5 related routes

Hreinir fætur WI 3

Einföld leið upp lækinn í Fúsagili. Aðkoma eftir hefðbundnu gönguleiðinni inn í Bæjarstaðarskóg, þaðan inn með Vestragili og brölt upp úr að Fúsagili. Nokkur höft upp að þriðju gráðu og slatti af léttara brölti. Lítið mál er svo að klára upp á topp Jökulfells með því að klífa skriðuna og nokkur stutt kletta/íshöft ofan Fúsadals. Nafn leiðarinnar kemur ekki til vegna formfagrar fótafærni frumfaranda,  heldur sökum tíðra óvæntra fótabaða sem tekin voru á leiðinni.

FF: Tryggvi Unnsteinsson – 10. mars 2023.

Þrír plús – If Ági is not lying WI 3+

Mynd óskast

Staðsetning óskast

Fyrst farin af Sigga, Jón Yngva og James

Bara stelpur WI 3

100m WI 3.

Leið upp Innsta Sniðagil: 6-7 stutt höft.

Aðkoma: Þetta er innsta gilið Morsárdalsmegin í Skaftafellsheiðinni þar sem klifranlegur ís myndast. Gengið er inn að innri Morsárdalsbrú og þar til baka út með Morsá að gróinni aurkeilu fyrir framan gilið. Klifrið toppar á gönguleiðinni um Vesturheiði.

FF: Helga María og Katrín Pétursdóttir, ísklifurfestival 2010

Frumskógarhlaup WI 3

Mynd óskast

Staðsetning óskast

Fyrst farin af Ágústi Þóri og James McEvan

Handan við hornið WI 4

Mynd óskast

Nánari staðsetning óskast (býst samt við að þetta sé það fyrsta klifurvæna ef gengið er inn Morsárdalinn)

Fyrst farin af Ágúst Þór og James McEvan, 100m

Leave a Reply