Villingadalur

Villingadalur er Austasti hlutinn undir norðurhlíðum Skarðsheiðar, djúp dalhvilft sem gegnur SV inn í meginfjallið og rennur Villingadalsá eftir honum. Í botni dalsins má finna 5 ísklifurleiðir auk þess sem hægt er að finna auðvelt stöllótt klifur í gili sunnan við fossana. Ísþilið sunnan megin í dalnum er nokkuð samfellt og hefur mikið verið klifrað í því, samt hafa engar línur fengið nöfn en klifrið er nokkurn veginn WI 2 á flestum stöðum.

  1. Styx – WI 4
  2. Hades – WI 4
  3. Kharon – WI 4+
  4. Kerberos – WI 3

Villingadalur er merktur inní Ísalp leiðavísi frá 1987, sem sector í Skarðsheiði og hér fyrir neðan má sjá þá mynd úr leiðavísinum.

13. Um Hábrúnir Skarðsheiðar – gönguleið (13km)
14. Villingadalsfossar
15. Mórauðihnúkur – Snjór (600M II.)

Bolaklettur

Bolaklettur stendur stoltur yfir Borgarfirðinum og horfir norður yfir til Borgarnes. Í Bolaklettinum sjálfum er gott færi fyrir ófarnar leiðir en hér eru listaðar leiðir sem hafa verið farnar í Innri hvilft, Bolaklett og Brekkufjalli.

 

Innri-hvilft
Innri-hvilft er svæðið sem menn tala oftast um þegar þeir tala um klifur í Bolakletti en hinn raunverulegi Bolaklettur er aðeins innar í firðinum (Svæði B). Í Innri-hvilft hafa verið farnar nokkrar ferðir og eru þar komnar 14 leiðir en þar er einnig tækifæri fyrir hugmyndaríka tækifærissinna.

A1 – Bara ef mamma vissi – WI 5+
A2 – Móri – WI 4
A3 – Mús – WI 4
A4 – Glaciologist on ice – WI 4
A5 – Take a walk on the other side of the stars – WI 4+
A6 – Aussie Pickings – WI 4
A7 – Aussie Pickings variation – WI 4
A8 – Mávahlátur – WI 4
A9 – Engin upphitun – WI 5
A10 – Alea iacta est – M 8 (Project)
A11 – Niflheimar – WI 5+
A12 – Múspelsheimar – M 9/ WI 5+/6 (Project)
A13 – Hard five – M 8/WI 6+
A14 – Ég heiti ekki Kiddi – WI 5+
A15 – Árdalsárfoss – WI 3

Bolaklettur
Hinn eiginlegi Bolaklettur á sér aðeins eina leið, Gjöfin sem heldur áfram að gefa, og er mjög alvarleg ís/mix/alpaklifurleið.

B1 – Gjöfin sem heldur áfram að gefa – WI 4+/M 5

Brekkufjall
Brekkkufjall er áfast Bolaklettinum og liggur frá honum og áleiðis inn fjörðinn. Hér eru þónokkrar leiðir, flestar með stuttri aðkomu og þær snúa vel og ís ætti að myndast í þeim þokkalega hratt þegar tekur að frysta.

C1 – Ekki er alt sem sýnist – WI 5
C2 – Þjóðmál – WI 3
C3 – Hvarfsgilsfoss – WI 4
C4 – Skallagrímur – WI 3+
C5 – Dolli dropi – WI 3

Wakeup Call WI 6+

Leið merkt sem 4

4 spannir. Leiðin byrjar á WI3 um tvær spannir og síðan upp lóðréttan kafla sem endar í þaki sem hliðra þarf undir út á 15m langt fríhangandi kerti. Síga þarf niður leiðina.

Leiðin var endurtekin 2015 í mun ísmeiri aðstæðum og var þá um WI5

Mynd af Kristján X, Kerling og Wakeup Call 

FF. Guðmundur Helgi og Páll Sveinsson.

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Mýrarhyrna
Tegund Ice Climbing

Golíat WI 4

2 spannir. Leiðin er í ísþilinu lengst til suðurs, og alveg hægra megin í því. Liggur upp um 60m brattan ískafla og síðan upp snjógil. Endar á 12-15m löngu lóðréttu kerti. Gengið er niður suður af fjallinu.

Ísþilið til vinstri býður upp á góðar leiðir á bilinu WI3-WI4

 

FF. Davíð(HSG) og Einar Sigurðsson

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Mýrarhyrna
Tegund Ice Climbing