir það í betri ís.

Þriðja spönn byrjaði aftur brött, síðan tenging upp að næsta bratta hafti. Þar lá leiðin upp undir þak með hliðrun út á mjótt kerti. Tæknilegustu hreyfingar leiðarinnar. Hægt væri að hliðra og klifra auðveldari útgáfu. Leiðin endar svo 10 metrum ofar, aðeins fyrir neðan brún, til að eiga inni góðan klaka fyrir tryggingu og þræðingu. Tvö löng sig niður á 70 metra línum.

FF: Freyr Ingi Björnsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2022. WI4/5 120m

Rýtingur Amons Ra teygir sig alveg ofan í gilið
Rýtingur Amons Ra teygir sig alveg ofan í gilið
Freysi leiðir fyrstu spönn
Freysi leiðir fyrstu spönn
Sissi eltir
Sissi eltir
Veðrið þennan dag var frekar slæmt
Veðrið þennan dag var frekar slæmt og versnaði svo
Krúxið í síðustu spönn var að klifra undir þakinu og hliðra út á kertið
Krúxið í síðustu spönn var að klifra undir þakinu og hliðra út á kertið
Niðurleiðin bauð upp á fastar línur, blindbyl, spindrift, finna ekki bílinn, fjúkandi dót og loks að fjúka um koll og slasa sig. Allur pakkinn!
Niðurleiðin bauð upp á fastar línur, blindbyl, spindrift, finna ekki bílinn, fjúkandi dót og loks að fjúka um koll og slasa sig. Allur pakkinn!

 

Tutenkamon WI 4

Leið númer 1 á mynd

Liggur á bak við pýramídan í Fannahjalla, vinstra megin við Aftanmídan.

FF: Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Skarphéðinn Halldórsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2014. WI4, 40m

Cleopatra WI 3+

Leið númer 3 á mynd

Liggur í stóra ísþilinu hægra megin við pýramídan í Fannahjalla.

FF: Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Skarphéðinn Halldórsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í febrúar 2014. WI3+, 25m

Aftanmídan WI 5

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin liggur í suðvestur-hlíðum Hvolsfjalls sem er rétt sunnanmeginn við Gilsfjörð í Breiðafirði. Flott ísþil á bakvið pýramídann í Fannahjalla.

FF: Óðinn Árnason, febrúar 2014. WI5, 50m.

Skemmtilega frásögn og myndasafn frá fjallateyminu má finna hér.

Skildu eftir svar