Moving Heart WI 3

Leiðin er í feitasta ísnum um miðja mynd. Hægt er að setja upp 2 stuttar leiðir við hægri hlið þessarar, fast til hægri, og alveg til hægri á myndinni.
Mynd: Einar Öræfingur

Vestan megin í gilinu sem maður gengur fram með á leiðinni upp að Svartafossi. Það sést í ísinn þarna ef maður horfir upp gilið frá efra bílastæðinu við Svartafoss. “Við gengum göngustíginn upp með gilinu og löbbuðum svo niður í gilið og yfir ána á ís.” Þessi leið er sennilega þriðja efsta leiðin möguleg í þessum ísbunkum en það eru margar stuttar leiðir neðan við hana.

Fyrst farin af Einari, Rúnari, Craig og Kelly Perkins í Febrúar 2010, 15m

 

Crag Öræfi, Vestur
Sector Skaftafellsheiði
Type Ice Climbing

Ýmir

Leið merkt inn GUL á mynd

Fyrst farin 2006 af Jökli Bergmann og Friðjóni Þorleifssyni

III, AI 2, M3 og auðvelt ísklifur

Auðvelt snjóbrölt fyrstu 200m að 20m klettahafti, sem að öllum líkindum fyllist af ís á góðu ári. Þetta haft er samsíða lengsta haftinu í Ósk Norfjörð, sem er mjög áberandi á hægri hönd. Áfram er haldið upp aðeins brattara snjó/ís gil um 150m. Stutt kletta/mosa haft er klifið uppá hrygginn sem aðskilur Rúnkara heilkennið og Ósk Norfjörð. Þar tekur við um 200m labb/brölt þar til hryggurinn mjókkar í auðvelt klettarif sem er klifrað alla leið uppá topp ca. 100m. Heildarlengd leiðarinnar er um 650m og er nákvæmlega jafn löng og Ósk Norfjörð en 50m styttri en Rúnkarinn. Leiðin heitir eftir Tómasi Ými Óskarssyni 1984-2006.

Crag Tröllaskagi
Sector Búrfellshyrna
Type Alpine

Dúett WI 4

Mynd óskast

25m

Fyrst farin Jan. ´90: Jón Þorgrímsson, Stefán S Smárason
Hæsti fossinn í austurhlíðum Þórnýjartinds. Fjöldi
styttri fossa í léttari kantinum er á þessu svæði og
henta vel fyrir þá sem eru að byrja að spreyta sig í
sportinu.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Uno WI 4

Lengst til hægri á mynd, í endanum á Tríó hvelfingunni.

20m

Þægileg leið í litlu gili beint á móti Tríó (í sömu hvelfingu).

FF: Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, Heiða Jónsdóttir og Skarphéðinn Halldórsson, desember 2008.

 

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Tríó WI 5

Leið merkt inn sem B1, a), b) og c) á mynd

60m

Fyrst farin Jan. ´88: Guðmundur H Christensen, Snævarr Guðmundss., Páll Sveinsson
Í áberandi gili norðan við snjóleið á Þórnýjartind,
miðja leið inn dalinn. Fossinn skiptist í tvö ísþil og
er það efra hærra og erfiðara. Fossinn klofnar í þrjár
greinilega súlur.

a) vinstra kertið er venjulega erfiðast , WI5 í
venjulegu árferði og vantar oft í efsta partinn.
FF: Einar Stefánsson og Kristján Maack

b) orginallinn (miðjukertið) er WI4+/5

c) hægra kertið er svipað erfitt og b).
FF: PS og GHC
NB varasamur snjóflóðafarvegur liggur niður
afbrigði c) og ber því að varast hana ef snjóalög eru
ótraust.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Ópið M 5

Leið merkt inn sem A10 á mynd

100m WI 6 M 5

Fyrst farin 8. mar ´09: Róbert Halldórsson, Sigurður T. Þórisson, Guðjón S Steindórsson
Leiðin liggur hægra megin í hvelfingunni hjá
Þilinu. Fyrri spönnin er 50-60m upp allt slabbið
undir stóra slúttinu (WI4+). Seinni spönnin þræðir
klakabunka ofan slabbsins (15m), þaðan í um 5m
(tortryggða) mixklifurhliðrun (M5) og út á
dinglandi kertið. Kertinu er fylgt upp fyrir slúttið
um 5m í ágætis hvíld bakvið kertið. Síðustu 10-15m
eru svo klifraðir utan á lóðréttu kertinu og í bröttu
frauði/snís upp á brún.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Mix Climbing

Þilið WI 5

Leið merkt inn sem A9 á mynd

100m

Fyrst farin Feb ´91: Páll Sveinsson, Guðmundur H Christensen
Überklassík. Leið sem allir málsmetandi ísklifarar
verða að fara. Yfirleitt farin í þremur spönnum,
40m WI4 fyrsta spönn, svo 30m WI4-5 önnur
spönn og svo 30m WI5 lokaspönn sem endar í
bröttu snjóklifri upp á brún.
NB oft er stór hellir í lok 2. spannar, þar sem
þægilegt er að gera stans.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Video

(Icelandic)

Tjaldið M 6

Leið merkt inn sem A8 á mynd

50m, WI 6 M6

Fyrst farin Mar ´91: Páll Sveinsson, Guðmundur H Christensen
Leiðin liggur upp hvelfinguna ofan Tjaldsúlnanna,
beint ofan við mið-Súluna. Eftir að Tjaldsúlunni
lýkur tekur við erfiður íslaus kafli (tortryggður) inn
í hvelfinguna. Þaðan eru svo brött kerti eða tjöld til
að komast út úr slúttinu og endað í bröttu snjóklifri
upp á brún.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Mix Climbing

Tjaldsúlurnar WI 5

Leið merkt inn sem A7, a), b) og c) á mynd

50-60m

a) Vinstri súlan byrjar í um 20m slabbi með smá
hliðrun til hægri. Þá tekur við 5-10m lóðrétt íshaft
og síðan 10-15m af léttara klifri upp í efstu
ísbunkana. WI4
b) Miðsúlan býður upp á nokkur afbrigði, flest
kringum WI4+/5-, erfiðast um 20m bratt þil fyrir
miðri leið.
c) Hægri súlan er jafnan erfiðust Súlnanna og lengst
(60m), oftast WI5- eða erfiðara. Byrjar í WI4 slabbi
en síðan taka við 20-30m af lóðréttu klifri og síðan
10m slabb upp í efstu ísbunkana.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Tvífarinn WI 5

Leið merkt inn sem A6 á mynd

60m

Fyrst farin 15. apr ´93: Þorvaldur V Þórsson, Magnús
Gunnarsson
Ýmist farin sem afbrigði við Einfarann eða sem
framhald af vinstri Tjaldsúlunni (eftir hliðrun til
vinstri á stórri snjósyllu). Byrjar á 20m lóðréttu
íshafti og endar á heilli spönn af brattri snjóbrekku.
Myndast seint á tímabilinu, einkum við bráðnum á
snjó frá brún.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Einfarinn WI 3

Leið merkt inn sem A5, a) og b) á mynd

150m

Fyrst farin 22. nóv ´81: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson
a) Falleg leið upp gilskorning. Nokkur brött íshöft.
Aðal erfiðleikarnir felast í síðustu spönninni, sem er
íslítill strompur, sem endar í bröttu snjóklifri upp á
brún. Þægilegast er að fara annað hvort lengst til
hægri eða vinstri þegar komið er upp úr leiðinni til
að losna við stærstu hengjuna sem gnæfir gjarnan
yfir miðri leiðinni (WI3)
b) Annað afbrigði af Einfaranum er upp áberandi
ísþil á höfuðveggnum vinstra megin við strompinn í
orginalinum (WI4 oftast)

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing

Stefnið WI 5

Leið merkt inn sem A3 á mynd (hvít punktalína)

80m

Fyrst farin Páskar ´91: Páll Sveinsson, Guðmundur H
Christensen, Hallgrímur Magnússon
Blönduð mosa-, kletta- og ísleið af Eilífstindi og
áfram upp hrygginn og síðan upp á stefnið á brún
Esjunnar. Aðal erfiðleikarnir eru síðustu 30m.

Crag Esja
Sector Eilífsdalur
Type Ice Climbing